Sólin Sólin Rís 04:10 • sest 22:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:27 • Sest 08:55 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:25 • Síðdegis: 20:45 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:23 • Síðdegis: 14:30 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 04:10 • sest 22:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:27 • Sest 08:55 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:25 • Síðdegis: 20:45 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:23 • Síðdegis: 14:30 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hversu margir sæstrengir liggja til og frá Íslandi?

Örn Orrason og Jón Gunnar Þorsteinsson

Hugtakið sæstrengur (e. submarine communications cable) er notað um strengi sem liggja neðansjávar og leiða rafmagn eða rafrænar upplýsingar. Elstu sæstrengir voru lagðir um miðja 19. öld og miðluðu símskeytum (e. telegraphy) en nútíma sæstrengir eru ljósleiðarar.

Frá Íslandi liggja nú fjórir sæstrengir sem sjá um að miðla rafrænum upplýsingum til og frá landinu. Fyrirtækið Farice, sem er í eigu ríkisins, á og sér um rekstur þriggja strengja sem sjá um langstærstan hluta netsambands okkar við umheiminn.

Mynd sem sýnir sæstrengi sem liggja frá Íslandi til Evrópu og Norður-Ameríku.

Elsti strengurinn nefnist FARICE-1 og liggur hann á milli Seyðisfjarðar og Skotlands (með grein til Færeyja). Hann var formlega tekinn í notkun í janúar 2004 og var fyrsti strengurinn sem lagður var frá Íslandi í meirihlutaeigu innlendra aðila. Lengd hans til Skotlands er 1205 km og 200 leið að auki til Færeyja. FARICE-1 hefur aldrei slitnað eða bilað í sjó en eldri strengur sem hét CANTAT-3 slitnaði mörgum sinnum á sínum 16 ára líftíma.

Strengur sem kallast DANICE var tekinn í gagnið árið 2009. Hann er næstum tvöfalt lengri en FARICE-1 og liggur frá Landeyjum á Suðurlandi til Danmerkur. Flutningsgeta hans er um fjórum sinni meiri en flutningsgeta FARICE-1.

Þriðji og nýjasti strengurinn kallast ÍRIS og var formlega opnaður árið 2023. Hann liggur til Írlands og í honum eru sex ljósleiðarapör. Flutningsgeta ÍRIS er þrisvar sinnum meiri en DANICE.

Fjórði strengurinn er síðan Greenland Connect og hefur hann sömu landtökustöð og Danice. Hann er í eigu Tele Greenland og fer til Nuuk á Grænlandi og þaðan áfram til Nýfundnalands. Hann er notaður í litlum mæli miðað við hina strengina þrjá enda hafa bilanir lengi hrjáð hann og lengsta sambandsleysið varaði í 8 mánuði árið 2019.

Frekara lesefni:

Mynd:
  • Örn Orrason.

Höfundar

Örn Orrason

verkfræðingur hjá Farice

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

26.6.2023

Spyrjandi

Kristján Valbergsson

Tilvísun

Örn Orrason og Jón Gunnar Þorsteinsson. „Hversu margir sæstrengir liggja til og frá Íslandi?“ Vísindavefurinn, 26. júní 2023, sótt 24. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=11585.

Örn Orrason og Jón Gunnar Þorsteinsson. (2023, 26. júní). Hversu margir sæstrengir liggja til og frá Íslandi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=11585

Örn Orrason og Jón Gunnar Þorsteinsson. „Hversu margir sæstrengir liggja til og frá Íslandi?“ Vísindavefurinn. 26. jún. 2023. Vefsíða. 24. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=11585>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hversu margir sæstrengir liggja til og frá Íslandi?
Hugtakið sæstrengur (e. submarine communications cable) er notað um strengi sem liggja neðansjávar og leiða rafmagn eða rafrænar upplýsingar. Elstu sæstrengir voru lagðir um miðja 19. öld og miðluðu símskeytum (e. telegraphy) en nútíma sæstrengir eru ljósleiðarar.

Frá Íslandi liggja nú fjórir sæstrengir sem sjá um að miðla rafrænum upplýsingum til og frá landinu. Fyrirtækið Farice, sem er í eigu ríkisins, á og sér um rekstur þriggja strengja sem sjá um langstærstan hluta netsambands okkar við umheiminn.

Mynd sem sýnir sæstrengi sem liggja frá Íslandi til Evrópu og Norður-Ameríku.

Elsti strengurinn nefnist FARICE-1 og liggur hann á milli Seyðisfjarðar og Skotlands (með grein til Færeyja). Hann var formlega tekinn í notkun í janúar 2004 og var fyrsti strengurinn sem lagður var frá Íslandi í meirihlutaeigu innlendra aðila. Lengd hans til Skotlands er 1205 km og 200 leið að auki til Færeyja. FARICE-1 hefur aldrei slitnað eða bilað í sjó en eldri strengur sem hét CANTAT-3 slitnaði mörgum sinnum á sínum 16 ára líftíma.

Strengur sem kallast DANICE var tekinn í gagnið árið 2009. Hann er næstum tvöfalt lengri en FARICE-1 og liggur frá Landeyjum á Suðurlandi til Danmerkur. Flutningsgeta hans er um fjórum sinni meiri en flutningsgeta FARICE-1.

Þriðji og nýjasti strengurinn kallast ÍRIS og var formlega opnaður árið 2023. Hann liggur til Írlands og í honum eru sex ljósleiðarapör. Flutningsgeta ÍRIS er þrisvar sinnum meiri en DANICE.

Fjórði strengurinn er síðan Greenland Connect og hefur hann sömu landtökustöð og Danice. Hann er í eigu Tele Greenland og fer til Nuuk á Grænlandi og þaðan áfram til Nýfundnalands. Hann er notaður í litlum mæli miðað við hina strengina þrjá enda hafa bilanir lengi hrjáð hann og lengsta sambandsleysið varaði í 8 mánuði árið 2019.

Frekara lesefni:

Mynd:
  • Örn Orrason.
...