Sólin Sólin Rís 09:35 • sest 16:47 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:54 • Sest 21:49 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:43 • Síðdegis: 23:23 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:07 • Síðdegis: 17:18 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:35 • sest 16:47 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:54 • Sest 21:49 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:43 • Síðdegis: 23:23 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:07 • Síðdegis: 17:18 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver eru þrjú stærstu lönd í heiminum í röð?

Ögmundur Jónsson

Hér er einnig svarað eftirfarandi spurningum:
  • Hvað búa margir í Noregi, og hvað er landið stórt? (Þorkell Guðjónsson)
  • Hvað er Grænland stórt? (Arnar Ingi)
  • Hvar er Víetnam? (Bjarni Jónasson)
Upplýsingar af þessu tagi er gott að finna á GeoHive.

Til að finna lista yfir lönd sem eru stærst eða mest á tilteknu sviði, til dæmis að fólksfjölda eða flatarmáli er best að fara í flokkinn charts. Tölurnar yfir fólksfjölda eru áætlaðar fyrir júlí 2005. Ef farið er eftir honum eru þetta þrjú fjölmennustu ríkin:
  1. Kína 1.306.313.812 manns
  2. Indland 1.080.264.388 manns
  3. Bandaríkin 295.734.134 manns
Ef miðað er við flatarmál eru eftirfarandi lönd hins vegar stærst. Inni í tölunum eru stöðuvötn, en röðin mundi ekki breytast þótt þau væru tekin út.
  1. Rússland 17.075.200 km2
  2. Kanada 9.976.140 km2
  3. Bandaríkin 9.629.091 km2
Upplýsingar um tiltekin lönd er að finna í Country datafiles. Þar fengust eftirfarandi upplýsingar um Noreg:
  • Fólksfjöldi: 4.604.745
  • Flatarmál: 324.220 km2
Grænland er hins vegar ekki á GeoHive, væntanlega vegna þess að það er hluti Danmerkur, en þó er ekki minnst á það í kaflanum um Danmörku. Þá er hægt að leita í World Factbook sem leyniþjónusta Bandaríkjanna, CIA, gefur út. Þótt yfirlit yfir sögu og stjórnmálaástand sé oft yfirborðskennt og villandi þá eru tölur og staðsetningar á hreinu. Á síðu um Grænland fengust þær upplýsingar að flatarmál þess er 2.175.600 km2, en þar af eru 1.833.900 km2 ísbreiða.

Á síðu um Víetnam í World Factbook stendur meðal annars:
Staðsetning: Suðaustur-Asía, strönd liggur að Tælandsflóa, Tonkinflóa og Suður-Kínahafi, landamæri að Kína, Laos og Kambódíu.
Á setrinu má einnig finna kort af ýmsum svæðum, meðal annars Suðaustur-Asíu. Þar sést staðsetning Víetnam mjög vel.

Þess má að lokum geta að svarshöfundur vissi ekki af þessum heimildum þegar hann byrjaði að vinna svarið en fann þær með hjálp leitarvéla, meðal annars google og yahoo. Þar er best að byrja ef ef ekki liggur fyrir hvar er best að leita. Oft þarf að vera þolinmóður og prófa sig áfram með leitarorð.

Höfundur

heimspekinemi við HÍ

Útgáfudagur

8.6.2001

Spyrjandi

Þráinn Sigurbjarnarson

Tilvísun

Ögmundur Jónsson. „Hver eru þrjú stærstu lönd í heiminum í röð?“ Vísindavefurinn, 8. júní 2001, sótt 8. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1689.

Ögmundur Jónsson. (2001, 8. júní). Hver eru þrjú stærstu lönd í heiminum í röð? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1689

Ögmundur Jónsson. „Hver eru þrjú stærstu lönd í heiminum í röð?“ Vísindavefurinn. 8. jún. 2001. Vefsíða. 8. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1689>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver eru þrjú stærstu lönd í heiminum í röð?
Hér er einnig svarað eftirfarandi spurningum:

  • Hvað búa margir í Noregi, og hvað er landið stórt? (Þorkell Guðjónsson)
  • Hvað er Grænland stórt? (Arnar Ingi)
  • Hvar er Víetnam? (Bjarni Jónasson)
Upplýsingar af þessu tagi er gott að finna á GeoHive.

Til að finna lista yfir lönd sem eru stærst eða mest á tilteknu sviði, til dæmis að fólksfjölda eða flatarmáli er best að fara í flokkinn charts. Tölurnar yfir fólksfjölda eru áætlaðar fyrir júlí 2005. Ef farið er eftir honum eru þetta þrjú fjölmennustu ríkin:
  1. Kína 1.306.313.812 manns
  2. Indland 1.080.264.388 manns
  3. Bandaríkin 295.734.134 manns
Ef miðað er við flatarmál eru eftirfarandi lönd hins vegar stærst. Inni í tölunum eru stöðuvötn, en röðin mundi ekki breytast þótt þau væru tekin út.
  1. Rússland 17.075.200 km2
  2. Kanada 9.976.140 km2
  3. Bandaríkin 9.629.091 km2
Upplýsingar um tiltekin lönd er að finna í Country datafiles. Þar fengust eftirfarandi upplýsingar um Noreg:
  • Fólksfjöldi: 4.604.745
  • Flatarmál: 324.220 km2
Grænland er hins vegar ekki á GeoHive, væntanlega vegna þess að það er hluti Danmerkur, en þó er ekki minnst á það í kaflanum um Danmörku. Þá er hægt að leita í World Factbook sem leyniþjónusta Bandaríkjanna, CIA, gefur út. Þótt yfirlit yfir sögu og stjórnmálaástand sé oft yfirborðskennt og villandi þá eru tölur og staðsetningar á hreinu. Á síðu um Grænland fengust þær upplýsingar að flatarmál þess er 2.175.600 km2, en þar af eru 1.833.900 km2 ísbreiða.

Á síðu um Víetnam í World Factbook stendur meðal annars:
Staðsetning: Suðaustur-Asía, strönd liggur að Tælandsflóa, Tonkinflóa og Suður-Kínahafi, landamæri að Kína, Laos og Kambódíu.
Á setrinu má einnig finna kort af ýmsum svæðum, meðal annars Suðaustur-Asíu. Þar sést staðsetning Víetnam mjög vel.

Þess má að lokum geta að svarshöfundur vissi ekki af þessum heimildum þegar hann byrjaði að vinna svarið en fann þær með hjálp leitarvéla, meðal annars google og yahoo. Þar er best að byrja ef ef ekki liggur fyrir hvar er best að leita. Oft þarf að vera þolinmóður og prófa sig áfram með leitarorð.

...