Sólin Sólin Rís 11:13 • sest 15:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:20 • Sest 09:25 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:21 • Síðdegis: 16:45 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:42 • Síðdegis: 22:57 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:13 • sest 15:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:20 • Sest 09:25 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:21 • Síðdegis: 16:45 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:42 • Síðdegis: 22:57 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvenær tengdist Ísland við Internetið?

Maríus Ólafsson

Ísland tengdist hinu eiginlega Interneti þann 21. júlí árið 1989. Þann dag urðu fyrstu IP-samskiptin yfir tengingu ISnet frá Tæknigarði Háskóla Íslands til tengistöðvar NORDUnet í Danmörku.

Internetvæðing landsins hófst þó nokkrum árum fyrr. Árið 1986 tengdist Hafrannsóknastofnunin EUnet, en það var eitt þeirra neta sem Internetið þróaðist af. Þetta sama ár tengdust bæði Háskóli Íslands og Orkustofnun Hafrannsóknarstofnuninni, og við það varð til fyrsti vísirinn að netinu hér innanlands. Með þessum tengingum fékkst tölvupóstsamband um Internetið og aðgangur að Usenet, umræðu- og fréttaneti sem gegndi svipuðu hlutverki og bloggsíður gera nú.

Árið 1987 voru SURIS (Samtök um upplýsinganet rannsóknaraðila á Íslandi) stofnuð og innanlandsnetið fékk formlega nafnið ISnet. Tíu sjálfstæðir aðilar voru tengdir netinu á þessum tíma, aðallega rannsókna- og ríkisstofnanir, og voru flestir í upphringisambandi með flutningsgetuna 300-2400 bita á sekúndu. Á þessu ári fékk SURIS einnig yfirráð yfir þjóðarléninu .IS frá IANA (Internet Assigned Numbers Authority), og á ISnet var tekið upp netfangakerfi Internetsins (notandi@lén) í stað leiðartengdra netfanga. Fyrstu lénunum var úthlutað en þau voru 'hi.is', 'hafro.is' og 'os.is'.


Tæknigarður Háskóla Íslands, en þaðan tengdist Ísland hinu eiginlega Interneti í fyrsta sinn árið 1989.

Fyrstu IP-tölunum var úthlutað til SURIS snemma árs 1988 og fljótlega var meginhluti ISnet keyrt á IP-samskiptum. Fyrsta IP-sambandinu var komið á milli Hafrannsóknastofnunarinnar og Reiknistofnunar Háskóla Íslands, en þessar stofnanir tóku upp IP-samskipti á innri netum sínum árið 1988. Þetta sama ár var norræna háskóla- og rannsóknanetið NORDUnet stofnað og var SURIS aðili að því frá upphafi.

Þegar hinni eiginlegu Internettenginu var komið á 1989 voru um 20 aðilar tengdir ISnet. Margir þeirra voru í föstu sambandi þar sem notaðar voru IP-samskiptaaðferðir og þessir aðilar voru þar með milliliðalaust tengdir netinu. Með þessari tengingu fékkst mun öruggara tölvupóstsamband og aðgangur að skráaflutingi (FTP) og skjátengingu (TELNET) út um heiminn. Fyrsta sambandið var til Danmerkur, en árið 1990 var því breytt í fast leigusamband um gervihnött til höfuðstöðva NORDUnet í Stokkhólmi. Flutningsgeta fyrsta sambandsins var 9600 bitar á sekúndu.

Útbreiðsla og notkun netsins jókst hröðum skrefum á næstu árum, sérstaklega eftir 1993 þegar veraldarvefurinn kom fram og fyrirtæki hófu að selja almenningi aðgang að netinu. Fyrsta fyrirtækið til að bjóða almenningi upp á Internetþjónustu var Centrum.is eða Miðheimar hf.

Árið 1995 var SURIS breytt í hlutafélagið Internet á Íslandi hf. og tók það yfir rekstur ISnet. Þá voru 130 aðilar tengdir með yfir 8000 tölvum. Árið 2000 seldu Háskóli Íslands og aðrar ríksistofnanir hluti sína í Interneti á Íslandi hf. og netrekstur ISnet var sameinaður neti Íslandssíma. Háskólar og rannsóknastofnanir landsins stofnuðu síðan fyrirtækið Rannsókna- og háskólanet Íslands (RHnet) sem byggði upp hraðvirkt net milli þessara stofnana og tengdi það við NORDUnet á ný.

Frekara lesefni á Vísindavefnum

Sjá einnig

Mynd

Höfundur

MSc., Internet á Íslandi hf.

Útgáfudagur

3.11.2006

Spyrjandi

Óðinn Magnússon, f. 1992

Tilvísun

Maríus Ólafsson. „Hvenær tengdist Ísland við Internetið?“ Vísindavefurinn, 3. nóvember 2006, sótt 13. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6358.

Maríus Ólafsson. (2006, 3. nóvember). Hvenær tengdist Ísland við Internetið? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6358

Maríus Ólafsson. „Hvenær tengdist Ísland við Internetið?“ Vísindavefurinn. 3. nóv. 2006. Vefsíða. 13. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6358>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvenær tengdist Ísland við Internetið?
Ísland tengdist hinu eiginlega Interneti þann 21. júlí árið 1989. Þann dag urðu fyrstu IP-samskiptin yfir tengingu ISnet frá Tæknigarði Háskóla Íslands til tengistöðvar NORDUnet í Danmörku.

Internetvæðing landsins hófst þó nokkrum árum fyrr. Árið 1986 tengdist Hafrannsóknastofnunin EUnet, en það var eitt þeirra neta sem Internetið þróaðist af. Þetta sama ár tengdust bæði Háskóli Íslands og Orkustofnun Hafrannsóknarstofnuninni, og við það varð til fyrsti vísirinn að netinu hér innanlands. Með þessum tengingum fékkst tölvupóstsamband um Internetið og aðgangur að Usenet, umræðu- og fréttaneti sem gegndi svipuðu hlutverki og bloggsíður gera nú.

Árið 1987 voru SURIS (Samtök um upplýsinganet rannsóknaraðila á Íslandi) stofnuð og innanlandsnetið fékk formlega nafnið ISnet. Tíu sjálfstæðir aðilar voru tengdir netinu á þessum tíma, aðallega rannsókna- og ríkisstofnanir, og voru flestir í upphringisambandi með flutningsgetuna 300-2400 bita á sekúndu. Á þessu ári fékk SURIS einnig yfirráð yfir þjóðarléninu .IS frá IANA (Internet Assigned Numbers Authority), og á ISnet var tekið upp netfangakerfi Internetsins (notandi@lén) í stað leiðartengdra netfanga. Fyrstu lénunum var úthlutað en þau voru 'hi.is', 'hafro.is' og 'os.is'.


Tæknigarður Háskóla Íslands, en þaðan tengdist Ísland hinu eiginlega Interneti í fyrsta sinn árið 1989.

Fyrstu IP-tölunum var úthlutað til SURIS snemma árs 1988 og fljótlega var meginhluti ISnet keyrt á IP-samskiptum. Fyrsta IP-sambandinu var komið á milli Hafrannsóknastofnunarinnar og Reiknistofnunar Háskóla Íslands, en þessar stofnanir tóku upp IP-samskipti á innri netum sínum árið 1988. Þetta sama ár var norræna háskóla- og rannsóknanetið NORDUnet stofnað og var SURIS aðili að því frá upphafi.

Þegar hinni eiginlegu Internettenginu var komið á 1989 voru um 20 aðilar tengdir ISnet. Margir þeirra voru í föstu sambandi þar sem notaðar voru IP-samskiptaaðferðir og þessir aðilar voru þar með milliliðalaust tengdir netinu. Með þessari tengingu fékkst mun öruggara tölvupóstsamband og aðgangur að skráaflutingi (FTP) og skjátengingu (TELNET) út um heiminn. Fyrsta sambandið var til Danmerkur, en árið 1990 var því breytt í fast leigusamband um gervihnött til höfuðstöðva NORDUnet í Stokkhólmi. Flutningsgeta fyrsta sambandsins var 9600 bitar á sekúndu.

Útbreiðsla og notkun netsins jókst hröðum skrefum á næstu árum, sérstaklega eftir 1993 þegar veraldarvefurinn kom fram og fyrirtæki hófu að selja almenningi aðgang að netinu. Fyrsta fyrirtækið til að bjóða almenningi upp á Internetþjónustu var Centrum.is eða Miðheimar hf.

Árið 1995 var SURIS breytt í hlutafélagið Internet á Íslandi hf. og tók það yfir rekstur ISnet. Þá voru 130 aðilar tengdir með yfir 8000 tölvum. Árið 2000 seldu Háskóli Íslands og aðrar ríksistofnanir hluti sína í Interneti á Íslandi hf. og netrekstur ISnet var sameinaður neti Íslandssíma. Háskólar og rannsóknastofnanir landsins stofnuðu síðan fyrirtækið Rannsókna- og háskólanet Íslands (RHnet) sem byggði upp hraðvirkt net milli þessara stofnana og tengdi það við NORDUnet á ný.

Frekara lesefni á Vísindavefnum

Sjá einnig

Mynd

...