Sólin Sólin Rís 02:58 • sest 23:59 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 12:00 • Sest 02:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:25 • Síðdegis: 23:45 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:15 • Síðdegis: 17:25 í Reykjavík

Hvað er naflaló og hvernig myndast hún í nöflum fólks?

Þuríður Þorbjarnardóttir

Ló eða kusk í nafla samanstendur einkum af stökum trefjum úr fatnaði ásamt svolitlu af dauðum húðfrumum og líkamshárum. Sviti límir svo þessi efni saman í hnoðra. Samkvæmt rannsóknum Karls Kruszelnickis við Háskólann í Sydney í Ástralíu, virðist naflaló frekar berast upp frá nærfötum frekar en niður frá skyrtum og bolum öfugt við það sem mætti ætla. Flutningurinn stafar af núningi húðar við nærföt og í kjölfarið togi líkamshára í stakar trefjar úr nærfötunum upp í naflann.Í þessum nafla hefur myndast gráleitur hnoðri af naflaló.

Naflaló myndast að meðaltali sjaldnar hjá konum en körlum, enda eru þær með fíngerðari og styttri líkamshár en þeir. Enn fremur myndast naflaló oftar hjá eldri mönnum þar sem hár þeirra eru grófari og fleiri. Naflaló er oft blágrá að lit og er það líklega vegna þess að þegar litir í fatnaði blandast saman er sá litur oftast útkoman. Þetta er sami litur og sést í síum þurrkara þegar marglitur þvottur er þurrkaður saman.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir og mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

29.6.2007

Spyrjandi

Ólafur Pálsson
Haukur Heiðarsson
Ívar Pétursson
Atli Már Þorgrímsson

Tilvísun

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvað er naflaló og hvernig myndast hún í nöflum fólks?“ Vísindavefurinn, 29. júní 2007. Sótt 13. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=6707.

Þuríður Þorbjarnardóttir. (2007, 29. júní). Hvað er naflaló og hvernig myndast hún í nöflum fólks? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6707

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvað er naflaló og hvernig myndast hún í nöflum fólks?“ Vísindavefurinn. 29. jún. 2007. Vefsíða. 13. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6707>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er naflaló og hvernig myndast hún í nöflum fólks?
Ló eða kusk í nafla samanstendur einkum af stökum trefjum úr fatnaði ásamt svolitlu af dauðum húðfrumum og líkamshárum. Sviti límir svo þessi efni saman í hnoðra. Samkvæmt rannsóknum Karls Kruszelnickis við Háskólann í Sydney í Ástralíu, virðist naflaló frekar berast upp frá nærfötum frekar en niður frá skyrtum og bolum öfugt við það sem mætti ætla. Flutningurinn stafar af núningi húðar við nærföt og í kjölfarið togi líkamshára í stakar trefjar úr nærfötunum upp í naflann.Í þessum nafla hefur myndast gráleitur hnoðri af naflaló.

Naflaló myndast að meðaltali sjaldnar hjá konum en körlum, enda eru þær með fíngerðari og styttri líkamshár en þeir. Enn fremur myndast naflaló oftar hjá eldri mönnum þar sem hár þeirra eru grófari og fleiri. Naflaló er oft blágrá að lit og er það líklega vegna þess að þegar litir í fatnaði blandast saman er sá litur oftast útkoman. Þetta er sami litur og sést í síum þurrkara þegar marglitur þvottur er þurrkaður saman.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir og mynd:...