Sólin Sólin Rís 08:46 • sest 17:37 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:37 • Síðdegis: 19:49 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:25 • Síðdegis: 13:51 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:46 • sest 17:37 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:37 • Síðdegis: 19:49 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:25 • Síðdegis: 13:51 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju freyðir gos meira í glösum sem eru sápuþvegin?

Emelía Eiríksdóttir

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:

Hví freyðir mikið í gosi í glösum sem eru sápuþvegin?

Sápuþvottur á glösum hefur yfirleitt ekki þau áhrif að gosdrykkir freyði meira í glösunum. Sápan hreinsar óhreinindi af yfirborði glasanna og það hefur í raun þau áhrif að færri tækifæri eru fyrir svonefndar koltvíoxíðbólur að myndast í glösunum en þegar örlítil óhreinindi eins rykkorn sitja eftir í glösunum.

Koltvíoxíðsameindir í drykkjum fara annað hvort stakar að yfirborðinu og losna út í andrúmsloftið eða safnast saman í loftbólur við ákveðin skilyrði. Þegar loftbólurnar eru orðnar nægilega stórar, rísa þær upp að yfirborðinu, springa og koltvíoxíðið losnar út í andrúmsloftið.

Þegar gosdrykk er hellt í glas eykst yfirborð drykkjarins verulega á stuttum tíma. Þá getur fjöldi koltvíoxíðsameinda sloppið hratt úr drykknum, annað hvort sem stakar sameindir við yfirborð vökvans eða sem loftbólur sem myndast á innanverðu glasinu og rísa upp og springa við yfirborð vökvans.

Vegna þess hversu margar koltvíoxíðsameindir rísa á skömmum tíma, ná þær að ryðja vökvanum við yfirborðið upp á við og þá myndast froða. Froðan er í raun bara efsta lag gosdrykkjarins yfirfullt af innlyksa koltvíoxíði. Loftbólurnar lifa þó ekki lengi og því hjaðnar froðan tiltölulega fljótt.

Forsenda þess að koltvíoxíðloftbólur myndist er ójafnt yfirborð, til dæmis vegna rykkorns eða rispu í glasi. Á þessum stöðum koma koltvíoxíðsameindirnar saman og mynda örloftbólur sem stækka hratt þegar fleiri koltvíoxíðsameindir bætast við.

Í glösum sem eru vel þvegin freyðir gosið yfirleitt minna en ef einhver óhreinindi eru eftir í glösunum. Þá eru færri tækifæri fyrir koltvíoxíðsameindir til að safnast saman í bólur.

Í glösum sem eru vel þvegin freyðir gosið yfirleitt minna en ef einhver óhreinindi eru eftir í glösunum. Þá eru færri tækifæri fyrir koltvíoxíðsameindir til að safnast saman í bólur.

Í glösum sem eru vel þvegin freyðir gosið þess vegna yfirleitt minna en ef einhver óhreinindi eru eftir í glösunum. Þá eru færri tækifæri fyrir koltvíoxíðsameindir til að safnast saman í bólur.

Hins vegar geta gosdrykkir freytt meira í glösum ef leifar af sápu sitja eftir í glösunum, það er ef glösin hafa ekki verið nægilega vel skoluð eftir sápuþvott. Þá verkar sápan sem heppilegur myndunarstaður fyrir koltvíoxíðbólunar.

Einnig geta gosdrykkir freytt meira í glösum ef þau eru óvarlega vöskuð upp og rispur ná að myndast á innanverðum glösunum. Það hefur hins vegar ekkert með sápuna að gera heldur aðeins uppþvottaburstann eða svampinn sem var notaður. Eins getur líka eitthvað í uppþvottavélinni skrapað glösin að innan og haft sömu áhrif.

Þetta er skýrt nánar í svari við spurningunni Af hverju myndast froða þegar kóki er hellt í glas? og bendum við lesendum á að lesa það.

Myndir:

Höfundur

Emelía Eiríksdóttir

efnafræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

24.10.2025

Spyrjandi

Ólafur Waage

Tilvísun

Emelía Eiríksdóttir. „Af hverju freyðir gos meira í glösum sem eru sápuþvegin?“ Vísindavefurinn, 24. október 2025, sótt 24. október 2025, https://visindavefur.is/svar.php?id=15170.

Emelía Eiríksdóttir. (2025, 24. október). Af hverju freyðir gos meira í glösum sem eru sápuþvegin? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=15170

Emelía Eiríksdóttir. „Af hverju freyðir gos meira í glösum sem eru sápuþvegin?“ Vísindavefurinn. 24. okt. 2025. Vefsíða. 24. okt. 2025. <https://visindavefur.is/svar.php?id=15170>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju freyðir gos meira í glösum sem eru sápuþvegin?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona:

Hví freyðir mikið í gosi í glösum sem eru sápuþvegin?

Sápuþvottur á glösum hefur yfirleitt ekki þau áhrif að gosdrykkir freyði meira í glösunum. Sápan hreinsar óhreinindi af yfirborði glasanna og það hefur í raun þau áhrif að færri tækifæri eru fyrir svonefndar koltvíoxíðbólur að myndast í glösunum en þegar örlítil óhreinindi eins rykkorn sitja eftir í glösunum.

Koltvíoxíðsameindir í drykkjum fara annað hvort stakar að yfirborðinu og losna út í andrúmsloftið eða safnast saman í loftbólur við ákveðin skilyrði. Þegar loftbólurnar eru orðnar nægilega stórar, rísa þær upp að yfirborðinu, springa og koltvíoxíðið losnar út í andrúmsloftið.

Þegar gosdrykk er hellt í glas eykst yfirborð drykkjarins verulega á stuttum tíma. Þá getur fjöldi koltvíoxíðsameinda sloppið hratt úr drykknum, annað hvort sem stakar sameindir við yfirborð vökvans eða sem loftbólur sem myndast á innanverðu glasinu og rísa upp og springa við yfirborð vökvans.

Vegna þess hversu margar koltvíoxíðsameindir rísa á skömmum tíma, ná þær að ryðja vökvanum við yfirborðið upp á við og þá myndast froða. Froðan er í raun bara efsta lag gosdrykkjarins yfirfullt af innlyksa koltvíoxíði. Loftbólurnar lifa þó ekki lengi og því hjaðnar froðan tiltölulega fljótt.

Forsenda þess að koltvíoxíðloftbólur myndist er ójafnt yfirborð, til dæmis vegna rykkorns eða rispu í glasi. Á þessum stöðum koma koltvíoxíðsameindirnar saman og mynda örloftbólur sem stækka hratt þegar fleiri koltvíoxíðsameindir bætast við.

Í glösum sem eru vel þvegin freyðir gosið yfirleitt minna en ef einhver óhreinindi eru eftir í glösunum. Þá eru færri tækifæri fyrir koltvíoxíðsameindir til að safnast saman í bólur.

Í glösum sem eru vel þvegin freyðir gosið yfirleitt minna en ef einhver óhreinindi eru eftir í glösunum. Þá eru færri tækifæri fyrir koltvíoxíðsameindir til að safnast saman í bólur.

Í glösum sem eru vel þvegin freyðir gosið þess vegna yfirleitt minna en ef einhver óhreinindi eru eftir í glösunum. Þá eru færri tækifæri fyrir koltvíoxíðsameindir til að safnast saman í bólur.

Hins vegar geta gosdrykkir freytt meira í glösum ef leifar af sápu sitja eftir í glösunum, það er ef glösin hafa ekki verið nægilega vel skoluð eftir sápuþvott. Þá verkar sápan sem heppilegur myndunarstaður fyrir koltvíoxíðbólunar.

Einnig geta gosdrykkir freytt meira í glösum ef þau eru óvarlega vöskuð upp og rispur ná að myndast á innanverðum glösunum. Það hefur hins vegar ekkert með sápuna að gera heldur aðeins uppþvottaburstann eða svampinn sem var notaður. Eins getur líka eitthvað í uppþvottavélinni skrapað glösin að innan og haft sömu áhrif.

Þetta er skýrt nánar í svari við spurningunni Af hverju myndast froða þegar kóki er hellt í glas? og bendum við lesendum á að lesa það.

Myndir:...