Sólin Sólin Rís 09:53 • sest 17:32 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:01 • Sest 11:02 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:05 • Síðdegis: 19:23 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:55 • Síðdegis: 13:22 í Reykjavík

Hver er tilgangurinn með kennitölu?

Emelía Eiríksdóttir

Kennitala er 10 tölustafa auðkennisnúmer sem einstaklingar, félög, samtök, stofnanir og fyrirtæki á Íslandi nota til auðkenna sig í viðskiptum og samskiptum við hvert annað. Hver kennitala er einstök, það er að segja engar tvær kennitölur eru eins, enda er kennitala notuð til að geta gert greinarmun á til dæmis einstaklingum sem bera sama nafn og/eða á þeim sem fæddir eru sama dag.

Eins og kemur fram í svari við spurningunni Hvernig verða síðustu fjórir tölustafirnir í íslensku kennitölunni til?, þá er kennitala einstaklings uppbyggð af tíu tölustafa númeri, það er að segja DDMMÁÁ-RTVÖ. Fyrstu sex tölustafirnir gefa til kynna fæðingardag viðkomandi, það er dag (DD), mánuð (MM) og ár (ÁÁ). Næstu tveir tölustafir (RT) kallast raðtala; hún hefur enga merkingu og er úthlutað í röð frá 20 upp í 99. Næsti tölustafur er svokölluð vartala eða öryggistala og er hún útreiknuð; hún má vera á bilinu 0 til 9. Aftasti tölustafurinn í kennitölunni merkir árabilið sem fólk er fætt á. Fólk sem fætt er 1900-1999 fær endinguna 9, þeir sem fæddir eru 2000-2099 fá 0, þeir sem fæddir eru 2100-2199 fá 1 og svo framvegis.

Kennitala annarra en einstaklinga byggist á stofndagssetningu viðkomandi félags, samtaka, stofnunar eða fyrirtækis auk þess sem talan 4 bætist við fremsta tölustafinn. Fyrstu sex tölustafirnir í félagi stofnað 8. nóvember 2011 (það er 08.11.11) væri þá 481111, það er að segja:

Stofndagssetning081111
 ++++++
Fjórum bætt við fremsta tölustafinn400000
Fyrstu sex tölustafirnir í kennitölu félagsins481111

Fjórir seinustu tölustafirnir í kennitölu félagsins eru síðan fengnir á sama hátt og kennitala einstaklinga hér að ofan.

Af ofangreindri umræðu sést glögglega að kennitölur einstaklinga byrja á 0, 1, 2 eða 3 á meðan kennitölur sem byrja á 4, 5, 6 eða 7 tilheyra öðrum.

Heimildir:

Höfundur

Emelía Eiríksdóttir

efnafræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

11.11.2011

Spyrjandi

Elna Ragnarsdóttir, Snorri Arinbjarnarson

Tilvísun

Emelía Eiríksdóttir. „Hver er tilgangurinn með kennitölu?“ Vísindavefurinn, 11. nóvember 2011. Sótt 6. febrúar 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=17085.

Emelía Eiríksdóttir. (2011, 11. nóvember). Hver er tilgangurinn með kennitölu? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=17085

Emelía Eiríksdóttir. „Hver er tilgangurinn með kennitölu?“ Vísindavefurinn. 11. nóv. 2011. Vefsíða. 6. feb. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=17085>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver er tilgangurinn með kennitölu?
Kennitala er 10 tölustafa auðkennisnúmer sem einstaklingar, félög, samtök, stofnanir og fyrirtæki á Íslandi nota til auðkenna sig í viðskiptum og samskiptum við hvert annað. Hver kennitala er einstök, það er að segja engar tvær kennitölur eru eins, enda er kennitala notuð til að geta gert greinarmun á til dæmis einstaklingum sem bera sama nafn og/eða á þeim sem fæddir eru sama dag.

Eins og kemur fram í svari við spurningunni Hvernig verða síðustu fjórir tölustafirnir í íslensku kennitölunni til?, þá er kennitala einstaklings uppbyggð af tíu tölustafa númeri, það er að segja DDMMÁÁ-RTVÖ. Fyrstu sex tölustafirnir gefa til kynna fæðingardag viðkomandi, það er dag (DD), mánuð (MM) og ár (ÁÁ). Næstu tveir tölustafir (RT) kallast raðtala; hún hefur enga merkingu og er úthlutað í röð frá 20 upp í 99. Næsti tölustafur er svokölluð vartala eða öryggistala og er hún útreiknuð; hún má vera á bilinu 0 til 9. Aftasti tölustafurinn í kennitölunni merkir árabilið sem fólk er fætt á. Fólk sem fætt er 1900-1999 fær endinguna 9, þeir sem fæddir eru 2000-2099 fá 0, þeir sem fæddir eru 2100-2199 fá 1 og svo framvegis.

Kennitala annarra en einstaklinga byggist á stofndagssetningu viðkomandi félags, samtaka, stofnunar eða fyrirtækis auk þess sem talan 4 bætist við fremsta tölustafinn. Fyrstu sex tölustafirnir í félagi stofnað 8. nóvember 2011 (það er 08.11.11) væri þá 481111, það er að segja:

Stofndagssetning081111
 ++++++
Fjórum bætt við fremsta tölustafinn400000
Fyrstu sex tölustafirnir í kennitölu félagsins481111

Fjórir seinustu tölustafirnir í kennitölu félagsins eru síðan fengnir á sama hátt og kennitala einstaklinga hér að ofan.

Af ofangreindri umræðu sést glögglega að kennitölur einstaklinga byrja á 0, 1, 2 eða 3 á meðan kennitölur sem byrja á 4, 5, 6 eða 7 tilheyra öðrum.

Heimildir:...