Sólin Sólin Rís 05:12 • sest 21:51 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:36 • Sest 06:48 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 19:33 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:10 • Síðdegis: 13:19 í Reykjavík

Eru hundar með nafla, og ef svo er hvar er hann?

JMH

Hundar hafa nafla rétt eins og menn og raunar öll spendýr. Ef vel er að gáð eru fuglar og önnur dýr sem klekjast úr eggjum líka með nafla. Í þeirra tilviki tengist naflastrengurinn ekki við legköku (e. placenta) líkt og hjá legkökuspendýrum eins og okkur, hundum og hestum svo dæmi séu tekin, heldur við svonefndan blómabelg sem er sá hluti fósturfylgjunnar sem geymir næringarforða eggsins.

Staðsetning naflans á hundum er á sambærilegum stað og hjá okkur, eða á maganum rétt fyrir ofan eða öllu heldur framan kynfærin. Naflinn á hundum og köttum lítur ekki út eins og okkar nafli, heldur frekar eins og ílangt ör. Auk þess er ekki heiglum hent að finna naflann á hundum þar sem þeir eru vel hærðir á kviðnum, nema í kringum spenana.Áhugaverð svör á Vísindavefnum:

Svör á Vísindavefnum sem tengjast nöflum:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

23.9.2003

Spyrjandi

Gunnhildur Ægisdóttir, f. 1988

Tilvísun

JMH. „Eru hundar með nafla, og ef svo er hvar er hann?“ Vísindavefurinn, 23. september 2003. Sótt 13. ágúst 2022. http://visindavefur.is/svar.php?id=3751.

JMH. (2003, 23. september). Eru hundar með nafla, og ef svo er hvar er hann? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3751

JMH. „Eru hundar með nafla, og ef svo er hvar er hann?“ Vísindavefurinn. 23. sep. 2003. Vefsíða. 13. ágú. 2022. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3751>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Eru hundar með nafla, og ef svo er hvar er hann?
Hundar hafa nafla rétt eins og menn og raunar öll spendýr. Ef vel er að gáð eru fuglar og önnur dýr sem klekjast úr eggjum líka með nafla. Í þeirra tilviki tengist naflastrengurinn ekki við legköku (e. placenta) líkt og hjá legkökuspendýrum eins og okkur, hundum og hestum svo dæmi séu tekin, heldur við svonefndan blómabelg sem er sá hluti fósturfylgjunnar sem geymir næringarforða eggsins.

Staðsetning naflans á hundum er á sambærilegum stað og hjá okkur, eða á maganum rétt fyrir ofan eða öllu heldur framan kynfærin. Naflinn á hundum og köttum lítur ekki út eins og okkar nafli, heldur frekar eins og ílangt ör. Auk þess er ekki heiglum hent að finna naflann á hundum þar sem þeir eru vel hærðir á kviðnum, nema í kringum spenana.Áhugaverð svör á Vísindavefnum:

Svör á Vísindavefnum sem tengjast nöflum:...