Sólin Sólin Rís 05:22 • sest 21:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:11 • Sest 05:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:38 • Síðdegis: 18:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:39 • Síðdegis: 12:46 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Talsverður ruglingur virðist vera í orðabókum varðandi web site og web page. Hvort er hvað?

Guðrún Kvaran

Í Orðabanka Íslenskrar málstöðvar, sem er í umsjón málræktarsviðs Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, er íslenska orðið yfir web site ‛vefsetur’ en yfir web page ‛vefsíða’. Heimildirnar eru fengnar úr fleiri en einu orðasafni. Ef litið er í Tölvuorðasafn, sem gefið var út 2005, þá stendur við vefsetur „web site“ en við vefsíða „web page“. Bæði orðin eru á bls. 401. Orðanefnd Skýrslutæknifélags Íslands tók ritið saman og er mælt með notkun þess.

Vefsetur eða vefsíða?

Viðbót ritstjórnar: Samkvæmt máltilfinningu okkar á Vísindavefnum er frummerking orðsins web page eða vefsíða efni sem birtist lesanda sem síða á skjánum og hefur verið lagt út á Veraldarvefinn. Þessi merking hefur síðan víkkað þannig að orðin geta tekið yfir efni sem birtist á mörgum tengdum síðum. Þegar fólk segist „vera með vefsíðu“ er oft átt við slíkar tengdar síður. Fyrst í stað var oft haft um þetta orðið home page eða heimasíða.

Vefsetur teljum við hins vegar öðru fremur merkja eins konar stöð á vefnum sem birtir oft margar vefsíður. Þannig er okkur tamt að tala um Vísindavefinn sem vefsetur.

Mörkin milli þessara orða eða hugtaka eru þó ekki algerlega skýr og má vel vera að aðrir málnotendur skynji þetta öðruvísi en við gerum. Ef svo er væri gaman að heyra af því.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimild og mynd:
  • Tölvuorðasafn. Íslenskt-enskt, enskt-íslenskt. 4. útgáfa, aukin og endurbætt. Orðanefnd Skýrslutæknifélags Íslands tók ritið saman. Ritstjóri: Stefán Briem. Hið íslenska bókmenntafélag í samvinnu við Skýrslutæknifélag Íslands: Reykjavík 2005.
  • en.wikipedia.org - Google. Sótt 9.5.2011.

Upprunalega spurningin hljóðaði svo:
Talsverður ruglingur virðist vera í orðabókum varðandi (web)site og web page. Er (web)site = vefslóð, netslóð? (URL?) og web page = vefsíða?

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

30.5.2011

Spyrjandi

Helgi Haraldsson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Talsverður ruglingur virðist vera í orðabókum varðandi web site og web page. Hvort er hvað?“ Vísindavefurinn, 30. maí 2011. Sótt 24. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=59095.

Guðrún Kvaran. (2011, 30. maí). Talsverður ruglingur virðist vera í orðabókum varðandi web site og web page. Hvort er hvað? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=59095

Guðrún Kvaran. „Talsverður ruglingur virðist vera í orðabókum varðandi web site og web page. Hvort er hvað?“ Vísindavefurinn. 30. maí. 2011. Vefsíða. 24. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=59095>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Talsverður ruglingur virðist vera í orðabókum varðandi web site og web page. Hvort er hvað?
Í Orðabanka Íslenskrar málstöðvar, sem er í umsjón málræktarsviðs Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, er íslenska orðið yfir web site ‛vefsetur’ en yfir web page ‛vefsíða’. Heimildirnar eru fengnar úr fleiri en einu orðasafni. Ef litið er í Tölvuorðasafn, sem gefið var út 2005, þá stendur við vefsetur „web site“ en við vefsíða „web page“. Bæði orðin eru á bls. 401. Orðanefnd Skýrslutæknifélags Íslands tók ritið saman og er mælt með notkun þess.

Vefsetur eða vefsíða?

Viðbót ritstjórnar: Samkvæmt máltilfinningu okkar á Vísindavefnum er frummerking orðsins web page eða vefsíða efni sem birtist lesanda sem síða á skjánum og hefur verið lagt út á Veraldarvefinn. Þessi merking hefur síðan víkkað þannig að orðin geta tekið yfir efni sem birtist á mörgum tengdum síðum. Þegar fólk segist „vera með vefsíðu“ er oft átt við slíkar tengdar síður. Fyrst í stað var oft haft um þetta orðið home page eða heimasíða.

Vefsetur teljum við hins vegar öðru fremur merkja eins konar stöð á vefnum sem birtir oft margar vefsíður. Þannig er okkur tamt að tala um Vísindavefinn sem vefsetur.

Mörkin milli þessara orða eða hugtaka eru þó ekki algerlega skýr og má vel vera að aðrir málnotendur skynji þetta öðruvísi en við gerum. Ef svo er væri gaman að heyra af því.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimild og mynd:
  • Tölvuorðasafn. Íslenskt-enskt, enskt-íslenskt. 4. útgáfa, aukin og endurbætt. Orðanefnd Skýrslutæknifélags Íslands tók ritið saman. Ritstjóri: Stefán Briem. Hið íslenska bókmenntafélag í samvinnu við Skýrslutæknifélag Íslands: Reykjavík 2005.
  • en.wikipedia.org - Google. Sótt 9.5.2011.

Upprunalega spurningin hljóðaði svo:
Talsverður ruglingur virðist vera í orðabókum varðandi (web)site og web page. Er (web)site = vefslóð, netslóð? (URL?) og web page = vefsíða?...