Sólin Sólin Rís 03:49 • sest 23:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:41 • Sest 03:14 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:38 • Síðdegis: 18:00 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:46 • Síðdegis: 24:13 í Reykjavík

Hvað gerist ef allir sæstrengir sem tengja Ísland við umheiminn rofna samtímis?

Örn Orrason

Ef hið ólíklega gerðist að allir sæstrengirnir sem tengja Ísland við umheiminn myndu rofna í hafi á sama tíma mun margvísleg mikilvæg starfsemi fara úr skorðum. Ekki liggja fyrir nákvæmar greiningar hvað mun stöðvast eða skerðast en til að gefa einhvers konar svar við spurningunni mætti spyrja hvaða fjarskipti muni halda áfram að virka, ef gert er ráð fyrir að engin gervihnattasamskipti séu í gangi til útlanda.

Unnt verður að hringja innanlands í farsíma svo að ákveðið öryggi er í því. Útvarpsstöðvar munu geta sent út á FM og miðlað upplýsingum. Internetið á Íslandi mun virka en margar þjónustur á vefum munu stöðvast þar sem þær reiða sig oft og tíðum á samskipti við útlönd. Hvort mikilvægir upplýsingavefir virki ræðst af því hvar þeir eru hýstir en mjög algengt er að hýsa vefi og aðrar vefþjónustur í skýinu (e. cloud storage), eins og til dæmis hjá Amazon og Google. Þessar þjónustur eru meira og minna allar erlendis. Örugg auðkenning inn á vefi mun verða fyrir truflunum.

Ef hið ólíklega gerðist að allir sæstrengirnir sem tengja Ísland við umheiminn myndu rofna í hafi á sama tíma mun margvísleg mikilvæg starfsemi fara úr skorðum. Myndin sýnir kafara athuga ástand á sæstreng.

Hvorki verður hægt að hringja til útlanda né senda SMS. Vandséð er hvernig fréttir eiga að berast til og frá landinu nema í gegnum gervihnattasíma. Gera má ráð fyrir að orkukerfið starfi á eðlilegan hátt. Landspítalinn hefur lagt áherslu á að hýsa sín kerfi innanlands og þess vegna ætti heilbrigðiskerfið að starfa að mestu eðlilega fyrstu dagana. Farþegakerfi vegna flugs eru mjög háð fjarskiptum og búast má við verulegum truflunum á flugsamgöngum. Pöntun á aðföngum eins og lyfjum og mat þarfnast fjarskipta svo búast má við einhverjum skorti ef rofið yrði langvarandi.

Fyrirtæki hafa almennt fært sig í skýið og þá gjarnan til Microsoft og þær þjónustur munu virka illa eða alls ekki. Tölvupóstur í Outlook og Gmail, svo dæmi séu tekin, mun ekki virka. Ekki verður mögulegt að halda myndfundi. Mikilvægt er að greiðslukerfi virki svo hægt sé að greiða í posa í verslunum, en slík kerfi eru háð samskiptum við útlönd. Vitað er þó að greiðslugátt Seðlabankans er varin með gervihnattasambandi en almenn greiðslumiðlun fellur þar ekki undir.

Heimili landsins munu ekki geta notað hefðbundnar streymisþjónustur eins og Netflix, Youtube og Viaplay. Facebook, Instagram og sambærileg samskiptaforrit munu ekki virka. Innlendar sjónvarpsstöðvar munu geta sent út það efni sem þær eiga í fórum sínum.

Hér hefur verið tæpt á nokkrum atriðum til að reyna að svara spurningunni. Góð rekstrarsaga fjarskiptasæstrengja sem tengja Ísland við umheiminn hefur mögulega haft þær afleiðingar að stofnanir, fyrirtæki og einstaklingar treysta því einfaldlega að útlandasamband sé alltaf til staðar.

Mynd:

Höfundur

Örn Orrason

verkfræðingur hjá Farice

Útgáfudagur

29.6.2023

Spyrjandi

N.N.

Tilvísun

Örn Orrason. „Hvað gerist ef allir sæstrengir sem tengja Ísland við umheiminn rofna samtímis?“ Vísindavefurinn, 29. júní 2023. Sótt 22. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=85225.

Örn Orrason. (2023, 29. júní). Hvað gerist ef allir sæstrengir sem tengja Ísland við umheiminn rofna samtímis? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=85225

Örn Orrason. „Hvað gerist ef allir sæstrengir sem tengja Ísland við umheiminn rofna samtímis?“ Vísindavefurinn. 29. jún. 2023. Vefsíða. 22. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=85225>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað gerist ef allir sæstrengir sem tengja Ísland við umheiminn rofna samtímis?
Ef hið ólíklega gerðist að allir sæstrengirnir sem tengja Ísland við umheiminn myndu rofna í hafi á sama tíma mun margvísleg mikilvæg starfsemi fara úr skorðum. Ekki liggja fyrir nákvæmar greiningar hvað mun stöðvast eða skerðast en til að gefa einhvers konar svar við spurningunni mætti spyrja hvaða fjarskipti muni halda áfram að virka, ef gert er ráð fyrir að engin gervihnattasamskipti séu í gangi til útlanda.

Unnt verður að hringja innanlands í farsíma svo að ákveðið öryggi er í því. Útvarpsstöðvar munu geta sent út á FM og miðlað upplýsingum. Internetið á Íslandi mun virka en margar þjónustur á vefum munu stöðvast þar sem þær reiða sig oft og tíðum á samskipti við útlönd. Hvort mikilvægir upplýsingavefir virki ræðst af því hvar þeir eru hýstir en mjög algengt er að hýsa vefi og aðrar vefþjónustur í skýinu (e. cloud storage), eins og til dæmis hjá Amazon og Google. Þessar þjónustur eru meira og minna allar erlendis. Örugg auðkenning inn á vefi mun verða fyrir truflunum.

Ef hið ólíklega gerðist að allir sæstrengirnir sem tengja Ísland við umheiminn myndu rofna í hafi á sama tíma mun margvísleg mikilvæg starfsemi fara úr skorðum. Myndin sýnir kafara athuga ástand á sæstreng.

Hvorki verður hægt að hringja til útlanda né senda SMS. Vandséð er hvernig fréttir eiga að berast til og frá landinu nema í gegnum gervihnattasíma. Gera má ráð fyrir að orkukerfið starfi á eðlilegan hátt. Landspítalinn hefur lagt áherslu á að hýsa sín kerfi innanlands og þess vegna ætti heilbrigðiskerfið að starfa að mestu eðlilega fyrstu dagana. Farþegakerfi vegna flugs eru mjög háð fjarskiptum og búast má við verulegum truflunum á flugsamgöngum. Pöntun á aðföngum eins og lyfjum og mat þarfnast fjarskipta svo búast má við einhverjum skorti ef rofið yrði langvarandi.

Fyrirtæki hafa almennt fært sig í skýið og þá gjarnan til Microsoft og þær þjónustur munu virka illa eða alls ekki. Tölvupóstur í Outlook og Gmail, svo dæmi séu tekin, mun ekki virka. Ekki verður mögulegt að halda myndfundi. Mikilvægt er að greiðslukerfi virki svo hægt sé að greiða í posa í verslunum, en slík kerfi eru háð samskiptum við útlönd. Vitað er þó að greiðslugátt Seðlabankans er varin með gervihnattasambandi en almenn greiðslumiðlun fellur þar ekki undir.

Heimili landsins munu ekki geta notað hefðbundnar streymisþjónustur eins og Netflix, Youtube og Viaplay. Facebook, Instagram og sambærileg samskiptaforrit munu ekki virka. Innlendar sjónvarpsstöðvar munu geta sent út það efni sem þær eiga í fórum sínum.

Hér hefur verið tæpt á nokkrum atriðum til að reyna að svara spurningunni. Góð rekstrarsaga fjarskiptasæstrengja sem tengja Ísland við umheiminn hefur mögulega haft þær afleiðingar að stofnanir, fyrirtæki og einstaklingar treysta því einfaldlega að útlandasamband sé alltaf til staðar.

Mynd:...