Sólin Sólin Rís 03:43 • sest 23:08 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:44 • Síðdegis: 19:04 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:47 • Síðdegis: 12:50 í Reykjavík

Af hverju var númerið 112 valið sem neyðarnúmer?

Jón Gunnar Þorsteinsson og Þórhildur Hagalín

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona:
Er einhver sérstök ástæða fyrir því að talnarunan einn-einn-tveir (1-1-2) er valin sem neyðarnúmer? Hvers vegna ekki 1-2-3 eða 1-1-1?

Fyrst var mælt með númerinu 112 sem samræmdu neyðarnúmeri af Samtökum póst- og fjarskiptastjórna í Evrópu árið 1972. Númerið var síðan gert að samevrópsku neyðarnúmeri í aðildarlöndum Evrópusambandsins með ákvörðun ráðs sambandsins árið 1991. EES-samningurinn, sem samið var um um svipað leyti, fól í sér skuldbindingu fyrir Ísland og önnur EFTA/EES-ríki til að taka 112 upp sem neyðarnúmer til samræmis við aðildarríki ESB (2. liður 10. gr. bókunar 31). Á Íslandi var það gert með lögum um samræmda neyðarsímsvörun árið 1995.

Á símum með snúningsskífu var fljótlegra að hringja í símanúmer með lágum tölum heldur en háum.

Það eru nokkrar ástæður fyrir því að númerið 112 var valið sem neyðarnúmer.

Í fyrsta lagi er lengd símanúmersins aðeins þrjár tölur, ekki er hentugt að hafa neyðarnúmer of langt eða of flókið.

Í öðru lagi er æskilegt að tölurnar þrjár séu ekki allar þær sömu. Meiri hætta er á því að óvart séu valdar þrjár eins tölur heldur en þrjár tölur þar sem ein er öðruvísi, til dæmis ef ung börn komast í síma. Tölurnar 1-1-2 eru þess vegna hentugri en til dæmis 1-1-1.

Í þriðja lagi var númerið valið með hliðsjón af símum með snúningsskífu. Á þannig símum þurfti að snúa skífunni styttra til að velja lág númer, heldur en há númer. Mun fljótlegra var að hringja í númerið 112 heldur en til dæmis 999 á þess háttar símum.

Þetta eru helstu ástæðurnar fyrir því að neyðarnúmerið 112 er algengt víða um heim, en samkvæmt Wikipediu er það notað í 81 landi.

Heimildir:

Mynd:

Höfundar

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Þórhildur Hagalín

Evrópufræðingur og fyrrverandi ritstjóri Evrópuvefsins

Útgáfudagur

27.11.2014

Spyrjandi

Hannes Jón Marteinsson

Tilvísun

Jón Gunnar Þorsteinsson og Þórhildur Hagalín. „Af hverju var númerið 112 valið sem neyðarnúmer?“ Vísindavefurinn, 27. nóvember 2014. Sótt 24. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=15237.

Jón Gunnar Þorsteinsson og Þórhildur Hagalín. (2014, 27. nóvember). Af hverju var númerið 112 valið sem neyðarnúmer? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=15237

Jón Gunnar Þorsteinsson og Þórhildur Hagalín. „Af hverju var númerið 112 valið sem neyðarnúmer?“ Vísindavefurinn. 27. nóv. 2014. Vefsíða. 24. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=15237>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju var númerið 112 valið sem neyðarnúmer?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona:

Er einhver sérstök ástæða fyrir því að talnarunan einn-einn-tveir (1-1-2) er valin sem neyðarnúmer? Hvers vegna ekki 1-2-3 eða 1-1-1?

Fyrst var mælt með númerinu 112 sem samræmdu neyðarnúmeri af Samtökum póst- og fjarskiptastjórna í Evrópu árið 1972. Númerið var síðan gert að samevrópsku neyðarnúmeri í aðildarlöndum Evrópusambandsins með ákvörðun ráðs sambandsins árið 1991. EES-samningurinn, sem samið var um um svipað leyti, fól í sér skuldbindingu fyrir Ísland og önnur EFTA/EES-ríki til að taka 112 upp sem neyðarnúmer til samræmis við aðildarríki ESB (2. liður 10. gr. bókunar 31). Á Íslandi var það gert með lögum um samræmda neyðarsímsvörun árið 1995.

Á símum með snúningsskífu var fljótlegra að hringja í símanúmer með lágum tölum heldur en háum.

Það eru nokkrar ástæður fyrir því að númerið 112 var valið sem neyðarnúmer.

Í fyrsta lagi er lengd símanúmersins aðeins þrjár tölur, ekki er hentugt að hafa neyðarnúmer of langt eða of flókið.

Í öðru lagi er æskilegt að tölurnar þrjár séu ekki allar þær sömu. Meiri hætta er á því að óvart séu valdar þrjár eins tölur heldur en þrjár tölur þar sem ein er öðruvísi, til dæmis ef ung börn komast í síma. Tölurnar 1-1-2 eru þess vegna hentugri en til dæmis 1-1-1.

Í þriðja lagi var númerið valið með hliðsjón af símum með snúningsskífu. Á þannig símum þurfti að snúa skífunni styttra til að velja lág númer, heldur en há númer. Mun fljótlegra var að hringja í númerið 112 heldur en til dæmis 999 á þess háttar símum.

Þetta eru helstu ástæðurnar fyrir því að neyðarnúmerið 112 er algengt víða um heim, en samkvæmt Wikipediu er það notað í 81 landi.

Heimildir:

Mynd:

...