Sólin Sólin Rís 08:22 • sest 18:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:46 • Sest 06:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:12 • Síðdegis: 17:29 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:25 • Síðdegis: 23:46 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:22 • sest 18:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:46 • Sest 06:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:12 • Síðdegis: 17:29 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:25 • Síðdegis: 23:46 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Ef ég vil stofna nýjan stjórnmálaflokk og fara í framboð, hvernig geri ég það?

Árni Helgason

Það eru engin skilyrði í lögum sem þarf að uppfylla til að stofna stjórnmálaflokk, enda er það réttur hvers og eins að stofna flokk eða samtök um tiltekin markmið eða hugsjónir. Þannig þarf til að mynda ekki leyfi frá stjórnvöldum til að stofna stjórnmálaflokk eða samtök –  þau verða til við það eitt að hópur einstaklinga tekur sig saman og ákveður að stofna slík samtök. Það ræðst svo af stefnumálunum, kynningunni og eldmóði þeirra sem stofna flokkinn hvort hann stækkar og eflist.


Í stórnarskránni segir: Rétt eiga menn á að stofna félög í sérhverjum löglegum tilgangi, þar með talin stjórnmálafélög og stéttarfélög, án þess að sækja um leyfi til þess.

Þessi réttur til að stofna flokk eða samtök er varinn í félagafrelsisákvæði 74. gr. stjórnarskrárinnar en þar segir í 1. mgr.: 
Rétt eiga menn á að stofna félög  í sérhverjum löglegum tilgangi, þar með talin stjórnmálafélög og stéttarfélög, án þess að sækja um leyfi til þess. Félag má ekki leysa upp með ráðstöfun stjórnvalds. Banna má þó um sinn starfsemi félags sem er talið hafa ólöglegan tilgang, en höfða verður þá án ástæðulausrar tafar mál gegn því til að fá því slitið með dómi.
Eins og þetta ákvæði ber með sér er rétturinn til að stofna stjórnmálaflokka sterkur, en í algerum undantekningartilfellum er heimilt að  banna starfsemi félags sem talið er hafa ólögmætan tilgang en kveðið er á um í ákvæðinu að höfða verði án ástæðulausrar tafar mál gegn félaginu til að fá því slitið með dómi. Á þessa heimild hefur ekki enn reynt hér á landi og ljóst er að hún yrði túlkuð mjög þröngt enda er það afar ólýðræðislegt ef sitjandi stjórnvöld geta staðið gegn því að tilteknir flokkar eða félög séu stofnuð.

 

Í 7. kafla laga um kosningar til Alþingis nr. 24/2000 er tekið fram hvaða reglur gilda um framboð og hvernig staðið skuli að þeim, svo sem um tímafresti, fjölda frambjóðenda og fleiri skilyrði sem framboð verða að uppfylla. Í 1. mgr. 30. gr. segir að þegar alþingiskosningar eigi að fara fram skulu öll framboð tilkynnt skriflega yfirkjörstjórn þeirri sem í hlut á eigi síðar en klukkan 12 á hádegi 15 dögum fyrir kjördag. Í 31. gr. segir að á framboðslista skuli vera nöfn tvöfalt fleiri frambjóðenda en nemur þingsætum í kjördæminu, hvorki fleiri né færri.

Í 32. gr. segir að  hverjum framboðslista skuli fylgja skrifleg yfirlýsing allra þeirra sem á listanum eru um að þeir hafi leyft að setja nöfn sín á listann. Framboðslista skal og fylgja skrifleg yfirlýsing um stuðning við listann frá kjósendum í hlutaðeigandi kjördæmi. Tilgreina skal nafn meðmælanda, kennitölu hans og heimili. Fjöldi meðmælenda skal vera margfeldi af þingsætatölu kjördæmisins og talnanna 30 að lágmarki og 40 að hámarki.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimild:
  • Lög um kosningar til Alþingis nr. 24/2000.

Mynd:

Höfundur

lögfræðingur

Útgáfudagur

21.9.2009

Spyrjandi

Kristín Tómasdóttir

Tilvísun

Árni Helgason. „Ef ég vil stofna nýjan stjórnmálaflokk og fara í framboð, hvernig geri ég það?“ Vísindavefurinn, 21. september 2009, sótt 16. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=16944.

Árni Helgason. (2009, 21. september). Ef ég vil stofna nýjan stjórnmálaflokk og fara í framboð, hvernig geri ég það? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=16944

Árni Helgason. „Ef ég vil stofna nýjan stjórnmálaflokk og fara í framboð, hvernig geri ég það?“ Vísindavefurinn. 21. sep. 2009. Vefsíða. 16. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=16944>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Ef ég vil stofna nýjan stjórnmálaflokk og fara í framboð, hvernig geri ég það?
Það eru engin skilyrði í lögum sem þarf að uppfylla til að stofna stjórnmálaflokk, enda er það réttur hvers og eins að stofna flokk eða samtök um tiltekin markmið eða hugsjónir. Þannig þarf til að mynda ekki leyfi frá stjórnvöldum til að stofna stjórnmálaflokk eða samtök –  þau verða til við það eitt að hópur einstaklinga tekur sig saman og ákveður að stofna slík samtök. Það ræðst svo af stefnumálunum, kynningunni og eldmóði þeirra sem stofna flokkinn hvort hann stækkar og eflist.


Í stórnarskránni segir: Rétt eiga menn á að stofna félög í sérhverjum löglegum tilgangi, þar með talin stjórnmálafélög og stéttarfélög, án þess að sækja um leyfi til þess.

Þessi réttur til að stofna flokk eða samtök er varinn í félagafrelsisákvæði 74. gr. stjórnarskrárinnar en þar segir í 1. mgr.: 
Rétt eiga menn á að stofna félög  í sérhverjum löglegum tilgangi, þar með talin stjórnmálafélög og stéttarfélög, án þess að sækja um leyfi til þess. Félag má ekki leysa upp með ráðstöfun stjórnvalds. Banna má þó um sinn starfsemi félags sem er talið hafa ólöglegan tilgang, en höfða verður þá án ástæðulausrar tafar mál gegn því til að fá því slitið með dómi.
Eins og þetta ákvæði ber með sér er rétturinn til að stofna stjórnmálaflokka sterkur, en í algerum undantekningartilfellum er heimilt að  banna starfsemi félags sem talið er hafa ólögmætan tilgang en kveðið er á um í ákvæðinu að höfða verði án ástæðulausrar tafar mál gegn félaginu til að fá því slitið með dómi. Á þessa heimild hefur ekki enn reynt hér á landi og ljóst er að hún yrði túlkuð mjög þröngt enda er það afar ólýðræðislegt ef sitjandi stjórnvöld geta staðið gegn því að tilteknir flokkar eða félög séu stofnuð.

 

Í 7. kafla laga um kosningar til Alþingis nr. 24/2000 er tekið fram hvaða reglur gilda um framboð og hvernig staðið skuli að þeim, svo sem um tímafresti, fjölda frambjóðenda og fleiri skilyrði sem framboð verða að uppfylla. Í 1. mgr. 30. gr. segir að þegar alþingiskosningar eigi að fara fram skulu öll framboð tilkynnt skriflega yfirkjörstjórn þeirri sem í hlut á eigi síðar en klukkan 12 á hádegi 15 dögum fyrir kjördag. Í 31. gr. segir að á framboðslista skuli vera nöfn tvöfalt fleiri frambjóðenda en nemur þingsætum í kjördæminu, hvorki fleiri né færri.

Í 32. gr. segir að  hverjum framboðslista skuli fylgja skrifleg yfirlýsing allra þeirra sem á listanum eru um að þeir hafi leyft að setja nöfn sín á listann. Framboðslista skal og fylgja skrifleg yfirlýsing um stuðning við listann frá kjósendum í hlutaðeigandi kjördæmi. Tilgreina skal nafn meðmælanda, kennitölu hans og heimili. Fjöldi meðmælenda skal vera margfeldi af þingsætatölu kjördæmisins og talnanna 30 að lágmarki og 40 að hámarki.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimild:
  • Lög um kosningar til Alþingis nr. 24/2000.

Mynd:...