Sólin Sólin Rís 03:04 • sest 23:52 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 02:49 • Sest 12:05 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:35 • Síðdegis: 24:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:26 • Síðdegis: 17:39 í Reykjavík

Hvað er naflaslit, geta fullorðnir lent í því líka?

Þuríður Þorbjarnardóttir

Upprunalega hljómaði spurningin svona:
Hvað er naflaslit (hjá ungbörnum) og hvert er fræðiheitið?

Naflaslit (naflahaull, e. umbilical hernia) er ein tegund af kviðsliti enda einnig kallað naflakviðslit. Kviðslit verður þar sem kviðveggur veikist á afmörkuðu svæði og rofnar þannig að innihald kviðarins eins og kviðfita, lífhimna og garnir geta þrengt sér út undir yfirborð húðar eða aðliggjandi vefja. Kviðslitið sést sem fyrirferð (haull) þegar þrýstingur í kviðarholi eykst eins og við líkamlega áreynslu.

Naflaslit er algengast hjá ungbörnum og kemur fram á naflastað þar sem naflastrengurinn fór áður um kviðinn. Undir eðlilegum kringumstæðum koma kviðvöðvarnir saman og sameinast við naflann á myndunarstigi en í sumum tilfellum helst gloppa þar sem vöðvarnir lokast ekki, þarmar fyrir innan koma upp í gegnum gloppuna og bunga út undir húðinni. Auðvelt er að ýta þessari bung inn í kviðarholið aftur, gloppan í vöðvunum lokast oftast af sjálfu sér og naflaslitið hverfur. Óalgengt er að naflaslit leiði til skerts blóðflæðis eða skertrar starfsemi nærliggjandi líffæra eins og sum önnur kviðslit gera.

Naflaslit er algengast hjá ungbörnum: Það verður vegna þess að vöðvalögin í kringum naflann ná ekki að gróa saman eftir að barnið fæðist og þarmarnir þrýstast út undir húðina í gegnum gatið.

Það er mjög breytilegt hversu mikið bungar út úr naflaslitinu, allt frá lítilli útbungun til stórrar fyrirferðar út um gatið sem verður áberandi til dæmis þegar barnið grætur, þótt hún sjáist varla þegar barnið er rólegt eða sofandi.

Þótt þessi tegund af kviðsliti sé algengust hjá ungbörnum getur hún einnig komið fyrir hjá fullorðnum. Naflaslit hjá ungbörnum er álíka algengt hjá drengjum og stúlkum en á meðal fullorðinna er naflaslit þrisvar sinnum algengari hjá konum en körlum. Áunnið naflaslit hjá fullorðnum kemur til dæmis fram vegna beinna áhrifa aukins þrýstings í kviðarholinu vegna offitu, lyftinga, langvarandi hósta eða margra meðganga.

Hægt er að laga naflaslit með tvennum hætti. Skurðlæknir getur saumað saman kviðvegginn eða hann getur sett net yfir opið og saumað það við kviðvegginn. Seinni aðferðin gefur betra hald og er yfirleitt notuð fyrir stærri galla í kviðveggnum.

Heimildir og mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

9.10.2014

Spyrjandi

Axel Cortez

Tilvísun

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvað er naflaslit, geta fullorðnir lent í því líka?“ Vísindavefurinn, 9. október 2014. Sótt 10. júní 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=14507.

Þuríður Þorbjarnardóttir. (2014, 9. október). Hvað er naflaslit, geta fullorðnir lent í því líka? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=14507

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvað er naflaslit, geta fullorðnir lent í því líka?“ Vísindavefurinn. 9. okt. 2014. Vefsíða. 10. jún. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=14507>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er naflaslit, geta fullorðnir lent í því líka?
Upprunalega hljómaði spurningin svona:

Hvað er naflaslit (hjá ungbörnum) og hvert er fræðiheitið?

Naflaslit (naflahaull, e. umbilical hernia) er ein tegund af kviðsliti enda einnig kallað naflakviðslit. Kviðslit verður þar sem kviðveggur veikist á afmörkuðu svæði og rofnar þannig að innihald kviðarins eins og kviðfita, lífhimna og garnir geta þrengt sér út undir yfirborð húðar eða aðliggjandi vefja. Kviðslitið sést sem fyrirferð (haull) þegar þrýstingur í kviðarholi eykst eins og við líkamlega áreynslu.

Naflaslit er algengast hjá ungbörnum og kemur fram á naflastað þar sem naflastrengurinn fór áður um kviðinn. Undir eðlilegum kringumstæðum koma kviðvöðvarnir saman og sameinast við naflann á myndunarstigi en í sumum tilfellum helst gloppa þar sem vöðvarnir lokast ekki, þarmar fyrir innan koma upp í gegnum gloppuna og bunga út undir húðinni. Auðvelt er að ýta þessari bung inn í kviðarholið aftur, gloppan í vöðvunum lokast oftast af sjálfu sér og naflaslitið hverfur. Óalgengt er að naflaslit leiði til skerts blóðflæðis eða skertrar starfsemi nærliggjandi líffæra eins og sum önnur kviðslit gera.

Naflaslit er algengast hjá ungbörnum: Það verður vegna þess að vöðvalögin í kringum naflann ná ekki að gróa saman eftir að barnið fæðist og þarmarnir þrýstast út undir húðina í gegnum gatið.

Það er mjög breytilegt hversu mikið bungar út úr naflaslitinu, allt frá lítilli útbungun til stórrar fyrirferðar út um gatið sem verður áberandi til dæmis þegar barnið grætur, þótt hún sjáist varla þegar barnið er rólegt eða sofandi.

Þótt þessi tegund af kviðsliti sé algengust hjá ungbörnum getur hún einnig komið fyrir hjá fullorðnum. Naflaslit hjá ungbörnum er álíka algengt hjá drengjum og stúlkum en á meðal fullorðinna er naflaslit þrisvar sinnum algengari hjá konum en körlum. Áunnið naflaslit hjá fullorðnum kemur til dæmis fram vegna beinna áhrifa aukins þrýstings í kviðarholinu vegna offitu, lyftinga, langvarandi hósta eða margra meðganga.

Hægt er að laga naflaslit með tvennum hætti. Skurðlæknir getur saumað saman kviðvegginn eða hann getur sett net yfir opið og saumað það við kviðvegginn. Seinni aðferðin gefur betra hald og er yfirleitt notuð fyrir stærri galla í kviðveggnum.

Heimildir og mynd:

...