Sólin Sólin Rís 10:59 • sest 15:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:50 • Sest 21:32 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:33 • Síðdegis: 22:04 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:10 • Síðdegis: 16:02 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:59 • sest 15:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:50 • Sest 21:32 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:33 • Síðdegis: 22:04 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:10 • Síðdegis: 16:02 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver var fyrsta heimasíðan og hvar er hægt að finna hana?

Haukur Hannesson

Internetið var fundið upp árið 1969 af varnarmálaráðuneytinu í Bandaríkjunum. Fyrsta heimasíðan leit hins vegar dagsins ljós árið 1991. Það var tölvunarfræðingurinn Tim Berners-Lee sem bjó til fyrstu vefsíðuna í Evrópsku rannsóknarstöðinni í öreindafræði, CERN í Sviss. Hann var þá yfirmaður verkefnisins ENQUIRE. Slóðin inn á fyrstu heimasíðuna var: http://info.cern.ch/hypertext/WWW/TheProject.html.

Í dag hefur síðan verið uppfærð og þar er saga heimasíðunnar rakin. Á síðunni voru upplýsingar um hvernig átti að nota vefinn, hvernig mætti leita upplýsinga á vefnum og hvernig hægt væri að búa til sína eigin heimasíðu.

Hægt er að sjá hvernig síðan leit út upprunalega á slóðinni W3.org. Eins og sést hafa vefsíður tekið miklum breytingum frá fyrstu síðunni. Ef ekki hefði verið fyrir CERN og Veraldarvefinn þá væri heimurinn töluvert frábrugðinn því sem hann er nú.



Fyrsti vefþjónn heims.

Gaman er að bera saman vefsíðu Tim Berners-Lee og mest sóttu vefsíður heims í dag. Það eru vefsíður eins og leitarvélin Google, samskiptasíðan Facebook og myndbandasíðan Youtube. Hægt er að skoða lista yfir vinsælustu vefsíður heims á vefnum Alexa.com.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir og mynd:

Höfundur

fyrrverandi starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

3.6.2010

Spyrjandi

Daníel Frímannsson

Tilvísun

Haukur Hannesson. „Hver var fyrsta heimasíðan og hvar er hægt að finna hana?“ Vísindavefurinn, 3. júní 2010, sótt 6. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=13704.

Haukur Hannesson. (2010, 3. júní). Hver var fyrsta heimasíðan og hvar er hægt að finna hana? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=13704

Haukur Hannesson. „Hver var fyrsta heimasíðan og hvar er hægt að finna hana?“ Vísindavefurinn. 3. jún. 2010. Vefsíða. 6. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=13704>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver var fyrsta heimasíðan og hvar er hægt að finna hana?
Internetið var fundið upp árið 1969 af varnarmálaráðuneytinu í Bandaríkjunum. Fyrsta heimasíðan leit hins vegar dagsins ljós árið 1991. Það var tölvunarfræðingurinn Tim Berners-Lee sem bjó til fyrstu vefsíðuna í Evrópsku rannsóknarstöðinni í öreindafræði, CERN í Sviss. Hann var þá yfirmaður verkefnisins ENQUIRE. Slóðin inn á fyrstu heimasíðuna var: http://info.cern.ch/hypertext/WWW/TheProject.html.

Í dag hefur síðan verið uppfærð og þar er saga heimasíðunnar rakin. Á síðunni voru upplýsingar um hvernig átti að nota vefinn, hvernig mætti leita upplýsinga á vefnum og hvernig hægt væri að búa til sína eigin heimasíðu.

Hægt er að sjá hvernig síðan leit út upprunalega á slóðinni W3.org. Eins og sést hafa vefsíður tekið miklum breytingum frá fyrstu síðunni. Ef ekki hefði verið fyrir CERN og Veraldarvefinn þá væri heimurinn töluvert frábrugðinn því sem hann er nú.



Fyrsti vefþjónn heims.

Gaman er að bera saman vefsíðu Tim Berners-Lee og mest sóttu vefsíður heims í dag. Það eru vefsíður eins og leitarvélin Google, samskiptasíðan Facebook og myndbandasíðan Youtube. Hægt er að skoða lista yfir vinsælustu vefsíður heims á vefnum Alexa.com.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir og mynd: