Sólin Sólin Rís 02:57 • sest 24:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:51 • Sest 07:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:40 • Síðdegis: 21:03 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:39 • Síðdegis: 14:42 í Reykjavík

Hvaða áhrif hefur tyggjó á líkamann?

Þuríður Þorbjarnardóttir

Tyggjó er ein elsta sælgætistegund heims. Mannfræðingar hafa komist að því að næstum öll menningarsamfélög í sögunni hafa tuggið tyggjó í einhverri mynd og er þessi siður nokkur þúsund ára gamall.

Hráefni og innihaldsefni í tyggjói eru breytileg eftir tíma og stað. Klumpar af trjákvoðu voru algengasta tegundin af tyggjói til forna, en einnig tuggði fólk sæt grös, laufblöð, korntegundir og vax. Forngrikkir tuggðu blöð mastixtrés (Pistacia lentiscus), Mayar í Mið-Ameríku storknaðan mjólkursafa úr sapodillatrénu og indíánar Norður-Ameríku tuggðu trjákvoðu úr grenitrjám.

Tyggjó með ýmiss konar mintubragði hefur notið mikilla vinsælda allt frá því að byrjað var að bragðbæta tyggjó á seinni hluta 19. aldar.

Tyggjó var fyrst sett á markað árið 1848 í Bandaríkjunum og var það gert úr grenitrjákvoðu. Fljótlega var farið að bæta paraffínolíu út í það til að mýkja og nokkru seinna var farið að bæta bragðefnum við. Helsta vandamál við gerð tyggigúmmís var að finna bragðefni sem entist, en piparminta hefur reynst best. Eftir seinni heimsstyrjöldina lærðu efnafræðingar að búa til gervigúmmí eins og vínýlasetat og pólýísóbútýlen.

Öll tyggigúmmí innihalda sams konar meginefni: einhvers konar gúmmí, mýkingarefni, sætuefni og bragðefni. Gúmmígrunnurinn í tyggjói er eitthvert næringarsnautt, ómeltanlegt efni sem leysist ekki upp í vatni og getur verið af ýmsum gerðum, til dæmis úr plöntunum sem taldar voru upp hér að ofan, en nútímatyggjó er yfirleitt gert úr gervigúmmíi.

Mýkingarefni er notað til að halda grunninum rökum og hindra að hann verði harður eða molni. Glýserín eða jurtaolíur eru vinsælustu mýkingarefnin.

Tyggjó er yfirleitt gert sætt með sykri eða kornsírópi, en 1950 var fyrst farið að nota gervisykur til að losna við sykur og slæm áhrif hans á tannheilsu. Gervisykurinn er yfirleitt svokölluð sykuralkóhól, eins og sorbítól, mannitól og xýlitól. Annar vinsæll gervisykur í tyggjói er aspartam sem er afleiða af amínósýrunni fenýlalanín. Þeir sem fæðast með óþol fyrir þessari amínósýru mega ekki neyta fæðutegunda sem innihalda hana, þar með talið tyggjó.

Margs konar bragðefni hafa verið prófuð í tyggjói, til dæmis vanilla, kóla, kanill, ávaxtabragðtegundir og síðast en ekki síst ýmiss konar mintubragð.

Auk þessara fjögurra helstu innihaldsefna er öðrum innihaldsefnum stundum bætt við tyggjó í læknisfræðilegum tilgangi, til dæmis pepsíni gegn brjóstsviða og nikótíni til að hjálpa fólki að hætta að reykja.

Sykurlaust tyggjó er talið geta haft góð áhrif á tannheilsu.

Tyggigúmmí hefur ýmis áhrif á heilsu manna. Sykurlaust tyggjó með sætuefnum eins og xýlitól og sorbítól getur haft jákvæð áhrif á tannheilsu. Notkun tyggigúmmís dregur úr hættu á tannskemmdum með því að auka munnvatnsseyti, jafnvel tífalt, en munnvatn þynnir og skolar burt sýru sem bakteríur í munni mynda úr sykri. Þessar sýrur leysa upp glerung tannanna sem er fyrsta stigið í myndun tannskemmdar. Tyggjó dregur einnig úr myndun tannsteins og tannsýklu (sem er skánin utan á tönnunum). Einnig hreinsar það tennurnar með beinum hætti þegar matarleifar festast í því. Auk þess eru sætuefni sum þess eðlis að þau hindra vöxt tiltekinna baktería í munninum og minnka því líkur á hálsbólgu af þeim sökum. Rannsóknir hafa jafnvel sýnt að notkun tyggigúmmís eftir skurðaðgerðir á meltingarveginum flýti fyrir bata með því að koma seyti meltingarsafa í gang og þar með starfsemi í meltingarveginum.

Bresk rannsókn frá 2006 sýndi að notkun tyggigúmmís kom í veg fyrir löngun í sætindi milli mála. Hún dró aftur á móti ekki úr löngun í snarl sem inniheldur mikið salt. Önnur rannsókn sýndi að ef tyggigúmmí er tuggið í hálftíma eftir máltíð dregur það úr bakflæði magasýru upp í vélindað. Annar kostur við tyggjó er að það kemur í veg fyrir munnþurrk sem getur verið mjög óþægilegur og leitt til myndunar sprungna í slímhúð eða á tungu og/eða andremmu. Sumir segja að notkun tyggjós dragi úr streitu. Bandaríkjamenn notuðu tyggjó í þessum tilgangi í seinni heimsstyrjöldinni og var það talið betra við streitu en reykingar.

En tyggjó hefur ekki bara kosti, sum innihaldsefni í því geta verið varasöm. Ekki er æskilegt að tyggja tyggigúmmí sem inniheldur sykur. Það eykur hættu á tannskemmdum og öðrum kvillum þar sem sykur kemur við sögu, eins og offitu og sykursýki. Mýkingarefnið glýserín fer illa í meltingarveg sumra neytenda. Sumir þola illa sætuefnið sorbítól sem finnst í sumum tegundum af tyggjói og getur það komið fram sem óþægindi í meltingarvegi, eins og niðurgangur. Enn aðrir verða að sneiða hjá tyggjói með aspartami vegna óþols fyrir fenýlalaníni eins og kom fram áður, auk þess sem rannsóknir benda bil að aspartam megi tengja við krabbamein, sykursýki, taugakvilla og fæðingargalla. Fólk sem er viðkvæmt fyrir sorbítóli eða aspartami ætti frekar að nota tyggjó með gervisykrinum xýlitóli.

Notkun á tyggjói fylgir álag á kjálkaliði, þar sem það eykur slit á brjóskinu sem er höggdeyfir í þeim. Ef skemmdir verða á brjóskinu getur það leitt til verkja í kjálkum það sem eftir er. Þegar tuggið er eru notaðir átta andlitsvöðvar. Óþarfatyggingar geta stuðlað að þrálátri spennu í tveimur þessara vöðva, nálægt gagnaugunum. Það getur leitt til þrýstings á taugar í þessum hluta höfuðsins sem getur orsakað þráláta höfuðverki sem koma og fara.

Tyggjó í munni getur haft ýmis áhrif, góð og slæm, en tyggjó á gangstétt ætti ekki að sjást.

Eins og greint var frá hér að ofan stuðlar notkun tyggjós að sírennsli munnvatns. Segja má að þetta sé óþarfasóun á orku og efnum sem mætti nota í aðra efnaskiptastarfsemi. Þetta skiptir ekki máli í langflestum tilfellum en má samt nefna sem staðreynd um tyggjó. Tygging setur einnig í gang seyti magasafa, því að maginn „heldur“ að fæða sé á leiðinni í hann. Þetta getur verið slæmt fyrir slímhúð magans ef hún er veik fyrir, til dæmis ef hún myndar ekki nóg af verndandi slími.

Þeir sem eru með tannréttingateina ættu að sneiða hjá tyggjói þar sem það getur skekkt þá og þar með dregið úr áhrifum þeirra. Svo má nefna að ef fólk með amalgam-fyllingar sem innihalda kvikasilfur tyggur mikið tyggjó er talið að kvikasilfrið geti leyst upp og borist í meltingarveginn og þaðan út í blóðið, en kvikasilfur er þungmálmur sem safnast fyrir í líkamanum.

Að lokum má benda á að það er ekki hollt að gleypa tyggjó í miklu magni. Ef tyggjó er gleypt aðeins endrum og eins skiptir það engu máli því að það berst í gegnum meltingarveginn ómelt og skilar sér út með hægðum fyrr eða seinna. Ef tyggjói er kyngt oft og í miklu magni er hins vegar möguleiki á að það myndist steinn í smáþörmum þegar tyggjóklessur safnast saman og kalk sest í þær.

Af þessu svari má ráða að notkun tyggjós í hófi getur verið jákvæð, einkum fyrir tannheilsu, en hún kemur þó aldrei í staðinn fyrir burstun tanna og notkun tannþráðs. Sjálfsagt er að nota aðeins þær tegundir sem innihalda xýlitól í stað sykurs, ekki tyggja sig úr kjálkalið og alls ekki henda tyggjóklessum á götur og torg að notkun lokinni.

Heimildir og myndir:

Hér má einnig finna svar við spurningunum:
  • Er tyggjó hollt fyrir tennurnar?
  • Úr hverju er tyggjó búið til?

Höfundur

Útgáfudagur

4.1.2013

Spyrjandi

Unnur Björnsdóttir, Jóhann Sigurður Jóhannsson, Unnur Ösp Hannesdóttir

Tilvísun

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvaða áhrif hefur tyggjó á líkamann?“ Vísindavefurinn, 4. janúar 2013. Sótt 25. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=62451.

Þuríður Þorbjarnardóttir. (2013, 4. janúar). Hvaða áhrif hefur tyggjó á líkamann? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=62451

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvaða áhrif hefur tyggjó á líkamann?“ Vísindavefurinn. 4. jan. 2013. Vefsíða. 25. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=62451>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaða áhrif hefur tyggjó á líkamann?
Tyggjó er ein elsta sælgætistegund heims. Mannfræðingar hafa komist að því að næstum öll menningarsamfélög í sögunni hafa tuggið tyggjó í einhverri mynd og er þessi siður nokkur þúsund ára gamall.

Hráefni og innihaldsefni í tyggjói eru breytileg eftir tíma og stað. Klumpar af trjákvoðu voru algengasta tegundin af tyggjói til forna, en einnig tuggði fólk sæt grös, laufblöð, korntegundir og vax. Forngrikkir tuggðu blöð mastixtrés (Pistacia lentiscus), Mayar í Mið-Ameríku storknaðan mjólkursafa úr sapodillatrénu og indíánar Norður-Ameríku tuggðu trjákvoðu úr grenitrjám.

Tyggjó með ýmiss konar mintubragði hefur notið mikilla vinsælda allt frá því að byrjað var að bragðbæta tyggjó á seinni hluta 19. aldar.

Tyggjó var fyrst sett á markað árið 1848 í Bandaríkjunum og var það gert úr grenitrjákvoðu. Fljótlega var farið að bæta paraffínolíu út í það til að mýkja og nokkru seinna var farið að bæta bragðefnum við. Helsta vandamál við gerð tyggigúmmís var að finna bragðefni sem entist, en piparminta hefur reynst best. Eftir seinni heimsstyrjöldina lærðu efnafræðingar að búa til gervigúmmí eins og vínýlasetat og pólýísóbútýlen.

Öll tyggigúmmí innihalda sams konar meginefni: einhvers konar gúmmí, mýkingarefni, sætuefni og bragðefni. Gúmmígrunnurinn í tyggjói er eitthvert næringarsnautt, ómeltanlegt efni sem leysist ekki upp í vatni og getur verið af ýmsum gerðum, til dæmis úr plöntunum sem taldar voru upp hér að ofan, en nútímatyggjó er yfirleitt gert úr gervigúmmíi.

Mýkingarefni er notað til að halda grunninum rökum og hindra að hann verði harður eða molni. Glýserín eða jurtaolíur eru vinsælustu mýkingarefnin.

Tyggjó er yfirleitt gert sætt með sykri eða kornsírópi, en 1950 var fyrst farið að nota gervisykur til að losna við sykur og slæm áhrif hans á tannheilsu. Gervisykurinn er yfirleitt svokölluð sykuralkóhól, eins og sorbítól, mannitól og xýlitól. Annar vinsæll gervisykur í tyggjói er aspartam sem er afleiða af amínósýrunni fenýlalanín. Þeir sem fæðast með óþol fyrir þessari amínósýru mega ekki neyta fæðutegunda sem innihalda hana, þar með talið tyggjó.

Margs konar bragðefni hafa verið prófuð í tyggjói, til dæmis vanilla, kóla, kanill, ávaxtabragðtegundir og síðast en ekki síst ýmiss konar mintubragð.

Auk þessara fjögurra helstu innihaldsefna er öðrum innihaldsefnum stundum bætt við tyggjó í læknisfræðilegum tilgangi, til dæmis pepsíni gegn brjóstsviða og nikótíni til að hjálpa fólki að hætta að reykja.

Sykurlaust tyggjó er talið geta haft góð áhrif á tannheilsu.

Tyggigúmmí hefur ýmis áhrif á heilsu manna. Sykurlaust tyggjó með sætuefnum eins og xýlitól og sorbítól getur haft jákvæð áhrif á tannheilsu. Notkun tyggigúmmís dregur úr hættu á tannskemmdum með því að auka munnvatnsseyti, jafnvel tífalt, en munnvatn þynnir og skolar burt sýru sem bakteríur í munni mynda úr sykri. Þessar sýrur leysa upp glerung tannanna sem er fyrsta stigið í myndun tannskemmdar. Tyggjó dregur einnig úr myndun tannsteins og tannsýklu (sem er skánin utan á tönnunum). Einnig hreinsar það tennurnar með beinum hætti þegar matarleifar festast í því. Auk þess eru sætuefni sum þess eðlis að þau hindra vöxt tiltekinna baktería í munninum og minnka því líkur á hálsbólgu af þeim sökum. Rannsóknir hafa jafnvel sýnt að notkun tyggigúmmís eftir skurðaðgerðir á meltingarveginum flýti fyrir bata með því að koma seyti meltingarsafa í gang og þar með starfsemi í meltingarveginum.

Bresk rannsókn frá 2006 sýndi að notkun tyggigúmmís kom í veg fyrir löngun í sætindi milli mála. Hún dró aftur á móti ekki úr löngun í snarl sem inniheldur mikið salt. Önnur rannsókn sýndi að ef tyggigúmmí er tuggið í hálftíma eftir máltíð dregur það úr bakflæði magasýru upp í vélindað. Annar kostur við tyggjó er að það kemur í veg fyrir munnþurrk sem getur verið mjög óþægilegur og leitt til myndunar sprungna í slímhúð eða á tungu og/eða andremmu. Sumir segja að notkun tyggjós dragi úr streitu. Bandaríkjamenn notuðu tyggjó í þessum tilgangi í seinni heimsstyrjöldinni og var það talið betra við streitu en reykingar.

En tyggjó hefur ekki bara kosti, sum innihaldsefni í því geta verið varasöm. Ekki er æskilegt að tyggja tyggigúmmí sem inniheldur sykur. Það eykur hættu á tannskemmdum og öðrum kvillum þar sem sykur kemur við sögu, eins og offitu og sykursýki. Mýkingarefnið glýserín fer illa í meltingarveg sumra neytenda. Sumir þola illa sætuefnið sorbítól sem finnst í sumum tegundum af tyggjói og getur það komið fram sem óþægindi í meltingarvegi, eins og niðurgangur. Enn aðrir verða að sneiða hjá tyggjói með aspartami vegna óþols fyrir fenýlalaníni eins og kom fram áður, auk þess sem rannsóknir benda bil að aspartam megi tengja við krabbamein, sykursýki, taugakvilla og fæðingargalla. Fólk sem er viðkvæmt fyrir sorbítóli eða aspartami ætti frekar að nota tyggjó með gervisykrinum xýlitóli.

Notkun á tyggjói fylgir álag á kjálkaliði, þar sem það eykur slit á brjóskinu sem er höggdeyfir í þeim. Ef skemmdir verða á brjóskinu getur það leitt til verkja í kjálkum það sem eftir er. Þegar tuggið er eru notaðir átta andlitsvöðvar. Óþarfatyggingar geta stuðlað að þrálátri spennu í tveimur þessara vöðva, nálægt gagnaugunum. Það getur leitt til þrýstings á taugar í þessum hluta höfuðsins sem getur orsakað þráláta höfuðverki sem koma og fara.

Tyggjó í munni getur haft ýmis áhrif, góð og slæm, en tyggjó á gangstétt ætti ekki að sjást.

Eins og greint var frá hér að ofan stuðlar notkun tyggjós að sírennsli munnvatns. Segja má að þetta sé óþarfasóun á orku og efnum sem mætti nota í aðra efnaskiptastarfsemi. Þetta skiptir ekki máli í langflestum tilfellum en má samt nefna sem staðreynd um tyggjó. Tygging setur einnig í gang seyti magasafa, því að maginn „heldur“ að fæða sé á leiðinni í hann. Þetta getur verið slæmt fyrir slímhúð magans ef hún er veik fyrir, til dæmis ef hún myndar ekki nóg af verndandi slími.

Þeir sem eru með tannréttingateina ættu að sneiða hjá tyggjói þar sem það getur skekkt þá og þar með dregið úr áhrifum þeirra. Svo má nefna að ef fólk með amalgam-fyllingar sem innihalda kvikasilfur tyggur mikið tyggjó er talið að kvikasilfrið geti leyst upp og borist í meltingarveginn og þaðan út í blóðið, en kvikasilfur er þungmálmur sem safnast fyrir í líkamanum.

Að lokum má benda á að það er ekki hollt að gleypa tyggjó í miklu magni. Ef tyggjó er gleypt aðeins endrum og eins skiptir það engu máli því að það berst í gegnum meltingarveginn ómelt og skilar sér út með hægðum fyrr eða seinna. Ef tyggjói er kyngt oft og í miklu magni er hins vegar möguleiki á að það myndist steinn í smáþörmum þegar tyggjóklessur safnast saman og kalk sest í þær.

Af þessu svari má ráða að notkun tyggjós í hófi getur verið jákvæð, einkum fyrir tannheilsu, en hún kemur þó aldrei í staðinn fyrir burstun tanna og notkun tannþráðs. Sjálfsagt er að nota aðeins þær tegundir sem innihalda xýlitól í stað sykurs, ekki tyggja sig úr kjálkalið og alls ekki henda tyggjóklessum á götur og torg að notkun lokinni.

Heimildir og myndir:

Hér má einnig finna svar við spurningunum:
  • Er tyggjó hollt fyrir tennurnar?
  • Úr hverju er tyggjó búið til?
...