Sólin Sólin Rís 03:55 • sest 22:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:59 • Sest 03:37 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:27 • Síðdegis: 16:57 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:42 • Síðdegis: 23:06 í Reykjavík

Hvað er átt við með leiðni í ám?

Sigurður Reynir Gíslason

Með leiðni er hér átt við rafleiðni, það er að segja mælikvarða á það hversu vel efni leiðir rafstraum. Leiðni efnis má til dæmis finna með því að setja tvö rafskaut í efnið með tiltekinni fjarlægð, hafa tiltekna spennu milli þeirra og mæla strauminn.

Leiðni vatns segir til um styrk uppleystra rafhlaðinna efna og efnasambanda í vatninu, því meiri sem styrkurinn er því meiri er leiðnin. Leiðnin er einnig háð hitastigi vatnsins, hún vex með auknum hita. Ef gastegundir leysast upp í vatni og mynda hlaðin efnasambönd eykst leiðni vatnsins. Leiðni vatns getur því verið vísbending um streymi gastegunda inn í vatn.


Lítið jökulhlaup í Súlu 18. júlí 2003.

Í miklum rigningum vex rennsli, vatnið þynnist og leiðni minnkar. Meðalleiðni dragáa og jökuláa á Íslandi er á bilinu 30 til 80 μS/cm (S stendur fyrir siemens). Leiðni lindáa í gosbeltinu í nágrenni eldfjalla er hærri, hún er um 100 μS/cm í Ytri-Rangá og Jökulsá á Fjöllum. Leiðni jökuláa og dragáa er töluvert hærri á veturna en sumrin þegar lítið rennsli er í ánum.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

Þetta svar er fengið úr skýrslunni Af reikulum efnum í Eyjafjallajökli eftir Sigurð Reyni Gíslason og fleiri höfunda.

Höfundur

Sigurður Reynir Gíslason

vísindamaður við Jarðvísindastofnun Háskólans

Útgáfudagur

16.4.2010

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Sigurður Reynir Gíslason. „Hvað er átt við með leiðni í ám?“ Vísindavefurinn, 16. apríl 2010. Sótt 20. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=56019.

Sigurður Reynir Gíslason. (2010, 16. apríl). Hvað er átt við með leiðni í ám? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=56019

Sigurður Reynir Gíslason. „Hvað er átt við með leiðni í ám?“ Vísindavefurinn. 16. apr. 2010. Vefsíða. 20. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=56019>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er átt við með leiðni í ám?
Með leiðni er hér átt við rafleiðni, það er að segja mælikvarða á það hversu vel efni leiðir rafstraum. Leiðni efnis má til dæmis finna með því að setja tvö rafskaut í efnið með tiltekinni fjarlægð, hafa tiltekna spennu milli þeirra og mæla strauminn.

Leiðni vatns segir til um styrk uppleystra rafhlaðinna efna og efnasambanda í vatninu, því meiri sem styrkurinn er því meiri er leiðnin. Leiðnin er einnig háð hitastigi vatnsins, hún vex með auknum hita. Ef gastegundir leysast upp í vatni og mynda hlaðin efnasambönd eykst leiðni vatnsins. Leiðni vatns getur því verið vísbending um streymi gastegunda inn í vatn.


Lítið jökulhlaup í Súlu 18. júlí 2003.

Í miklum rigningum vex rennsli, vatnið þynnist og leiðni minnkar. Meðalleiðni dragáa og jökuláa á Íslandi er á bilinu 30 til 80 μS/cm (S stendur fyrir siemens). Leiðni lindáa í gosbeltinu í nágrenni eldfjalla er hærri, hún er um 100 μS/cm í Ytri-Rangá og Jökulsá á Fjöllum. Leiðni jökuláa og dragáa er töluvert hærri á veturna en sumrin þegar lítið rennsli er í ánum.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

Þetta svar er fengið úr skýrslunni Af reikulum efnum í Eyjafjallajökli eftir Sigurð Reyni Gíslason og fleiri höfunda.

...