Sólin Sólin Rís 09:28 • sest 16:53 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:46 • Síðdegis: 21:10 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:29 • Síðdegis: 15:13 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:28 • sest 16:53 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:46 • Síðdegis: 21:10 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:29 • Síðdegis: 15:13 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=
Rafleiðni vatns fer að mestu eftir styrk jóna í vatninu. Í saltvatni eru til dæmis Na+ og Cl- jónir sem leiða rafmagn. Sjór hefur rafleiðni í kringum 5 S/m (siemens á metra er eining fyrir rafleiðni eins og lesa má um í svari við spurningunni Hvaða málmur leiðir best?) en fyrir hreint kranavatn getur leiðnin verið 1000 sinnum lægri. Þetta telst ekki sérstaklega mikil rafleiðni; silfur leiðir til dæmis rafmagn um 10 milljón sinnum betur en sjór.

Mæling á rafleiðni í vatni er góð leið til að mæla hreinleika vatnsins, hreinsað (afjónað) vatn í tilraunastofu getur haft rafleiðni 0,000005 S/m. Mörg föst efni leiða þó rafmagn enn síður, þannig að ef rafleiðni allra efna er borin saman þá má segja að vatn leiði hvorki sérstaklega vel né sérstaklega illa.

Í eftirfarandi myndbandi er sýnt hvernig rafleiðni vatns breytist þegar salti (NaCl) er bætt út í afjónað vatn. Í vatninu leysist saltið upp í Na+ og Cl- jónir. Þegar jónirnar eru komnar í vatnið eykst rafleiðnin og það kviknar á perunni þrátt fyrir að koparplöturnar snertist ekki.

MIT Tech TV
Myndband sem sýnir hvernig rafleiðni vatns eykst þegar salti er bætt út í afjónað vatn.

Höfundur

Kristján Leósson

eðlisverkfræðingur

Útgáfudagur

7.11.2011

Spyrjandi

Oddur Ólafsson, Axel Axelsson, Einar Ómarsson

Tilvísun

Kristján Leósson. „Leiðir vatn rafmagn vel?“ Vísindavefurinn, 7. nóvember 2011, sótt 6. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=13858.

Kristján Leósson. (2011, 7. nóvember). Leiðir vatn rafmagn vel? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=13858

Kristján Leósson. „Leiðir vatn rafmagn vel?“ Vísindavefurinn. 7. nóv. 2011. Vefsíða. 6. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=13858>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Leiðir vatn rafmagn vel?
Rafleiðni vatns fer að mestu eftir styrk jóna í vatninu. Í saltvatni eru til dæmis Na+ og Cl- jónir sem leiða rafmagn. Sjór hefur rafleiðni í kringum 5 S/m (siemens á metra er eining fyrir rafleiðni eins og lesa má um í svari við spurningunni Hvaða málmur leiðir best?) en fyrir hreint kranavatn getur leiðnin verið 1000 sinnum lægri. Þetta telst ekki sérstaklega mikil rafleiðni; silfur leiðir til dæmis rafmagn um 10 milljón sinnum betur en sjór.

Mæling á rafleiðni í vatni er góð leið til að mæla hreinleika vatnsins, hreinsað (afjónað) vatn í tilraunastofu getur haft rafleiðni 0,000005 S/m. Mörg föst efni leiða þó rafmagn enn síður, þannig að ef rafleiðni allra efna er borin saman þá má segja að vatn leiði hvorki sérstaklega vel né sérstaklega illa.

Í eftirfarandi myndbandi er sýnt hvernig rafleiðni vatns breytist þegar salti (NaCl) er bætt út í afjónað vatn. Í vatninu leysist saltið upp í Na+ og Cl- jónir. Þegar jónirnar eru komnar í vatnið eykst rafleiðnin og það kviknar á perunni þrátt fyrir að koparplöturnar snertist ekki.

MIT Tech TV
Myndband sem sýnir hvernig rafleiðni vatns eykst þegar salti er bætt út í afjónað vatn.
...