Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 24 svör fundust

Hvaðan er lakkrís upprunninn?

Hér er einnig að finna svör við spurningunum: Mig hefur lengi langað til þess að vita hvernig lakkrís er framleiddur. Hvernig er lakkrís framleiddur og úr hvaða hráefnum? Hvernig og úr hverju er lakkrís unninn og getur hann verið hollur fyrir mann? Ef hér er átt við sælgætið lakkrís þá dregur það nafn s...

Nánar

Er vitað hvaða efni finnast í drykknum Coca-Cola?

Hér er einnig svarað spurningunni: Hver er uppskriftin af Coca-Cola? Hver er efnablanda Coca-Cola? Hvað er þetta efni E338 sem er í Coca-Cola með sykri og hvað gerir það? Það er enginn vandi að tilgreina hver helstu innihaldsefni í drykknum Coca-Cola eru, enda koma þau flest fyrir á innihaldslýsingu á umbúðu...

Nánar

Er ætihvönn góð sem grasalyf og ef svo er, hvernig er hún þá matreidd?

Ætihvönn er ein merkasta lækningajurt Íslandssögunnar en hvönnin var notuð á Íslandi allt frá landnámi. Ætihvönnin var vel þekkt meðal fyrstu landnema á Íslandi. Auk þess að vera mikilvæg matjurt á Norðurlöndum og Bretlandseyjum var lækningamáttur hvannarinnar vel þekktur meðal norrænna manna. Ætihvönn óx einnig s...

Nánar

Finna fuglar ekki bragð?

Fuglar finna bæði bragð og lykt en lítið er um athuganir á bragðskyni þeirra. Ýmislegt bendir til að bragðskyn fugla sé heldur minna eða álíka mikið og bragðskyn spendýra og er það byggt á tilraunum með mismunandi bragðefni. Fuglar eru með fáa bragðlauka sem eru aftast á tungunni og í kokinu. Þessi bragðskynfær...

Nánar

Hversu skaðleg eru E-efni líkamanum?

Ekki er hægt að svara þessari spurningu með einföldum hætti. E-efni eða aukaefni eru notuð í matvælaiðnaði til að hafa áhrif á geymsluþol, lit, lykt, bragð eða aðra eiginleika matvæla. Þau eru því mjög ólík innbyrðis og áhrif þeirra á líkamann mjög mismunandi. Sem dæmi má nefna að askorbínsýra, öðru nafni C-vítam...

Nánar

Hvers vegna gerir tannkrem tennurnar hvítar og sykur þær svartar?

Tannkrem eru hönnuð til að halda tönnunum hreinum og hvítum og í þeim eru ýmis efni sem gegna þeim tilgangi. Kannski er ofmælt að sykurinn geri tennurnar svartar en hann veldur tannskemmdum og þær verða oftast dökkar á litinn af fæðu eða öðru sem í munninn fer. Sykurinn er mikilvæg næring fyrir sýklana sem valda t...

Nánar

Er hvítt súkkulaði búið til úr hvítum kakóbaunum?

Nei, hvítt súkkulaði er ekki úr hvítum kakóbaunum heldur vantar í það efnin sem gera súkkulaði venjulega brúnt. Venjulegt dökkt eða brúnt súkkulaði er samsett úr þremur meginþáttum, kakómassa eða kakóþurrefnum, kakósmjöri og sykri auk bragðefna. Í hvítu súkkulaði eru hins vegar ekki kakóþurrefni, heldur aðeins ...

Nánar

Úr hverju er nammihlaup?

Það sem hér fer á eftir á við sælgætishlaup sem kallast „Wine gum“ og margir þekkja, en gera má ráð fyrir að annað hlaup innihaldi nokkurn veginn það sama. Sælgætishlaup er aðallega gert úr gelatíni sem unnið er úr dýraafurðum, ásamt sykri eða öðrum sætuefnum, bragð- og litarefnum. Gelatín er lyktarlaust og br...

Nánar

Er koffín í appelsíni?

Koffín er notað sem bragðefni í kóladrykki, en það er yfirleitt ekki að finna í appelsíni, allavega ekki því sem algengast er í verslunum á Íslandi. Það er til dæmis ekkert koffín í Egils appelsíni og heldur ekki í Fanta, sítrónu- og límónu-drykkjum eins og Sprite og 7-Up eða Mix. Hins vegar er það ekki undantekni...

Nánar

Skemmir sódavatn tennur?

Í stuttu mál er sódavatn ekki glerungseyðandi nema sýru, eins og til dæmis sítrónusýru, sé bætt út í það. Íslenskt vatn er frekar basískt og hefur pH-gildi talsvert yfir 7,0 (sem er hlutlaust). Þegar vatni er breytt í gosvatn með því að setja í það kolsýru lækkar pH-gildi þess og það verður súrara en venjulegt ...

Nánar

Úr hverju er nammi?

Innihald sælgætis fer alveg eftir því um hvaða sælgæti er að ræða. Eins og fram kemur í svari Björns Sigurðar Gunnarssonar við spurningunni Hvaða áhrif hefur súkkulaði á líkamann? er súkkulaði gert úr kakóbaunum. Úr baununum er unnið kakósmjör sem er eitt mikilvægasta innihaldsefni súkkulaðis, auk malaðra kakóbau...

Nánar

Hvaða áhrif hefur tyggjó á líkamann?

Tyggjó er ein elsta sælgætistegund heims. Mannfræðingar hafa komist að því að næstum öll menningarsamfélög í sögunni hafa tuggið tyggjó í einhverri mynd og er þessi siður nokkur þúsund ára gamall. Hráefni og innihaldsefni í tyggjói eru breytileg eftir tíma og stað. Klumpar af trjákvoðu voru algengasta tegundin ...

Nánar

Hvað er karrí?

Í heild sinni hljóðaði spurningin svona: Hvað er karrí? Ég veit að gult karrí er kryddblanda en hvað með rautt og grænt karrí. Er til „karríplanta“? Eins og kunnugt er einkennist indversk matargerðarlist af bragðmiklum mat sem velt hefur verið upp úr ríkulegri kryddblöndu. Um er að ræða sósu úr jógúrti eða kókos...

Nánar

Er hættulegt að kyngja tyggjói?

Hér er einnig svarað spurningunum: Hvað gerist ef maður gleypir tyggjó, er það hættulegt eða getur maður fengið garnaflækju? Er hættulegt að kyngja tyggjói, þá sérstaklega ef börn eiga í hlut?Af hverju er óhollt að kyngja tyggigúmmíi?Hvað tekur það langan tíma fyrir líkamann að melta tyggjó ef það er gleypt? Hvað ...

Nánar

Fleiri niðurstöður