Sólin Sólin Rís 09:41 • sest 16:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:23 • Sest 25:51 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:47 • Síðdegis: 13:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:55 • Síðdegis: 19:57 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:41 • sest 16:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:23 • Sest 25:51 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:47 • Síðdegis: 13:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:55 • Síðdegis: 19:57 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er talan núll talin til sléttra talna?

Jón Kr. Arason og Þorsteinn Vilhjálmsson

Er talan núll talin til sléttra talna?

Já. Slétt tala er tala sem er tvisvar sinnum einhver heil tala. Núll er tvisvar sinnum heila talan núll.

Heilar tölur eru tölurnar

..., -3, -2, -1, 0, 1, 2, 3, 4, ...

Í þessu felst að sléttar tölur hafa þá sérstöðu að þeim má skipta í tvo jafna hluta sem eru heilar tölur. -- Nú má auðvitað halda áfram og spyrja af hverju heilar tölur séu skilgreindar þannig að 0 tilheyri þeim og af hverju sléttar tölur séu skilgreindar eins og hér var lýst. Stærðfræðingar svara slíkum spurningum á þá leið að þetta séu forsendur sem þeir hafa tekið af fúsum og frjálsum vilja. Einnig er ljóst að eitthvað verða hlutirnir að heita til þess að við getum talað um þá. En af þessum teknu forsendum leiðir svarið við spurningunni eins og hér kemur fram.

Mynd: HB

Höfundar

prófessor í stærðfræði við HÍ

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

16.3.2001

Spyrjandi

Bergsteinn Einarsson

Tilvísun

Jón Kr. Arason og Þorsteinn Vilhjálmsson. „Er talan núll talin til sléttra talna?“ Vísindavefurinn, 16. mars 2001, sótt 10. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1388.

Jón Kr. Arason og Þorsteinn Vilhjálmsson. (2001, 16. mars). Er talan núll talin til sléttra talna? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1388

Jón Kr. Arason og Þorsteinn Vilhjálmsson. „Er talan núll talin til sléttra talna?“ Vísindavefurinn. 16. mar. 2001. Vefsíða. 10. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1388>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er talan núll talin til sléttra talna?
Er talan núll talin til sléttra talna?

Já. Slétt tala er tala sem er tvisvar sinnum einhver heil tala. Núll er tvisvar sinnum heila talan núll.

Heilar tölur eru tölurnar

..., -3, -2, -1, 0, 1, 2, 3, 4, ...

Í þessu felst að sléttar tölur hafa þá sérstöðu að þeim má skipta í tvo jafna hluta sem eru heilar tölur. -- Nú má auðvitað halda áfram og spyrja af hverju heilar tölur séu skilgreindar þannig að 0 tilheyri þeim og af hverju sléttar tölur séu skilgreindar eins og hér var lýst. Stærðfræðingar svara slíkum spurningum á þá leið að þetta séu forsendur sem þeir hafa tekið af fúsum og frjálsum vilja. Einnig er ljóst að eitthvað verða hlutirnir að heita til þess að við getum talað um þá. En af þessum teknu forsendum leiðir svarið við spurningunni eins og hér kemur fram.

Mynd: HB...