CO2 + H2O ⇌ H2CO3Þar sem CO2 er koltvíoxíð, H2O er vatn og H2CO3 er kolsýra. Koltvíoxíði er dælt í drykki undir miklum þrýstingi til að leysa mun meira koltvíoxíð upp í drykknum en hægt er undir venjulegum loftþrýstingi. Þetta verður til þess að þegar flaskan eða dósin með gossdrykknum er opnuð, fellur þrýstingurinn í ílátinu og verður jafn þrýstingnum fyrir utan. Efnahvarfið hér fyrir ofan gengur þá að hluta til baka og við það losnar koltvíoxíð úr drykknum. Stakar koltvíoxíðsameindir í drykkjum geta annað hvort farið að yfirborðinu og losnað út í andrúmsloftið eða safnast saman í loftbólur við ákveðin skilyrði. Þegar loftbólurnar eru orðnar nægilega stórar, rísa þær upp að yfirborðinu, springa og koltvíoxíðið losnar út í andrúmsloftið.

Froða sem myndast í skamma stund þegar kóki eða öðru gosi er hellt í glas er einfaldlega aragrúi koltvíoxíðsameinda sem rísa hratt upp og springa við yfirborð glassins.
- Yfirlitsmynd: Free Stock Photo of Soft drink served in a pint glass | Download Free Images and Free Illustrations. (Sótt 9.09.2025).
- PICRYL. (Sótt 9.09.2025).