Veraldarvefurinn er ákveðið kerfi til upplýsingamiðlunar sem notað er á Internetinu. Hann átti upptök sín hjá evrópsku öreindarannsóknastöðinni CERN við Genéve í Sviss. Internetið er tölvunet sem nær yfir heiminn og er samsett af mörgum smærri tölvunetum. Yfir þetta net getum við sent tölvupóst og flutt ýmiss konar gögn en veraldarvefurinn er það kerfi sem við notumst við þegar við vöfrum um á netinu og skoðum vefsíður. Internetið, eða einhver vísir að því, hefur verið til í um 30 ár en notkun þess varð ekki almenn fyrr en síðan um 1990 eða svo. Tilkoma veraldarvefsins skömmu eftir 1990 hefur átt stóran þátt í aukinni notkun þess þar sem hann hefur gert upplýsingamiðlun mun aðgengilegri en áður.
Frekara lesefni af Vísindavefnum:- Hvers vegna er http:// á undan öllum vefslóðum? eftir HMH
- Hvenær tengdist Ísland við Internetið? eftir Maríus Ólafsson
- Hver er mest sótta heimasíðan á veraldarvefnum? eftir Heiðu Maríu Sigurðardóttur
- Hvað getur Internetið unnið hratt á sekúndu? eftir Einar Örn Þorvaldsson
- Talsverður ruglingur virðist vera í orðabókum varðandi web site og web page. Hvort er hvað? eftir Guðrúnu Kvaran