Sólin Sólin Rís 04:20 • sest 22:46 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:56 • Sest 14:35 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:51 • Síðdegis: 23:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:39 • Síðdegis: 16:58 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 04:20 • sest 22:46 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:56 • Sest 14:35 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:51 • Síðdegis: 23:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:39 • Síðdegis: 16:58 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er eldveggur eða netvörn og hvernig gagnast hann? Hverjir eru kostir hans og gallar?

Snorri Agnarsson

Eldveggur eða netvörn (e. firewall) er búnaður sem gerir hvort tveggja að tengja innri net við Alnetið (Lýðnetið; Internetið) og takmarka samskipti milli innra netsins (enska: intranet) og Alnetsins. Eldveggurinn er á innra netinu og hefur bein samskipti bæði við tölvur á innra netinu og við tölvur á Alnetinu, utan innra netsins. Aðrar tölvur á innra netinu geta einungis haft samskipti við tölvur utan innra netsins gegnum eldvegg.



Skýringarmynd af eldvegg, smellið á myndina til að sjá hana stóra

Eldveggir eru af ýmsum gerðum og takmarka mismikið samskipti milli innra nets og Alnetsins. Hér verður að velja leið til að samrýma tvö markmið sem stangast á, annars vegar að tryggja öryggi innra netsins og hins vegar að leyfa þann aðgang sem æskilegur er. Góður eldveggur tryggir öryggi innra netsins og leyfir jafnframt nauðsynlegan aðgang að Alnetinu innan frá og að innra netinu frá Alnetinu. En yfirleitt eru netsamskipti í gegnum eldveggi óþægilegri en almenn IP-samskipti (IP: Internet Protocol, samskiptastaðall Alnetsins) og krefjast stundum flókinna uppsetninga á tölvum almennra notenda.

Algengar samskiptaaðferðir gegnum eldveggi eru annars vegar HTTP-samskipti, sem oft eru meðhöndluð sérstaklega í eldveggjum, og hins vegar sérstök aðferð, sem kölluð er SOCKS, sem leyfir biðlurum (clients) á innra neti að hafa almenn samskipti við þjóna eða miðlara (servers) á Alnetinu.

Frekara lesefni af Vísindavefnum:

Mynd: Eldveggur - 21.07.10

Höfundur

Snorri Agnarsson

prófessor í tölvunarfræði við HÍ

Útgáfudagur

15.5.2001

Spyrjandi

Pétur Geir Kristjánsson

Tilvísun

Snorri Agnarsson. „Hvað er eldveggur eða netvörn og hvernig gagnast hann? Hverjir eru kostir hans og gallar?“ Vísindavefurinn, 15. maí 2001, sótt 27. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1602.

Snorri Agnarsson. (2001, 15. maí). Hvað er eldveggur eða netvörn og hvernig gagnast hann? Hverjir eru kostir hans og gallar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1602

Snorri Agnarsson. „Hvað er eldveggur eða netvörn og hvernig gagnast hann? Hverjir eru kostir hans og gallar?“ Vísindavefurinn. 15. maí. 2001. Vefsíða. 27. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1602>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er eldveggur eða netvörn og hvernig gagnast hann? Hverjir eru kostir hans og gallar?
Eldveggur eða netvörn (e. firewall) er búnaður sem gerir hvort tveggja að tengja innri net við Alnetið (Lýðnetið; Internetið) og takmarka samskipti milli innra netsins (enska: intranet) og Alnetsins. Eldveggurinn er á innra netinu og hefur bein samskipti bæði við tölvur á innra netinu og við tölvur á Alnetinu, utan innra netsins. Aðrar tölvur á innra netinu geta einungis haft samskipti við tölvur utan innra netsins gegnum eldvegg.



Skýringarmynd af eldvegg, smellið á myndina til að sjá hana stóra

Eldveggir eru af ýmsum gerðum og takmarka mismikið samskipti milli innra nets og Alnetsins. Hér verður að velja leið til að samrýma tvö markmið sem stangast á, annars vegar að tryggja öryggi innra netsins og hins vegar að leyfa þann aðgang sem æskilegur er. Góður eldveggur tryggir öryggi innra netsins og leyfir jafnframt nauðsynlegan aðgang að Alnetinu innan frá og að innra netinu frá Alnetinu. En yfirleitt eru netsamskipti í gegnum eldveggi óþægilegri en almenn IP-samskipti (IP: Internet Protocol, samskiptastaðall Alnetsins) og krefjast stundum flókinna uppsetninga á tölvum almennra notenda.

Algengar samskiptaaðferðir gegnum eldveggi eru annars vegar HTTP-samskipti, sem oft eru meðhöndluð sérstaklega í eldveggjum, og hins vegar sérstök aðferð, sem kölluð er SOCKS, sem leyfir biðlurum (clients) á innra neti að hafa almenn samskipti við þjóna eða miðlara (servers) á Alnetinu.

Frekara lesefni af Vísindavefnum:

Mynd: Eldveggur - 21.07.10...