Sólin Sólin Rís 08:22 • sest 18:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:46 • Sest 06:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:12 • Síðdegis: 17:29 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:25 • Síðdegis: 23:46 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:22 • sest 18:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:46 • Sest 06:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:12 • Síðdegis: 17:29 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:25 • Síðdegis: 23:46 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er til ráða ef allt fjarskiptasamband Íslands um sæstrengi rofnar?

Örn Orrason

Ef allir sæstrengir sem tengja Ísland við umheiminn rofna samtímis er eina fjarskiptavaraleiðin til útlanda um gervihnetti. Gervihnettir gegndu hlutverki varaleiðar fyrir landið til ársins 2004 en voru þá orðnir of afkastalitlir og nýr sæstrengur FARICE-1 tók við með Cantat-3. Afköst gervihnatta hafa aukist eitthvað síðan þá en langt frá því jafnmikið og almenn fjarskiptaumferð, sem er um 400 sinnum meiri nú en fyrir 20 árum.

Áætla má að umferð vegna fyrirtækja og einstaklinga á Íslandi sé um 250-300 gígabitar á sekúndu þegar mesta álagið er á kvöldin. Afkastageta gervihnatta yfir Íslandi er kannski um 0,5%-1,0% af þessu en raunhæft er að tala um 0,1% vegna hás kostnaðar. Það er augljóst að ef nota á gervihnetti til að halda uppi samskiptum við útlönd þá þarf að forgangsraða og velja einungis mikilvægustu fjarskiptaumferðina. Sem betur fer er því yfirleitt þannig háttað að mikilvægasta umferðin tekur minnsta plássið.

Ef allir sæstrengir sem tengja Ísland við umheiminn rofna samtímis er eina fjarskiptavaraleiðin til útlanda um gervihnetti. Myndin sýnir 60 gervihnetti sem verið er að koma á braut um jörðu.

Loka þyrfti á allt sem heitir myndstreymi og margmiðlunarefni. Samskipti einstaklinga við útlönd yrðu í mesta lagi á SMS-formi sem er létt umferð. Stýra þyrfti vinnulagi í fyrirtækjum og takmarka stór viðhengi í tölvupóstum svo dæmi séu nefnd. Gott skipulag getur áorkað ýmsu og með því væri hægt að halda þjóðfélaginu gangandi.

Gervihnattaþjónusta er nú orðin aðgengileg einstaklingum og fyrirtækjum í gegnum Starlink-fyrirtækið og vitað er að allnokkur fyrirtæki og aðilar hafa orðið sér úti um slíkan búnað og keypt áskrift að einskonar heimilisinterneti. Nokkrir hnettir eru yfir Íslandi og þjónusta, þótt óstöðug sé, er hröð inná milli. Hvort þjónustan sé nægilega afkastamikil þegar margir vilja nýta hana samtímis í alvarlegu sæstrengsútfalli verður að teljast hæpið og varasamt er að treysta eingöngu á þjónustu sem þessa þótt hún geti verið góð með öðrum lausnum.

Mynd:

Höfundur

Örn Orrason

verkfræðingur hjá Farice

Útgáfudagur

30.6.2023

Spyrjandi

N.N.

Tilvísun

Örn Orrason. „Hvað er til ráða ef allt fjarskiptasamband Íslands um sæstrengi rofnar?“ Vísindavefurinn, 30. júní 2023, sótt 16. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=85226.

Örn Orrason. (2023, 30. júní). Hvað er til ráða ef allt fjarskiptasamband Íslands um sæstrengi rofnar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=85226

Örn Orrason. „Hvað er til ráða ef allt fjarskiptasamband Íslands um sæstrengi rofnar?“ Vísindavefurinn. 30. jún. 2023. Vefsíða. 16. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=85226>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er til ráða ef allt fjarskiptasamband Íslands um sæstrengi rofnar?
Ef allir sæstrengir sem tengja Ísland við umheiminn rofna samtímis er eina fjarskiptavaraleiðin til útlanda um gervihnetti. Gervihnettir gegndu hlutverki varaleiðar fyrir landið til ársins 2004 en voru þá orðnir of afkastalitlir og nýr sæstrengur FARICE-1 tók við með Cantat-3. Afköst gervihnatta hafa aukist eitthvað síðan þá en langt frá því jafnmikið og almenn fjarskiptaumferð, sem er um 400 sinnum meiri nú en fyrir 20 árum.

Áætla má að umferð vegna fyrirtækja og einstaklinga á Íslandi sé um 250-300 gígabitar á sekúndu þegar mesta álagið er á kvöldin. Afkastageta gervihnatta yfir Íslandi er kannski um 0,5%-1,0% af þessu en raunhæft er að tala um 0,1% vegna hás kostnaðar. Það er augljóst að ef nota á gervihnetti til að halda uppi samskiptum við útlönd þá þarf að forgangsraða og velja einungis mikilvægustu fjarskiptaumferðina. Sem betur fer er því yfirleitt þannig háttað að mikilvægasta umferðin tekur minnsta plássið.

Ef allir sæstrengir sem tengja Ísland við umheiminn rofna samtímis er eina fjarskiptavaraleiðin til útlanda um gervihnetti. Myndin sýnir 60 gervihnetti sem verið er að koma á braut um jörðu.

Loka þyrfti á allt sem heitir myndstreymi og margmiðlunarefni. Samskipti einstaklinga við útlönd yrðu í mesta lagi á SMS-formi sem er létt umferð. Stýra þyrfti vinnulagi í fyrirtækjum og takmarka stór viðhengi í tölvupóstum svo dæmi séu nefnd. Gott skipulag getur áorkað ýmsu og með því væri hægt að halda þjóðfélaginu gangandi.

Gervihnattaþjónusta er nú orðin aðgengileg einstaklingum og fyrirtækjum í gegnum Starlink-fyrirtækið og vitað er að allnokkur fyrirtæki og aðilar hafa orðið sér úti um slíkan búnað og keypt áskrift að einskonar heimilisinterneti. Nokkrir hnettir eru yfir Íslandi og þjónusta, þótt óstöðug sé, er hröð inná milli. Hvort þjónustan sé nægilega afkastamikil þegar margir vilja nýta hana samtímis í alvarlegu sæstrengsútfalli verður að teljast hæpið og varasamt er að treysta eingöngu á þjónustu sem þessa þótt hún geti verið góð með öðrum lausnum.

Mynd:...