Sólin Sólin Rís 08:44 • sest 18:39 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:50 • Sest 09:10 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:04 • Síðdegis: 20:22 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:00 • Síðdegis: 14:18 í Reykjavík

Hvers vegna mega læknar og tannlæknar ekki auglýsa opinberlega hér á landi?

Halldór Gunnar Haraldsson

Læknar og tannlæknar mega auglýsa opinberlega hér á landi, en auglýsingum þeirra eru þó settar þröngar skorður. Í 1. mgr. 17. gr. læknalaga nr. 53/1988 segir:
Lækni er einungis heimilt að auglýsa læknastarfsemi sína með efnislegum og látlausum auglýsingum í blöðum sem birta má í hæsta lagi þrisvar þegar hann hefur störf eða breyting verður á aðsetri eða viðtalstíma. Lækni er heimilt að auðkenna sig með nafni, sérgrein, aðsetri, síma og viðtalstíma á dyraspjöldum, nafnspjöldum eða lyfseðlum.
Í 2. mgr. sömu greinar segir:
Læknum og stéttarfélögum þeirra ber að sporna við því að fjallað sé í auglýsingastíl um lækna og störf þeirra í fjölmiðlum. Á sama hátt ber þeim að vinna á móti því að eftir þeim séu höfð ummæli og viðtöl í fjölmiðlum í auglýsingaskyni. Verði ekki komið í veg fyrir það ber viðkomandi lækni eða stéttarfélagi hans jafnskjótt að leiðrétta það sem kann að vera ofmælt. Öðrum en læknum er bannað að auglýsa starfsemi þeirra eða stuðla að því á annan hátt að sjúklingar leiti til ákveðins eða ákveðinna lækna.
Í 11. gr. laga nr. 38/1985 um tannlækningar segir:
Tannlæknum eru óheimilar hvers konar auglýsingar um starfsemi sína sem tannlæknar. Við opnun tannlæknastofu má þó auglýsa það með látlausri auglýsingu í blöðum sem mest má birta þrisvar sinnum. Tannlæknum og stéttarfélagi þeirra ber að vinna gegn því að eftir þeim séu birt ummæli eða samtöl eða um þá ritaðar greinar í blöð eða tímarit í auglýsingaskyni. Verði ekki komið í veg fyrir það ber þeim eða stéttarfélagi þeirra jafnskjótt að leiðrétta það sem ofmælt kann að hafa verið.

Spyrja má hvað hafi vakað fyrir löggjafanum með því að setja auglýsingum lækna og tannlækna þessar skorður. Vísbendingu um það má finna í athugasemdum við 12. gr. frumvarps til laga um lækningaleyfi, A-deild Alþingistíðinda 1932, bls. 187. Þar segir:
Ákvæði þessarar greinar hafa læknar að jafnaði í félagslögum sínum, og eru þar greindir ýmsir góðir siðir, sem almennt eru viðurkenndir af læknum [...] Annarsstaðar mun ekki vera talin þörf á að taka þessi ákvæði upp í landslög. En hér er nokkuð öðru máli að gegna. Vegna fámennis og kunningsskapar, sem af því leiðir, er erfiðara fyrir lækna hér að halda uppi aga innan stéttarinnar en annars staðar í fjölmenni, og er ekki laust við, að borið hafi á því. Auglýsingar tannlæknanna upp á síðkastið sýna líka, hvað skeð getur. Læknafélagið kann þessum ákvæðum vel.

Af þessum orðum má ráða að auglýsingatakmarkanirnar eiga rót sína að rekja til siðareglna lækna sem stéttarfélag lækna hefur viljað innleiða í landslög.

Í siðareglum lækna segir svo um auglýsingar: „Læknir má auglýsa starfsemi sína að því marki, sem landslög leyfa” (17. gr.) og enn fremur: „Læknir má ekki leyfa notkun á nafni sínu, aðstöðu eða lærdómstitli í auglýsingum um lyf, sjúkravörur eða neinn þann varning, sem talinn er lækna eða koma í veg fyrir sjúkdóma eða sjúkdómseinkenni. Ummæli um lyf eða sjúkravörur í faglegu sambandi, greinum eða fyrirlestrum, teljast ekki til auglýsinga, enda sé þar ekki ágóðavon (20. gr.).” Þá er það tekið fram í 19. gr. að læknir megi ekki gefa í skyn yfirburði sína yfir aðra lækna í auglýsingum eða þvíumlíku. Í siðareglum tannlækna segir að tannlæknum sé einungis heimilt að auglýsa starfa sinn samkvæmt áðurnefndri 11. gr. laga nr. 38/1985 um tannlækningar.

Í siðareglum beggja stétta er rætt um að þeim beri að sýna öðrum úr sömu stétt drengskap og háttvísi. Trúlegt er að andstaða við auglýsingar sé að hluta sprottin af þessari tryggð við aðra innan stéttanna. Bæði er reynt að koma í veg fyrir að menn upphefji sjálfa sig á kostnað annarra og að menn komi óorði á stéttirnar í heild með óviðeigandi auglýsingaskrumi. Þá kann að vera að það sé viðtekin skoðun í okkar þjóðfélagi að læknisþjónusta þjóni göfugri markmiðum en viðskiptalegum. Ef til vill kann þetta viðhorf að breytast á næstu árum með tilkomu líftæknifyrirtækja sem ganga kaupum og sölum á hlutafjármarkaði.

Vissulega má draga í efa að rétt sé að flétta siðareglur tiltekinna stétta inn í landslög. Ljóst er að hér er um takmarkanir á tjáningarfrelsi borgaranna að ræða en það er verndað í 73. gr. stjórnarskrárinnar. Í 2. mgr. hennar segir meðal annars: „Hver maður á rétt á að láta í ljós hugsanir sínar, en ábyrgjast verður hann þær fyrir dómi.” Svo hefur yfirleitt verið litið á að þetta ákvæði nái til auglýsinga.

Í 3. mgr. 73. gr. stjórnarskrárinnar eru þau tilvik þar sem löggjafanum er heimilt að skerða tjáningarfrelsi talin með tæmandi hætti. Þar eru talin upp þrjú skilyrði fyrir skerðingu tjáningarfrelsis: Í fyrsta lagi þarf skerðingin að eiga stoð í almennum lögum, reglugerðir ráðherra duga ekki. Ljóst er að þessu skilyrði er fullnægt með ákvæðum læknalaga og laga um tannlækningar.

Í annan stað má aðeins setja tjáningarfrelsinu skorður í þágu allsherjarreglu eða öryggis ríkisins, til verndar heilsu eða siðgæði manna eða vegna réttinda eða mannorðs annarra. Telja verður að þessu skilyrði sé einnig fullnægt. Auglýsingatakmarkanirnar vernda heilsu manna því þær koma í veg fyrir að fólk láti blekkjast af hálfsannleik eða skrumi sem beitt er í nafni læknavísindanna en undir fölsku flaggi. Þá vernda takmarkanirnar réttindi og mannorð annarra, það er að segja annarra lækna og tannlækna. Þær koma í veg fyrir að menn upphefji sjálfa sig á kostnað annarra eða komi óorði á stéttirnar eins og áður var nefnt. Þá vernda takmarkanirnar siðgæði manna enda verður að telja að þær byggist á siðgæðishugmyndum um háleit markmið læknavísinda, það er að segja markmiðum um að lækna sjúka í stað þess að græða peninga. Ef til vill kunna þessar hugmyndir þó að breytast eins og áður sagði.

Í þriðja lagi verða skorður við tjáningarfrelsi að vera nauðsynlegar og samrýmast lýðræðishefðum. Hér er um meðalhófsreglu að ræða sem felur það í sér að ef unnt er að vernda tiltekna hagsmuni með vægari úrræðum en skorðum við tjáningarfrelsi ber að beita hinum vægari úrræðum. Hingað til hefur ekki verið talið að takmarkanir á auglýsingum lækna og tannlækna brjóti gegn þessari meðalhófsreglu. Í því sambandi ber að hafa í huga að almennt er talið að auglýsingar í ágóðaskyni njóti minni verndar en önnur tjáning. Kemur það til af því að tjáningarfrelsið er upphaflega hugsað sem hornsteinn lýðræðis og skoðanaskipta en ekki viðskipta.

Höfundur

Útgáfudagur

17.4.2001

Spyrjandi

Ólafur Kristjánsson

Tilvísun

Halldór Gunnar Haraldsson. „Hvers vegna mega læknar og tannlæknar ekki auglýsa opinberlega hér á landi?“ Vísindavefurinn, 17. apríl 2001. Sótt 27. febrúar 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=1511.

Halldór Gunnar Haraldsson. (2001, 17. apríl). Hvers vegna mega læknar og tannlæknar ekki auglýsa opinberlega hér á landi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=1511

Halldór Gunnar Haraldsson. „Hvers vegna mega læknar og tannlæknar ekki auglýsa opinberlega hér á landi?“ Vísindavefurinn. 17. apr. 2001. Vefsíða. 27. feb. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=1511>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna mega læknar og tannlæknar ekki auglýsa opinberlega hér á landi?
Læknar og tannlæknar mega auglýsa opinberlega hér á landi, en auglýsingum þeirra eru þó settar þröngar skorður. Í 1. mgr. 17. gr. læknalaga nr. 53/1988 segir:

Lækni er einungis heimilt að auglýsa læknastarfsemi sína með efnislegum og látlausum auglýsingum í blöðum sem birta má í hæsta lagi þrisvar þegar hann hefur störf eða breyting verður á aðsetri eða viðtalstíma. Lækni er heimilt að auðkenna sig með nafni, sérgrein, aðsetri, síma og viðtalstíma á dyraspjöldum, nafnspjöldum eða lyfseðlum.
Í 2. mgr. sömu greinar segir:
Læknum og stéttarfélögum þeirra ber að sporna við því að fjallað sé í auglýsingastíl um lækna og störf þeirra í fjölmiðlum. Á sama hátt ber þeim að vinna á móti því að eftir þeim séu höfð ummæli og viðtöl í fjölmiðlum í auglýsingaskyni. Verði ekki komið í veg fyrir það ber viðkomandi lækni eða stéttarfélagi hans jafnskjótt að leiðrétta það sem kann að vera ofmælt. Öðrum en læknum er bannað að auglýsa starfsemi þeirra eða stuðla að því á annan hátt að sjúklingar leiti til ákveðins eða ákveðinna lækna.
Í 11. gr. laga nr. 38/1985 um tannlækningar segir:
Tannlæknum eru óheimilar hvers konar auglýsingar um starfsemi sína sem tannlæknar. Við opnun tannlæknastofu má þó auglýsa það með látlausri auglýsingu í blöðum sem mest má birta þrisvar sinnum. Tannlæknum og stéttarfélagi þeirra ber að vinna gegn því að eftir þeim séu birt ummæli eða samtöl eða um þá ritaðar greinar í blöð eða tímarit í auglýsingaskyni. Verði ekki komið í veg fyrir það ber þeim eða stéttarfélagi þeirra jafnskjótt að leiðrétta það sem ofmælt kann að hafa verið.

Spyrja má hvað hafi vakað fyrir löggjafanum með því að setja auglýsingum lækna og tannlækna þessar skorður. Vísbendingu um það má finna í athugasemdum við 12. gr. frumvarps til laga um lækningaleyfi, A-deild Alþingistíðinda 1932, bls. 187. Þar segir:
Ákvæði þessarar greinar hafa læknar að jafnaði í félagslögum sínum, og eru þar greindir ýmsir góðir siðir, sem almennt eru viðurkenndir af læknum [...] Annarsstaðar mun ekki vera talin þörf á að taka þessi ákvæði upp í landslög. En hér er nokkuð öðru máli að gegna. Vegna fámennis og kunningsskapar, sem af því leiðir, er erfiðara fyrir lækna hér að halda uppi aga innan stéttarinnar en annars staðar í fjölmenni, og er ekki laust við, að borið hafi á því. Auglýsingar tannlæknanna upp á síðkastið sýna líka, hvað skeð getur. Læknafélagið kann þessum ákvæðum vel.

Af þessum orðum má ráða að auglýsingatakmarkanirnar eiga rót sína að rekja til siðareglna lækna sem stéttarfélag lækna hefur viljað innleiða í landslög.

Í siðareglum lækna segir svo um auglýsingar: „Læknir má auglýsa starfsemi sína að því marki, sem landslög leyfa” (17. gr.) og enn fremur: „Læknir má ekki leyfa notkun á nafni sínu, aðstöðu eða lærdómstitli í auglýsingum um lyf, sjúkravörur eða neinn þann varning, sem talinn er lækna eða koma í veg fyrir sjúkdóma eða sjúkdómseinkenni. Ummæli um lyf eða sjúkravörur í faglegu sambandi, greinum eða fyrirlestrum, teljast ekki til auglýsinga, enda sé þar ekki ágóðavon (20. gr.).” Þá er það tekið fram í 19. gr. að læknir megi ekki gefa í skyn yfirburði sína yfir aðra lækna í auglýsingum eða þvíumlíku. Í siðareglum tannlækna segir að tannlæknum sé einungis heimilt að auglýsa starfa sinn samkvæmt áðurnefndri 11. gr. laga nr. 38/1985 um tannlækningar.

Í siðareglum beggja stétta er rætt um að þeim beri að sýna öðrum úr sömu stétt drengskap og háttvísi. Trúlegt er að andstaða við auglýsingar sé að hluta sprottin af þessari tryggð við aðra innan stéttanna. Bæði er reynt að koma í veg fyrir að menn upphefji sjálfa sig á kostnað annarra og að menn komi óorði á stéttirnar í heild með óviðeigandi auglýsingaskrumi. Þá kann að vera að það sé viðtekin skoðun í okkar þjóðfélagi að læknisþjónusta þjóni göfugri markmiðum en viðskiptalegum. Ef til vill kann þetta viðhorf að breytast á næstu árum með tilkomu líftæknifyrirtækja sem ganga kaupum og sölum á hlutafjármarkaði.

Vissulega má draga í efa að rétt sé að flétta siðareglur tiltekinna stétta inn í landslög. Ljóst er að hér er um takmarkanir á tjáningarfrelsi borgaranna að ræða en það er verndað í 73. gr. stjórnarskrárinnar. Í 2. mgr. hennar segir meðal annars: „Hver maður á rétt á að láta í ljós hugsanir sínar, en ábyrgjast verður hann þær fyrir dómi.” Svo hefur yfirleitt verið litið á að þetta ákvæði nái til auglýsinga.

Í 3. mgr. 73. gr. stjórnarskrárinnar eru þau tilvik þar sem löggjafanum er heimilt að skerða tjáningarfrelsi talin með tæmandi hætti. Þar eru talin upp þrjú skilyrði fyrir skerðingu tjáningarfrelsis: Í fyrsta lagi þarf skerðingin að eiga stoð í almennum lögum, reglugerðir ráðherra duga ekki. Ljóst er að þessu skilyrði er fullnægt með ákvæðum læknalaga og laga um tannlækningar.

Í annan stað má aðeins setja tjáningarfrelsinu skorður í þágu allsherjarreglu eða öryggis ríkisins, til verndar heilsu eða siðgæði manna eða vegna réttinda eða mannorðs annarra. Telja verður að þessu skilyrði sé einnig fullnægt. Auglýsingatakmarkanirnar vernda heilsu manna því þær koma í veg fyrir að fólk láti blekkjast af hálfsannleik eða skrumi sem beitt er í nafni læknavísindanna en undir fölsku flaggi. Þá vernda takmarkanirnar réttindi og mannorð annarra, það er að segja annarra lækna og tannlækna. Þær koma í veg fyrir að menn upphefji sjálfa sig á kostnað annarra eða komi óorði á stéttirnar eins og áður var nefnt. Þá vernda takmarkanirnar siðgæði manna enda verður að telja að þær byggist á siðgæðishugmyndum um háleit markmið læknavísinda, það er að segja markmiðum um að lækna sjúka í stað þess að græða peninga. Ef til vill kunna þessar hugmyndir þó að breytast eins og áður sagði.

Í þriðja lagi verða skorður við tjáningarfrelsi að vera nauðsynlegar og samrýmast lýðræðishefðum. Hér er um meðalhófsreglu að ræða sem felur það í sér að ef unnt er að vernda tiltekna hagsmuni með vægari úrræðum en skorðum við tjáningarfrelsi ber að beita hinum vægari úrræðum. Hingað til hefur ekki verið talið að takmarkanir á auglýsingum lækna og tannlækna brjóti gegn þessari meðalhófsreglu. Í því sambandi ber að hafa í huga að almennt er talið að auglýsingar í ágóðaskyni njóti minni verndar en önnur tjáning. Kemur það til af því að tjáningarfrelsið er upphaflega hugsað sem hornsteinn lýðræðis og skoðanaskipta en ekki viðskipta.

...