Sólin Sólin Rís 07:58 • sest 18:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:00 • Síðdegis: 21:18 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:48 • Síðdegis: 15:22 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:58 • sest 18:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:00 • Síðdegis: 21:18 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:48 • Síðdegis: 15:22 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað eru margir bílar í Reykjavík?

EDS

Á heimasíðu Hagstofunnar er að finna upplýsingar um fjölda skráðra ökutækja á Íslandi og má þar sjá tölur fyrir mörg af stærri sveitarfélögum landsins. Því miður eru nýjustu upplýsingarnar frá árinu 2006 en gera má ráð fyrir að bílum hafi fjölgað eitthvað á landinu síðan þá þar sem gengi krónunnar var innflytjendum afar hagstætt alveg fram á árið 2008.



Samkvæmt þessum upplýsingum Hagstofunnar voru 110.706 ökutæki skráð í Reykjavík í lok árs 2006. Af þessum bílum voru langflestir fólksbílar, rúmlega 86%. Á höfuðborgarsvæðinu öllu voru hins vegar 153.590 ökutæki. Skiptingin í einstaka flokka var eftirfarandi:

FlokkurReykjavíkHöfuðborgarsvæðiðLandið allt
Öll ökutæki110.706153.590227.321
Fólksbílar 95.996134.511197.305
Hópbílar9141.1551.929
Vörubílar4.5855.80710.176
Sendibílar 9.211 12.117 17.911
Vélhjól1.9613.4225.699

Til gamans má geta þess að á sama tíma voru íbúar í Reykjavík 17 ára og eldri alls 88.541. Það þýðir að það var rétt um 1,25 ökutæki, eða rétt rúmlega einn fólksbíll ef sá flokkur er aðeins tekinn, á hvern einstakling á bílprófsaldri í höfuðborginni. Bílaeign Reykvíkinga er hlutfallslega aðeins meiri en þegar litið er á landið í heild því í lok árs 2006 var eitt ökutæki á hvern einstakling á Íslandi 17 ára og eldri, eða 0,88 fólksbílar.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Heimild og mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

4.3.2009

Spyrjandi

Jón Margeir Sverrisson, f. 1992

Tilvísun

EDS. „Hvað eru margir bílar í Reykjavík?“ Vísindavefurinn, 4. mars 2009, sótt 8. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=16492.

EDS. (2009, 4. mars). Hvað eru margir bílar í Reykjavík? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=16492

EDS. „Hvað eru margir bílar í Reykjavík?“ Vísindavefurinn. 4. mar. 2009. Vefsíða. 8. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=16492>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað eru margir bílar í Reykjavík?
Á heimasíðu Hagstofunnar er að finna upplýsingar um fjölda skráðra ökutækja á Íslandi og má þar sjá tölur fyrir mörg af stærri sveitarfélögum landsins. Því miður eru nýjustu upplýsingarnar frá árinu 2006 en gera má ráð fyrir að bílum hafi fjölgað eitthvað á landinu síðan þá þar sem gengi krónunnar var innflytjendum afar hagstætt alveg fram á árið 2008.



Samkvæmt þessum upplýsingum Hagstofunnar voru 110.706 ökutæki skráð í Reykjavík í lok árs 2006. Af þessum bílum voru langflestir fólksbílar, rúmlega 86%. Á höfuðborgarsvæðinu öllu voru hins vegar 153.590 ökutæki. Skiptingin í einstaka flokka var eftirfarandi:

FlokkurReykjavíkHöfuðborgarsvæðiðLandið allt
Öll ökutæki110.706153.590227.321
Fólksbílar 95.996134.511197.305
Hópbílar9141.1551.929
Vörubílar4.5855.80710.176
Sendibílar 9.211 12.117 17.911
Vélhjól1.9613.4225.699

Til gamans má geta þess að á sama tíma voru íbúar í Reykjavík 17 ára og eldri alls 88.541. Það þýðir að það var rétt um 1,25 ökutæki, eða rétt rúmlega einn fólksbíll ef sá flokkur er aðeins tekinn, á hvern einstakling á bílprófsaldri í höfuðborginni. Bílaeign Reykvíkinga er hlutfallslega aðeins meiri en þegar litið er á landið í heild því í lok árs 2006 var eitt ökutæki á hvern einstakling á Íslandi 17 ára og eldri, eða 0,88 fólksbílar.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Heimild og mynd:

...