Sólin Sólin Rís 03:48 • sest 23:17 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:45 • Síðdegis: 15:34 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:01 • Síðdegis: 21:55 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 03:48 • sest 23:17 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:45 • Síðdegis: 15:34 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:01 • Síðdegis: 21:55 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju er sérstaklega tekið fram á umbúðum sumra drykkjarvara að þær innihaldi fenýlalanín?

EE

Samkvæmt reglugerð nr. 503/2005 um merkingu matvæla er skylt að merkja matvæli sem innihalda sætuefnið aspartam með orðunum: „Inniheldur fenýlalanín“. Ástæðan fyrir þessu er að fólki sem er haldið sjúkdómnum PKU stafar hætta af því að neyta matvæla sem innihalda mikið fenýlalanín eða efni sem losa út fenýlalanín við neyslu. Með þessum merkingum er því verið að koma til móts við þolendur þessa hættulega sjúkdóms.

Drykkirnir sem spurt er um innihalda ekki fenýlalanín á hreinu formi heldur aspartam. Þegar aspartam er brotið niður í líkamanum losnar fenýlalanín. Öðrum en þeim sem hafa sjúkdóminn PKU stafar ekki hætta af þessu niðurbrotsferli.

Margir drykkir innihelda sætuefnið penýlalanín og bera drykkirnir því áletrunina: „Inniheldur fenýlalanín“.

Mynd:

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:
Ýmsir skyrdrykkir, Coca Cola Light og Sprite Zero innihalda fenlýlalanín. Hvað er fenýlanín?

Höfundur

Útgáfudagur

26.9.2013

Spyrjandi

Jón Oddsson

Tilvísun

EE. „Af hverju er sérstaklega tekið fram á umbúðum sumra drykkjarvara að þær innihaldi fenýlalanín?“ Vísindavefurinn, 26. september 2013, sótt 17. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=17457.

EE. (2013, 26. september). Af hverju er sérstaklega tekið fram á umbúðum sumra drykkjarvara að þær innihaldi fenýlalanín? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=17457

EE. „Af hverju er sérstaklega tekið fram á umbúðum sumra drykkjarvara að þær innihaldi fenýlalanín?“ Vísindavefurinn. 26. sep. 2013. Vefsíða. 17. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=17457>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju er sérstaklega tekið fram á umbúðum sumra drykkjarvara að þær innihaldi fenýlalanín?
Samkvæmt reglugerð nr. 503/2005 um merkingu matvæla er skylt að merkja matvæli sem innihalda sætuefnið aspartam með orðunum: „Inniheldur fenýlalanín“. Ástæðan fyrir þessu er að fólki sem er haldið sjúkdómnum PKU stafar hætta af því að neyta matvæla sem innihalda mikið fenýlalanín eða efni sem losa út fenýlalanín við neyslu. Með þessum merkingum er því verið að koma til móts við þolendur þessa hættulega sjúkdóms.

Drykkirnir sem spurt er um innihalda ekki fenýlalanín á hreinu formi heldur aspartam. Þegar aspartam er brotið niður í líkamanum losnar fenýlalanín. Öðrum en þeim sem hafa sjúkdóminn PKU stafar ekki hætta af þessu niðurbrotsferli.

Margir drykkir innihelda sætuefnið penýlalanín og bera drykkirnir því áletrunina: „Inniheldur fenýlalanín“.

Mynd:

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:
Ýmsir skyrdrykkir, Coca Cola Light og Sprite Zero innihalda fenlýlalanín. Hvað er fenýlanín?

...