Sólin Sólin Rís 03:29 • sest 23:24 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 03:35 • Sest 09:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:38 • Síðdegis: 23:07 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:33 • Síðdegis: 16:38 í Reykjavík

Af hvaða tegund er apinn hennar Línu langsokks?

Ritstjórn Vísindavefsins


Þetta er rannsóknarefni sem mörgum vísindamönnum er hugleikið. Margt bendir til þess að herra Níels, eða herr Nilsson eins og hann heitir á móðurmáli Línu, sé af tegundinni Simius fictionalis. Þetta má til dæmis leiða af lestri bókanna um Línu (sjá Lindgren 1948; 1949; 1950). Heimkynni Simius fictionalis eru í skáldskap af ýmsu tagi, svo sem skáldsögum, ljóðum, leikritum og kvikmyndum. Hann lifir helst á pappír eða filmum en í seinni tíð hefur hann einnig tileinkað sér rafræna næringu.

Þessu andmæla aðdáendur kvikmyndanna um Línu og vini hennar. Þeir segja herra Níels vera af tegundinni Saimiri boliviensis sem kalla má höfuðkúpuapa (sbr. dönsku: „dødninghovedabe” og þýsku: „Totenkopfäffchen”) eða bólivískan íkornaapa (sbr. ensku: „Bolivian squirrel monkey”). Eins og nafnið gefur til kynna er sá api ættaður frá Suður-Ameríku, nánar tiltekið frá Ekvador, Chile, Brasilíu eða Bólivíu.

Þeir sem hliðhollir eru bókunum segja á móti að það sé aðeins leikarinn í kvikmyndinni sem er höfuðkúpuapi en hinn raunverulegi Níels haldi alltaf áfram að vera skáldskapar- eða hugarflugsapi. Ritstjórn Vísindavefsins treystir sér ekki til að skera úr um þetta og telur báða kostina koma til greina.

Skoðið einnig skyld svör:

Heimildir:

Lindgren, Astrid (1948), [Pippi Långstrump]. Lína langsokkur / Jakob Ó. Pétursson færði í íslenzkan búning.

Lindgren, Astrid (1949), [Pippi Långstrump går ombord]. Lína langsokkur ætlar til sjós / Jakob Ó. Pétursson færði í íslenzkan búning.

Lindgren, Astrid (1950), Lína langsokkur í Suðurhöfum / Jakob Ó. Pétursson færði í íslenzkan búning.

Vefsetur dýragarðsins í Gettorf

Odense Zoo

Vefsetur dýragarðsins í Melbourne

Myndir:

Lína og herra Níels: Postershop.co.uk

Apamóðir og ungi: Odense Zoo

Þetta svar er svokallað „föstudagssvar” af hálfu ritstjórnar og ber því ekki að taka því sem fúlustu alvöru.

Útgáfudagur

22.6.2001

Spyrjandi

Gísli Gíslason

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins. „Af hvaða tegund er apinn hennar Línu langsokks? “ Vísindavefurinn, 22. júní 2001. Sótt 29. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=1731.

Ritstjórn Vísindavefsins. (2001, 22. júní). Af hvaða tegund er apinn hennar Línu langsokks? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=1731

Ritstjórn Vísindavefsins. „Af hvaða tegund er apinn hennar Línu langsokks? “ Vísindavefurinn. 22. jún. 2001. Vefsíða. 29. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=1731>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hvaða tegund er apinn hennar Línu langsokks?

Þetta er rannsóknarefni sem mörgum vísindamönnum er hugleikið. Margt bendir til þess að herra Níels, eða herr Nilsson eins og hann heitir á móðurmáli Línu, sé af tegundinni Simius fictionalis. Þetta má til dæmis leiða af lestri bókanna um Línu (sjá Lindgren 1948; 1949; 1950). Heimkynni Simius fictionalis eru í skáldskap af ýmsu tagi, svo sem skáldsögum, ljóðum, leikritum og kvikmyndum. Hann lifir helst á pappír eða filmum en í seinni tíð hefur hann einnig tileinkað sér rafræna næringu.

Þessu andmæla aðdáendur kvikmyndanna um Línu og vini hennar. Þeir segja herra Níels vera af tegundinni Saimiri boliviensis sem kalla má höfuðkúpuapa (sbr. dönsku: „dødninghovedabe” og þýsku: „Totenkopfäffchen”) eða bólivískan íkornaapa (sbr. ensku: „Bolivian squirrel monkey”). Eins og nafnið gefur til kynna er sá api ættaður frá Suður-Ameríku, nánar tiltekið frá Ekvador, Chile, Brasilíu eða Bólivíu.

Þeir sem hliðhollir eru bókunum segja á móti að það sé aðeins leikarinn í kvikmyndinni sem er höfuðkúpuapi en hinn raunverulegi Níels haldi alltaf áfram að vera skáldskapar- eða hugarflugsapi. Ritstjórn Vísindavefsins treystir sér ekki til að skera úr um þetta og telur báða kostina koma til greina.

Skoðið einnig skyld svör:

Heimildir:

Lindgren, Astrid (1948), [Pippi Långstrump]. Lína langsokkur / Jakob Ó. Pétursson færði í íslenzkan búning.

Lindgren, Astrid (1949), [Pippi Långstrump går ombord]. Lína langsokkur ætlar til sjós / Jakob Ó. Pétursson færði í íslenzkan búning.

Lindgren, Astrid (1950), Lína langsokkur í Suðurhöfum / Jakob Ó. Pétursson færði í íslenzkan búning.

Vefsetur dýragarðsins í Gettorf

Odense Zoo

Vefsetur dýragarðsins í Melbourne

Myndir:

Lína og herra Níels: Postershop.co.uk

Apamóðir og ungi: Odense Zoo

Þetta svar er svokallað „föstudagssvar” af hálfu ritstjórnar og ber því ekki að taka því sem fúlustu alvöru.

...