Sólin Sólin Rís 04:58 • sest 21:54 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 05:41 • Sest 09:57 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:56 • Síðdegis: 24:37 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:49 • Síðdegis: 17:59 í Reykjavík

Hvað gerist ef sæstrengirnir við Ísland rofna?

Gylfi Magnússon

Ef allir sæstrengirnir á milli Íslands og annarra landa myndu rofna á sama tíma þá myndi það leiða til afar mikillar röskunar á lífi hér á landi. Aðgangur að alls konar gögnum sem nýtt eru hér innanlands en vistuð utanlands, í því sem stundum er kallað skýið, yrði mjög lítill og erfiður. Það myndi nánast lama margs konar vinnu. Greiðslumiðlun við útlönd og jafnvel innlend greiðslumiðlun myndi einnig raskast verulega þótt væntanlega yrði hægt að færa samskipti vegna hennar að einhverju marki yfir á varaleiðir um gervihnött. Aðgangur að efni á netinu yrði mjög takmarkaður og jafnvel tölvupóstur, skeytasendingar og símtöl til útlanda miklum vandkvæðum háð.

Mynd sem sýnir sæstrengi sem liggja frá Íslandi til Evrópu og Norður-Ameríku.

Þetta hefði því alls konar áhrif á daglegt líf og efnahagsstarfsemi. Hve lengi það myndi vara fer væntanlega fyrst og fremst eftir því hve langan tíma tæki að gera við sæstrengina. Til að lágmarka röskun vegna slíkra bilana eða skemmdarverka er hægt að grípa til ýmiss konar fyrirbyggjandi ráðstafana, til dæmis hafa marga strengi og góðan aðgang að varaleiðum um gervihnött, vista gögn eða að minnsta kosti afrit af þeim hér innanlands og hafa til reiðu innlendar varaleiðir fyrir kerfi sem almennt reiða sig á sítengingu við útlönd.

Lesendum er einnig bent á önnur svör sem fjalla um sama efni:

Mynd:

Höfundur

Gylfi Magnússon

prófessor í hagfræði við HÍ

Útgáfudagur

18.4.2024

Spyrjandi

N.N.

Tilvísun

Gylfi Magnússon. „Hvað gerist ef sæstrengirnir við Ísland rofna?“ Vísindavefurinn, 18. apríl 2024. Sótt 1. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=85194.

Gylfi Magnússon. (2024, 18. apríl). Hvað gerist ef sæstrengirnir við Ísland rofna? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=85194

Gylfi Magnússon. „Hvað gerist ef sæstrengirnir við Ísland rofna?“ Vísindavefurinn. 18. apr. 2024. Vefsíða. 1. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=85194>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað gerist ef sæstrengirnir við Ísland rofna?
Ef allir sæstrengirnir á milli Íslands og annarra landa myndu rofna á sama tíma þá myndi það leiða til afar mikillar röskunar á lífi hér á landi. Aðgangur að alls konar gögnum sem nýtt eru hér innanlands en vistuð utanlands, í því sem stundum er kallað skýið, yrði mjög lítill og erfiður. Það myndi nánast lama margs konar vinnu. Greiðslumiðlun við útlönd og jafnvel innlend greiðslumiðlun myndi einnig raskast verulega þótt væntanlega yrði hægt að færa samskipti vegna hennar að einhverju marki yfir á varaleiðir um gervihnött. Aðgangur að efni á netinu yrði mjög takmarkaður og jafnvel tölvupóstur, skeytasendingar og símtöl til útlanda miklum vandkvæðum háð.

Mynd sem sýnir sæstrengi sem liggja frá Íslandi til Evrópu og Norður-Ameríku.

Þetta hefði því alls konar áhrif á daglegt líf og efnahagsstarfsemi. Hve lengi það myndi vara fer væntanlega fyrst og fremst eftir því hve langan tíma tæki að gera við sæstrengina. Til að lágmarka röskun vegna slíkra bilana eða skemmdarverka er hægt að grípa til ýmiss konar fyrirbyggjandi ráðstafana, til dæmis hafa marga strengi og góðan aðgang að varaleiðum um gervihnött, vista gögn eða að minnsta kosti afrit af þeim hér innanlands og hafa til reiðu innlendar varaleiðir fyrir kerfi sem almennt reiða sig á sítengingu við útlönd.

Lesendum er einnig bent á önnur svör sem fjalla um sama efni:

Mynd:...