Í sólkerfinu okkar eru átta reikistjörnur, þar af ferðast allar átta rangsælis á braut sinni um sólu en sex þeirra snúast rangsælis um möndul sinn. Reikistjörnurnar sem snúast ekki rangsælis um möndul sinn eru Venus og Úranus. Venus snýst réttsælis en Úranus liggur nánast á hlið með möndulhalla 98° frá lóðréttu. Þar sem möndulhallinn er meiri en 90° telst Úranus snúast réttsælis líkt og Venus.
Talið er að bæði Venus og Úranus hafi upphaflega snúist rangsælis en árekstrar við smástirni hafa valdið breytingum á möndulhalla Úranusar og snúningi beggja reikistjarnanna. Þessi mismunandi snúningur reikistjarna er ekki eingöngu bundinn við sólkerfið okkar.
Frekara lesefni á Vísindavefnum:- Getið þið sagt mér eitthvað um plánetuna Venus? eftir Sævar Helga Bragason
- Hvers vegna snýst jörðin um sjálfa sig? eftir Einar Örn Þorvaldsson
- Hvernig geta hnettirnir snúist í kringum sólina? eftir ÞV
- en.wikipedia.org - Retrograde motion
- Á hvern hátt er Úranus frábrugðinn hinum reikistjörnunum? eftir Sævar Helga Bragason
- Curious About Astronomy: What direction do planets rotate?
- en.wikipedia.org - Uranus. Sótt 9.6.2011.
Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2011.