Sólin Sólin Rís 07:17 • sest 19:21 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 11:22 • Sest 18:43 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:36 • Síðdegis: 19:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:29 • Síðdegis: 13:46 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:17 • sest 19:21 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 11:22 • Sest 18:43 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:36 • Síðdegis: 19:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:29 • Síðdegis: 13:46 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvers vegna freyða gosdrykkir meira í plastglösum heldur en glerglösum?

Emelía Eiríksdóttir

Einnig var spurt:

Af hverju freyða gosdrykkir meira í bollum en glerglösum?

Það sem við köllum kolsýru er einfaldlega lofttegundin koltvíoxíð (einnig nefnd koltvíildi) sem hefur bundist vatni samkvæmt eftirfarandi efnahvarfi:

CO2 + H2O ⇌ H2CO3

Þar sem CO2 er koltvíoxíð, H2O er vatn og H2CO3 er kolsýra.

Koltvíoxíði er bætt út í drykki til að gefa þeim frískandi áferð. Koltvíoxíðinu er dælt út í drykkina undir miklum þrýstingi til að leysa mun meira koltvíoxíð upp í drykknum en hægt er undir venjulegum loftþrýstingi.

Þetta verður til þess að þegar flaskan eða dósin með gossdrykknum er opnuð, fellur þrýstingurinn í ílátinu og verður jafn þrýstingnum fyrir utan. Efnahvarfið hér fyrir ofan gengur þá að hluta til baka og við það losnar koltvíoxíð úr drykknum.

Stakar koltvíoxíðsameindir í drykkjum geta annað hvort farið að yfirborðinu og losnað út í andrúmsloftið eða safnast saman í loftbólur við ákveðin skilyrði. Þegar loftbólurnar eru orðnar nægilega stórar, rísa þær upp að yfirborðinu, springa og koltvíoxíðið losnar út í andrúmsloftið.

Þessi frískandi og skemmtilega áferð á gosdrykkjum er einmitt koltvíoxíðloftbólur sem verða til í drykkjunum þegar efnahvarfið að ofan gengur til baka. Við skynjum loftbólurnar með tungunni og munninum þegar við drekkum drykkina.

Forsenda þess að koltvíoxíðloftbólur myndist er ójafnt yfirborð, til dæmis vegna rykkorns eða rispu í glasi. Á þessum stöðum koma koltvíoxíðsameindirnar saman og mynda örloftbólur sem stækka hratt þegar fleiri koltvíoxíðsameindir bætast við. Myndun örloftbóla kallast „nucleation“ á ensku og mætti þýða sem „kjarnamyndun“. Staðurinn þar sem örloftbólurnar myndast gæti þá kallast „kjarnamyndunarstaður“ (e. nucleation site).

Þegar yfirborð glerglasa, bolla og plastglasa er skoðað í smásjá sést að yfirborð glerglasanna er mun sléttara en hinna ílátanna. Með öðrum orðum, þá eru fleiri litlar holur eða rákir á yfirborði bolla og plastglasa sem henta vel sem kjarnamyndunarstaðir fyrir myndun koltvíoxíðloftbóla. Þetta er skýringin á því af hverju gosdrykkir freyða meira í bollum og plastglösum en í glerglösum.

Þegar gosdrykk er hellt í glas eykst yfirborð drykkjarins verulega á stuttum tíma. Það veldur því að fjöldi koltvíoxíðsameinda getur sloppið hratt úr drykknum, annað hvort sem stakar sameindir við yfirborð vökvans eða sem loftbólur sem myndast á innanverðu glasinu og rísa upp og springa við yfirborð vökvans.

Vegna þess hversu margar koltvíoxíðsameindir rísa á skömmum tíma, ná þær að ryðja vökvanum við yfirborðið upp á við og þá myndast froða. Froðan er í raun bara efsta lag gosdrykkjarins yfirfullt af innlyksa koltvíoxíði. Loftbólurnar lifa þó ekki lengi og því hjaðnar froðan tiltölulega fljótt.

Þegar yfirborð glerglasa, bolla og plastglasa er skoðað í smásjá sést að yfirborð glerglasanna er mun sléttara en hinna ílátanna. Með öðrum orðum, þá eru fleiri litlar holur eða rákir á yfirborði bolla og plastglasa sem henta vel sem kjarnamyndunarstaðir fyrir myndun koltvíoxíðloftbóla. Þetta er skýringin á því af hverju gosdrykkir freyða meira í bollum og plastglösum en í glerglösum.

Myndir:

Höfundur

Emelía Eiríksdóttir

efnafræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

23.9.2025

Spyrjandi

Sigurður Daðason, Svanur Kristjánsson

Tilvísun

Emelía Eiríksdóttir. „Hvers vegna freyða gosdrykkir meira í plastglösum heldur en glerglösum?“ Vísindavefurinn, 23. september 2025, sótt 24. september 2025, https://visindavefur.is/svar.php?id=48053.

Emelía Eiríksdóttir. (2025, 23. september). Hvers vegna freyða gosdrykkir meira í plastglösum heldur en glerglösum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=48053

Emelía Eiríksdóttir. „Hvers vegna freyða gosdrykkir meira í plastglösum heldur en glerglösum?“ Vísindavefurinn. 23. sep. 2025. Vefsíða. 24. sep. 2025. <https://visindavefur.is/svar.php?id=48053>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna freyða gosdrykkir meira í plastglösum heldur en glerglösum?
Einnig var spurt:

Af hverju freyða gosdrykkir meira í bollum en glerglösum?

Það sem við köllum kolsýru er einfaldlega lofttegundin koltvíoxíð (einnig nefnd koltvíildi) sem hefur bundist vatni samkvæmt eftirfarandi efnahvarfi:

CO2 + H2O ⇌ H2CO3

Þar sem CO2 er koltvíoxíð, H2O er vatn og H2CO3 er kolsýra.

Koltvíoxíði er bætt út í drykki til að gefa þeim frískandi áferð. Koltvíoxíðinu er dælt út í drykkina undir miklum þrýstingi til að leysa mun meira koltvíoxíð upp í drykknum en hægt er undir venjulegum loftþrýstingi.

Þetta verður til þess að þegar flaskan eða dósin með gossdrykknum er opnuð, fellur þrýstingurinn í ílátinu og verður jafn þrýstingnum fyrir utan. Efnahvarfið hér fyrir ofan gengur þá að hluta til baka og við það losnar koltvíoxíð úr drykknum.

Stakar koltvíoxíðsameindir í drykkjum geta annað hvort farið að yfirborðinu og losnað út í andrúmsloftið eða safnast saman í loftbólur við ákveðin skilyrði. Þegar loftbólurnar eru orðnar nægilega stórar, rísa þær upp að yfirborðinu, springa og koltvíoxíðið losnar út í andrúmsloftið.

Þessi frískandi og skemmtilega áferð á gosdrykkjum er einmitt koltvíoxíðloftbólur sem verða til í drykkjunum þegar efnahvarfið að ofan gengur til baka. Við skynjum loftbólurnar með tungunni og munninum þegar við drekkum drykkina.

Forsenda þess að koltvíoxíðloftbólur myndist er ójafnt yfirborð, til dæmis vegna rykkorns eða rispu í glasi. Á þessum stöðum koma koltvíoxíðsameindirnar saman og mynda örloftbólur sem stækka hratt þegar fleiri koltvíoxíðsameindir bætast við. Myndun örloftbóla kallast „nucleation“ á ensku og mætti þýða sem „kjarnamyndun“. Staðurinn þar sem örloftbólurnar myndast gæti þá kallast „kjarnamyndunarstaður“ (e. nucleation site).

Þegar yfirborð glerglasa, bolla og plastglasa er skoðað í smásjá sést að yfirborð glerglasanna er mun sléttara en hinna ílátanna. Með öðrum orðum, þá eru fleiri litlar holur eða rákir á yfirborði bolla og plastglasa sem henta vel sem kjarnamyndunarstaðir fyrir myndun koltvíoxíðloftbóla. Þetta er skýringin á því af hverju gosdrykkir freyða meira í bollum og plastglösum en í glerglösum.

Þegar gosdrykk er hellt í glas eykst yfirborð drykkjarins verulega á stuttum tíma. Það veldur því að fjöldi koltvíoxíðsameinda getur sloppið hratt úr drykknum, annað hvort sem stakar sameindir við yfirborð vökvans eða sem loftbólur sem myndast á innanverðu glasinu og rísa upp og springa við yfirborð vökvans.

Vegna þess hversu margar koltvíoxíðsameindir rísa á skömmum tíma, ná þær að ryðja vökvanum við yfirborðið upp á við og þá myndast froða. Froðan er í raun bara efsta lag gosdrykkjarins yfirfullt af innlyksa koltvíoxíði. Loftbólurnar lifa þó ekki lengi og því hjaðnar froðan tiltölulega fljótt.

Þegar yfirborð glerglasa, bolla og plastglasa er skoðað í smásjá sést að yfirborð glerglasanna er mun sléttara en hinna ílátanna. Með öðrum orðum, þá eru fleiri litlar holur eða rákir á yfirborði bolla og plastglasa sem henta vel sem kjarnamyndunarstaðir fyrir myndun koltvíoxíðloftbóla. Þetta er skýringin á því af hverju gosdrykkir freyða meira í bollum og plastglösum en í glerglösum.

Myndir:

...