Viðskeytið –isti aftur á móti er notað um persónur sem hafa ákveðnar skoðanir eins og aþeisti, femínisti, rasisti, kommúnisti, sósíalisti marxisti, leika á ákveðin hljóðfæri eins og bassisti, gítaristi, píanisti, hornisti eða hafa ánetjast einhverju eins og dópisti, hassisti, kókisti. Öll þessi orð eru aðlöguð tökuorð og viðskeytið er lítið virkt til íslenskrar nýmyndunar. Þó má nefna orðin kúristi yfir þann sem liggur í bókum og fallisti um þann sem fellur á prófi. Þau eru mynduð af sögnunum að falla og kúra.
Bæði viðskeytin eiga rætur að rekja til grísku, -ismós og –istēs, sem þaðan bárust í latínu –ismus og –ista. Úr latínu voru þau tekin upp í frönsku, -isme og –iste, og þaðan bárust þau síðan í ensku og Norðurlandamál. Þýska tók –ismus beint úr latínu.
Frekara lesefni á Vísindavefnum:- Hver er munurinn á slettum, slangri og tökuorðum? eftir Guðrúnu Kvaran
- Hvað er módernismi? eftir Njörð Sigurjónsson
- Hvað er póstmódernismi? eftir Birnu Bjarnadóttur
- Myndin er af byggingu í módernískum anda. Hún er fengin af síðunni About.com. Sótt 12.5.2009.
