Sólin Sólin Rís 11:04 • sest 15:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:26 • Sest 25:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:34 • Síðdegis: 24:14 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:04 • sest 15:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:26 • Sest 25:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:34 • Síðdegis: 24:14 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hve mikið vex umferð um íslenska sæstrengi á ári og hvað duga strengirnir lengi?

Örn Orrason og Jón Gunnar Þorsteinsson

Vöxtur umferðar um sæstrengi frá íslenskum markaði, það er að segja frá fjarskiptafyrirtækjum, hefur verið um 25-30% á ári undanfarin 10 ár. Svonefnd gagnaver (e. data center) fóru fyrst að skapa umferð árið 2010 og hafa vaxið hraðar en íslenski markaðurinn síðasta áratug. Umferðin nú frá íslenska markaðnum er nánast öll vegna Internetsins.

Vöxtur útlandasambanda (Internet-umferðar) var hraðari áratuginn 2000-2009 en áratuginn 2010-2019. Meðalvöxturinn á fyrra árabilinu var í kringum 50% á ári. Ein meginástæða hraðari aukningar þá var líklega sú að fleiri ný heimili voru að tengjast með bandbreiðum tengingum. Nú eru öll heimili meira og minna tengd, verkefninu er lokið og vöxturinn af öðrum ástæðum.

Afhent heildarbandvídd sæstrengjanna DANICE, FARICE-1 og ÍRIS frá 2010 til 2023.

Meginástæða núverandi aukningar er líklega vegna myndstreymis sem er í æ hærri gæðum. Forrit sem notuð eru af flestum í daglegri vinnu sækja og geyma gögn í svonefndu skýi (e. cloud services) sem eru að jafnaði gagnageymslur í útlöndum. Árið 2020 var hægt að greina nokkra viðbótaraukningu vegna heimsfaraldurs COVID-19. Í stað ferðalaga og fundahalda í útlöndum urðu myndfundir algengir en þeir nýta netþjóna erlendis til að stýra umferð myndefnis.

Nú er algengt að streymisveitur og fyrirtæki sem miðla margmiðlunarefni geymi afrit af efninu á Íslandi (e. caching servers) en án þeirra væri umferðin til og frá landi eflaust talsvert meiri en hún er, mögulega tvöfalt meiri ef giska mætti. Þrátt fyrir þessa skyndigeymslutækni vex umferðin á hverju ári og sér ekki fyrir endann á því. Reikna má með að það verði svipuð aukning á hverju ári og hefur verið undanfarin 10 ár.

Spyrja má hversu lengi sæstrengirnir duga ef umferðin eykst stöðugt um 30-50% á ári. Árið 2020 var um 6% af flutningsgetu elsta strengsins FARICE-1 nýtt og það hljómar væntanlega í eyrum flestra sem lítil nýting. Ljósleiðarar eru almennt lítið nýttir þar sem flutningsgetan er svo mikil. En þrátt fyrir þessa litlu nýtni þá er líklegt að FARICE-1 strengurinn frá 2003 fyllist eftir um 5-7 ár vegna eiginleika veldisvaxtar.

Endingartími FARICE-1 strengsins vegna flutningsgetu fellur nokkuð vel saman við hönnunarlíftíma strengsins sem er 25 ár. DANICE-strengurinn hefur um fjórum sinni meiri flutningsgetu og nýjasti ÍRIS-strengurinn hefur þrisvar sinnum meiri flutningsgetu en DANICE.

Líklegt er að leggja þurfi nýjan sæstreng til Íslands að jafnaði á 8 til 10 ára fresti verði landið ávallt tengt með þremur sæstrengjum til Evrópu sem er stefna stjórnvalda.

Mynd:
  • Örn Orrason.

Höfundar

Örn Orrason

verkfræðingur hjá Farice

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

27.6.2023

Spyrjandi

Sigurður M.

Tilvísun

Örn Orrason og Jón Gunnar Þorsteinsson. „Hve mikið vex umferð um íslenska sæstrengi á ári og hvað duga strengirnir lengi?“ Vísindavefurinn, 27. júní 2023, sótt 8. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=79094.

Örn Orrason og Jón Gunnar Þorsteinsson. (2023, 27. júní). Hve mikið vex umferð um íslenska sæstrengi á ári og hvað duga strengirnir lengi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=79094

Örn Orrason og Jón Gunnar Þorsteinsson. „Hve mikið vex umferð um íslenska sæstrengi á ári og hvað duga strengirnir lengi?“ Vísindavefurinn. 27. jún. 2023. Vefsíða. 8. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=79094>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hve mikið vex umferð um íslenska sæstrengi á ári og hvað duga strengirnir lengi?
Vöxtur umferðar um sæstrengi frá íslenskum markaði, það er að segja frá fjarskiptafyrirtækjum, hefur verið um 25-30% á ári undanfarin 10 ár. Svonefnd gagnaver (e. data center) fóru fyrst að skapa umferð árið 2010 og hafa vaxið hraðar en íslenski markaðurinn síðasta áratug. Umferðin nú frá íslenska markaðnum er nánast öll vegna Internetsins.

Vöxtur útlandasambanda (Internet-umferðar) var hraðari áratuginn 2000-2009 en áratuginn 2010-2019. Meðalvöxturinn á fyrra árabilinu var í kringum 50% á ári. Ein meginástæða hraðari aukningar þá var líklega sú að fleiri ný heimili voru að tengjast með bandbreiðum tengingum. Nú eru öll heimili meira og minna tengd, verkefninu er lokið og vöxturinn af öðrum ástæðum.

Afhent heildarbandvídd sæstrengjanna DANICE, FARICE-1 og ÍRIS frá 2010 til 2023.

Meginástæða núverandi aukningar er líklega vegna myndstreymis sem er í æ hærri gæðum. Forrit sem notuð eru af flestum í daglegri vinnu sækja og geyma gögn í svonefndu skýi (e. cloud services) sem eru að jafnaði gagnageymslur í útlöndum. Árið 2020 var hægt að greina nokkra viðbótaraukningu vegna heimsfaraldurs COVID-19. Í stað ferðalaga og fundahalda í útlöndum urðu myndfundir algengir en þeir nýta netþjóna erlendis til að stýra umferð myndefnis.

Nú er algengt að streymisveitur og fyrirtæki sem miðla margmiðlunarefni geymi afrit af efninu á Íslandi (e. caching servers) en án þeirra væri umferðin til og frá landi eflaust talsvert meiri en hún er, mögulega tvöfalt meiri ef giska mætti. Þrátt fyrir þessa skyndigeymslutækni vex umferðin á hverju ári og sér ekki fyrir endann á því. Reikna má með að það verði svipuð aukning á hverju ári og hefur verið undanfarin 10 ár.

Spyrja má hversu lengi sæstrengirnir duga ef umferðin eykst stöðugt um 30-50% á ári. Árið 2020 var um 6% af flutningsgetu elsta strengsins FARICE-1 nýtt og það hljómar væntanlega í eyrum flestra sem lítil nýting. Ljósleiðarar eru almennt lítið nýttir þar sem flutningsgetan er svo mikil. En þrátt fyrir þessa litlu nýtni þá er líklegt að FARICE-1 strengurinn frá 2003 fyllist eftir um 5-7 ár vegna eiginleika veldisvaxtar.

Endingartími FARICE-1 strengsins vegna flutningsgetu fellur nokkuð vel saman við hönnunarlíftíma strengsins sem er 25 ár. DANICE-strengurinn hefur um fjórum sinni meiri flutningsgetu og nýjasti ÍRIS-strengurinn hefur þrisvar sinnum meiri flutningsgetu en DANICE.

Líklegt er að leggja þurfi nýjan sæstreng til Íslands að jafnaði á 8 til 10 ára fresti verði landið ávallt tengt með þremur sæstrengjum til Evrópu sem er stefna stjórnvalda.

Mynd:
  • Örn Orrason.
...