Sólin Sólin Rís 09:19 • sest 17:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:08 • Síðdegis: 19:20 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:57 • Síðdegis: 13:22 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:19 • sest 17:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:08 • Síðdegis: 19:20 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:57 • Síðdegis: 13:22 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvers konar gas er í SodaStream-hylkjunum?

Emelía Eiríksdóttir

Gashylkin sem eru notuð í SodaStream-tækjunum eru fyllt með koltvíoxíði sem einnig er kallað koltvíildi eða koldíoxíð. Koltvíoxíð er gas við staðalaðstæður (eina loftþyngd og 25°C). Þegar koltvíoxíði er hleypt í gegnum vatn gengur það í samband við vatnið á eftirfarandi hátt: \[CO_{2}+H_{2}O\rightleftharpoons H_{2}CO_{3}\] þar sem CO2 er koltvíoxíð, H2O er vatn og H2CO3 er kolsýra. Tilgangurinn með SodaStream-tækjunum er því að kolsýra vatn en kolsýran gefur vatnsdrykkjum frískandi áferð að mati margra. Með því að bæta kolsýru út í vatn lækkar sýrustig (pH) vatns úr hlutlausu (um pH=7) í 3-4 og er því orðið súrt.

Gashylki sem notuð eru með SodaStream-tækjum innihalda koltvíoxíð sem einnig nefnist koltvíildi.

Til þess að geta „skotið“ koltvíoxíðinu út úr gashylkjunum er það geymt undir miklum þrýstingi, um 60 loftþyngdum. Fyrir utan hylkið er mun minni þrýstingur (um ein loftþyngd) og þenst gasið því út þegar það kemur úr hylkinu. Til að þola þennan mikla þrýsting eru gashylkin gerð úr léttum álblöndum eða stáli.

Ráðlagt er að halda gashylkjunum frá hita, svo sem ofnum, eldavélum eða opnum eldi til að forðast það að ventillinn á gashylkinu skjótist af. Aukinn hiti eykur nefnilega hraða koltvíoxíðssameindanna inni í hylkinu sem leiðir til hærri þrýstings. Gashylkin eiga þó að vera útbúin öryggisventli sem hleypir koltvíoxíðinu úr hylkjunum á öruggan hátt ef þrýstingurinn í þeim eykst.

Ekki er ráðlagt að setja aðra drykki en hreint vatn í SodaStream-tæki. Aðrir drykkir freyða yfirleitt óvenjumikið þegar flaskan er skrúfuð úr tækinu. Einnig er mögulegt að rörið sem leiðir kolsýruna í drykkinn stíflist við mikla notkun á „óhreinum“ drykkjum. Ef ætlunin er að bæta bragðefnum út í vatnið, skal það gert eftir að það hefur verið kolsýrt.

Heimildir:

Myndir:

Höfundur

Emelía Eiríksdóttir

efnafræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

16.11.2011

Spyrjandi

Sigrún Haraldsdóttir

Tilvísun

Emelía Eiríksdóttir. „Hvers konar gas er í SodaStream-hylkjunum?“ Vísindavefurinn, 16. nóvember 2011, sótt 3. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=60278.

Emelía Eiríksdóttir. (2011, 16. nóvember). Hvers konar gas er í SodaStream-hylkjunum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=60278

Emelía Eiríksdóttir. „Hvers konar gas er í SodaStream-hylkjunum?“ Vísindavefurinn. 16. nóv. 2011. Vefsíða. 3. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=60278>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvers konar gas er í SodaStream-hylkjunum?
Gashylkin sem eru notuð í SodaStream-tækjunum eru fyllt með koltvíoxíði sem einnig er kallað koltvíildi eða koldíoxíð. Koltvíoxíð er gas við staðalaðstæður (eina loftþyngd og 25°C). Þegar koltvíoxíði er hleypt í gegnum vatn gengur það í samband við vatnið á eftirfarandi hátt: \[CO_{2}+H_{2}O\rightleftharpoons H_{2}CO_{3}\] þar sem CO2 er koltvíoxíð, H2O er vatn og H2CO3 er kolsýra. Tilgangurinn með SodaStream-tækjunum er því að kolsýra vatn en kolsýran gefur vatnsdrykkjum frískandi áferð að mati margra. Með því að bæta kolsýru út í vatn lækkar sýrustig (pH) vatns úr hlutlausu (um pH=7) í 3-4 og er því orðið súrt.

Gashylki sem notuð eru með SodaStream-tækjum innihalda koltvíoxíð sem einnig nefnist koltvíildi.

Til þess að geta „skotið“ koltvíoxíðinu út úr gashylkjunum er það geymt undir miklum þrýstingi, um 60 loftþyngdum. Fyrir utan hylkið er mun minni þrýstingur (um ein loftþyngd) og þenst gasið því út þegar það kemur úr hylkinu. Til að þola þennan mikla þrýsting eru gashylkin gerð úr léttum álblöndum eða stáli.

Ráðlagt er að halda gashylkjunum frá hita, svo sem ofnum, eldavélum eða opnum eldi til að forðast það að ventillinn á gashylkinu skjótist af. Aukinn hiti eykur nefnilega hraða koltvíoxíðssameindanna inni í hylkinu sem leiðir til hærri þrýstings. Gashylkin eiga þó að vera útbúin öryggisventli sem hleypir koltvíoxíðinu úr hylkjunum á öruggan hátt ef þrýstingurinn í þeim eykst.

Ekki er ráðlagt að setja aðra drykki en hreint vatn í SodaStream-tæki. Aðrir drykkir freyða yfirleitt óvenjumikið þegar flaskan er skrúfuð úr tækinu. Einnig er mögulegt að rörið sem leiðir kolsýruna í drykkinn stíflist við mikla notkun á „óhreinum“ drykkjum. Ef ætlunin er að bæta bragðefnum út í vatnið, skal það gert eftir að það hefur verið kolsýrt.

Heimildir:

Myndir:...