Sólin Sólin Rís 10:59 • sest 15:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:50 • Sest 21:32 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:33 • Síðdegis: 22:04 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:10 • Síðdegis: 16:02 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:59 • sest 15:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:50 • Sest 21:32 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:33 • Síðdegis: 22:04 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:10 • Síðdegis: 16:02 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er átt við með intraneti? Hver er munurinn á því og innra neti?

Snorri Agnarsson

Internetið er oft kallað Alnetið á íslensku. Alnetið er samtenging margra neta um allan heim. Sú samtenging er byggð á IP-nettækninni, þar sem IP stendur fyrir Internet Protocol, samskiptastaðal Alnetsins. IP-nettæknin er óháð vélbúnaði; menn hafa jafnvel útfært IP-net með bréfdúfum!

IP-nettæknin er nú orðin ekki aðeins ráðandi tækni í samtengingum neta heldur einnig í innri netum, jafnvel þeim sem ekki eru tengd við Alnetið. Slík innri net, sem byggjast á IP-samskiptum, eru oft kölluð intranet, hvort sem þau eru tengd við Internetið eða ekki. Innra net er oft notað í íslensku sem þýðing á enska orðinu intranet. Ef slík innri net eru tengd við Alnetið er oftast eldveggur milli innra netsins og Alnetsins, samanber svar sama höfundar um eldvegg hér á Vísindavefnum.



Skýringarmynd af intraneti

Annað enskt orð skyldrar merkingar er extranet, en það er notað til að tákna þann hluta Alnetsins, sem þjónað er með einhverju hugbúnaðarkerfi. Oftast er þá um að ræða þjónustu, sem boðin er á einhverju innra neti og einnig völdum aðilum á Alnetinu, jafnvel þótt þeir séu utan innra netsins. Þeir aðilar eru þá ef til vill viðskiptavinir eða starfsmenn viðkomandi fyrirtækis. Einnig eru nokkur innri net stundum tengd saman með dulrituðum samskiptum yfir Alnetið. Það er þá nokkuð á reiki hvort menn kalla slík net í heild intranet eða extranet.

Viðbót ritstjórnar: Orðanefnd Skýrslutæknifélagsins hefur lagt til að Internetið sé kallað Lýðnetið, samanber Orðabanka Íslenskrar málstöðvar.

Frekara lesefni af Vísindavefnum

Mynd: Skýringarmynd af intraneti - Sótt 21.07.10

Höfundur

Snorri Agnarsson

prófessor í tölvunarfræði við HÍ

Útgáfudagur

15.5.2001

Spyrjandi

Jóhanna Baldursdóttir

Tilvísun

Snorri Agnarsson. „Hvað er átt við með intraneti? Hver er munurinn á því og innra neti?“ Vísindavefurinn, 15. maí 2001, sótt 6. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1604.

Snorri Agnarsson. (2001, 15. maí). Hvað er átt við með intraneti? Hver er munurinn á því og innra neti? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1604

Snorri Agnarsson. „Hvað er átt við með intraneti? Hver er munurinn á því og innra neti?“ Vísindavefurinn. 15. maí. 2001. Vefsíða. 6. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1604>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er átt við með intraneti? Hver er munurinn á því og innra neti?
Internetið er oft kallað Alnetið á íslensku. Alnetið er samtenging margra neta um allan heim. Sú samtenging er byggð á IP-nettækninni, þar sem IP stendur fyrir Internet Protocol, samskiptastaðal Alnetsins. IP-nettæknin er óháð vélbúnaði; menn hafa jafnvel útfært IP-net með bréfdúfum!

IP-nettæknin er nú orðin ekki aðeins ráðandi tækni í samtengingum neta heldur einnig í innri netum, jafnvel þeim sem ekki eru tengd við Alnetið. Slík innri net, sem byggjast á IP-samskiptum, eru oft kölluð intranet, hvort sem þau eru tengd við Internetið eða ekki. Innra net er oft notað í íslensku sem þýðing á enska orðinu intranet. Ef slík innri net eru tengd við Alnetið er oftast eldveggur milli innra netsins og Alnetsins, samanber svar sama höfundar um eldvegg hér á Vísindavefnum.



Skýringarmynd af intraneti

Annað enskt orð skyldrar merkingar er extranet, en það er notað til að tákna þann hluta Alnetsins, sem þjónað er með einhverju hugbúnaðarkerfi. Oftast er þá um að ræða þjónustu, sem boðin er á einhverju innra neti og einnig völdum aðilum á Alnetinu, jafnvel þótt þeir séu utan innra netsins. Þeir aðilar eru þá ef til vill viðskiptavinir eða starfsmenn viðkomandi fyrirtækis. Einnig eru nokkur innri net stundum tengd saman með dulrituðum samskiptum yfir Alnetið. Það er þá nokkuð á reiki hvort menn kalla slík net í heild intranet eða extranet.

Viðbót ritstjórnar: Orðanefnd Skýrslutæknifélagsins hefur lagt til að Internetið sé kallað Lýðnetið, samanber Orðabanka Íslenskrar málstöðvar.

Frekara lesefni af Vísindavefnum

Mynd: Skýringarmynd af intraneti - Sótt 21.07.10...