Sólin Sólin Rís 03:42 • sest 23:23 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:28 • Sest 23:32 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:35 • Síðdegis: 13:20 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:50 • Síðdegis: 19:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 03:42 • sest 23:23 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:28 • Sest 23:32 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:35 • Síðdegis: 13:20 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:50 • Síðdegis: 19:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er merkingin í viðskeytunum -ismi og -isti, samanber módernismi og póstmódernisti?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Viðskeytin –ismi og –isti bera sjálf enga merkingu en þau setja þau orð sem þeim er skeytt við í ákveðna merkingarflokka. Viðskeytið –ismi er ekki virkt til nýmyndunar í íslensku en það er notað við aðlögun tökuorða sem borist hafa hingað úr dönsku með viðskeytinu –isme eða úr ensku með viðskeytinu –ism. Þannig táknar orðið femínismi ákveðna hreyfingu, rasismi ákveðna fordóma, alkóhólismi ákveðið ástand, kommúnismi, sósíalismi, kapítalismi ákveðnar stjórnmálalegar skoðanir, aþeismi ákveðnar skoðanir varðandi trúmál, fútúrismi, impressíónismi og mínímalismi stefnur í listum og svo framvegis.

Viðskeytið –isti aftur á móti er notað um persónur sem hafa ákveðnar skoðanir eins og aþeisti, femínisti, rasisti, kommúnisti, sósíalisti marxisti, leika á ákveðin hljóðfæri eins og bassisti, gítaristi, píanisti, hornisti eða hafa ánetjast einhverju eins og dópisti, hassisti, kókisti. Öll þessi orð eru aðlöguð tökuorð og viðskeytið er lítið virkt til íslenskrar nýmyndunar. Þó má nefna orðin kúristi yfir þann sem liggur í bókum og fallisti um þann sem fellur á prófi. Þau eru mynduð af sögnunum að falla og kúra.

Bæði viðskeytin eiga rætur að rekja til grísku, -ismós og –istēs, sem þaðan bárust í latínu –ismus og –ista. Úr latínu voru þau tekin upp í frönsku, -isme og –iste, og þaðan bárust þau síðan í ensku og Norðurlandamál. Þýska tók –ismus beint úr latínu.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:
  • Myndin er af byggingu í módernískum anda. Hún er fengin af síðunni About.com. Sótt 12.5.2009.

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

12.5.2009

Spyrjandi

Þóra Pétursdóttir

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvað er merkingin í viðskeytunum -ismi og -isti, samanber módernismi og póstmódernisti?“ Vísindavefurinn, 12. maí 2009, sótt 15. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=16949.

Guðrún Kvaran. (2009, 12. maí). Hvað er merkingin í viðskeytunum -ismi og -isti, samanber módernismi og póstmódernisti? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=16949

Guðrún Kvaran. „Hvað er merkingin í viðskeytunum -ismi og -isti, samanber módernismi og póstmódernisti?“ Vísindavefurinn. 12. maí. 2009. Vefsíða. 15. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=16949>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er merkingin í viðskeytunum -ismi og -isti, samanber módernismi og póstmódernisti?
Viðskeytin –ismi og –isti bera sjálf enga merkingu en þau setja þau orð sem þeim er skeytt við í ákveðna merkingarflokka. Viðskeytið –ismi er ekki virkt til nýmyndunar í íslensku en það er notað við aðlögun tökuorða sem borist hafa hingað úr dönsku með viðskeytinu –isme eða úr ensku með viðskeytinu –ism. Þannig táknar orðið femínismi ákveðna hreyfingu, rasismi ákveðna fordóma, alkóhólismi ákveðið ástand, kommúnismi, sósíalismi, kapítalismi ákveðnar stjórnmálalegar skoðanir, aþeismi ákveðnar skoðanir varðandi trúmál, fútúrismi, impressíónismi og mínímalismi stefnur í listum og svo framvegis.

Viðskeytið –isti aftur á móti er notað um persónur sem hafa ákveðnar skoðanir eins og aþeisti, femínisti, rasisti, kommúnisti, sósíalisti marxisti, leika á ákveðin hljóðfæri eins og bassisti, gítaristi, píanisti, hornisti eða hafa ánetjast einhverju eins og dópisti, hassisti, kókisti. Öll þessi orð eru aðlöguð tökuorð og viðskeytið er lítið virkt til íslenskrar nýmyndunar. Þó má nefna orðin kúristi yfir þann sem liggur í bókum og fallisti um þann sem fellur á prófi. Þau eru mynduð af sögnunum að falla og kúra.

Bæði viðskeytin eiga rætur að rekja til grísku, -ismós og –istēs, sem þaðan bárust í latínu –ismus og –ista. Úr latínu voru þau tekin upp í frönsku, -isme og –iste, og þaðan bárust þau síðan í ensku og Norðurlandamál. Þýska tók –ismus beint úr latínu.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:
  • Myndin er af byggingu í módernískum anda. Hún er fengin af síðunni About.com. Sótt 12.5.2009.
...