Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Er neftóbak annarra þjóða skaðlegra en hið íslenska? Hvers vegna má ekki selja neftóbak frá öðrum löndum hér?

Emelía Eiríksdóttir

Í íslenskum lögum nr. 6/2002 stendur: „Bannað er að flytja inn, framleiða og selja fínkornótt neftóbak og allt munntóbak, að undanskildu skrotóbaki.“

Íslenska neftóbakið svokallaða hefur verið framleitt á Íslandi af Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins (ÁTVR) síðan 1941. Lengi vel fékkst ekki annað neftóbak hér á landi en frá því í september 2011 hefur verið hægt að kaupa neftóbakið Lunda á Íslandi, en það er framleitt í Danmörku.

Ólíklegt þykir að annarra þjóða neftóbak sé skaðlegra en okkar. Rannsóknir á þessu sviði skortir þó svo hægt sé að skera úr um það með einhverri vissu.

Ástæðurnar fyrir því að annað neftóbak er ekki selt á Íslandi liggja meðal annars í smæð markaðarins og kornastærð neftóbaksins. Ísland er frekar lítill markaður og því ekki eins arðbært að markaðssetja nýja vöru hér eins og í mörgum öðrum löndum.

Kornastærðin er eina takmörkunin á þessari vöru samkvæmt lögunum frá 2002. Mörkin á milli fínkornótts og grófkornótts tóbaks liggja í kringum 0,5 mm. Til þess að tóbak geti flokkast sem grófkornótt þarf meira en helmingur þess að vera að minnsta kosti 0,5 mm í þvermál.

Leyfilegt er að selja neftóbakið Lunda og hið íslenska vegna þess að þau eru grófkornótt. Fleiri tegundir neftóbaks uppfylla þó kröfur laganna og koma því til greina á íslenskum markaði. Til að þessar tegundir verði settar í sölu hér þarf að sækja um leyfi fyrir innflutningi á þeim hjá ÁTVR. Jafnvel eru margar tegundir munntóbaks gjaldgengar með tilliti til kornastærðar; eini munurinn gagnvart lögum nr. 6/2002 er að munntóbak er markaðssett sem munntóbak. Ef grófkornótt munntóbak væri markaðssett sem neftóbak þá væri hugsanlega hægt að selja það á Íslandi.

Líklega er skaðsemi neftóbaks svipuð, óháð tegund, þó vissulega geti þær innihaldið mismikið magn af nikótíni og öðrum skaðlegum efnum. Upptaka efnanna er eitthvað mismunandi eftir neftóbakstegund en þar ráða sýrustig og kornastærð mestu um; nikótín losnar til dæmis hraðar úr basísku (pH>7) en hlutlausu (pH=7) tóbaki og fínkornótt neftóbak eykur útlosun á öllum efnum vegna þess að yfirborð tóbaksins er meiri. Ólíklegt þykir að annarra þjóða neftóbak sé skaðlegra en okkar; þó vantar lífeðlisfræðilegar rannsóknir til að geta skorið úr um það með vissu.

Einn spyrjandi vildi fá að vita af hverju tiltekin þýsk neftóbakstegund væri ekki leyfð hér á landi. Þýska neftóbakið Ozona President inniheldur hrátóbak, kalín karbónat (K2CO3), hýdroxíð (OH-) basa, salt, vatn, bragðefni og rakaefni (e. humectants). Rakastig þess er um 17% og sýrustig um 8,4. Ástæðan fyrir því að President-neftóbakið er ekki leyfilegt á Íslandi er kornastærð þess, President er nefnilega fínkornótt neftóbak.

Heimildir:

Eftirfarandi spurningum var einnig svarað:
  • Hvers vegna er President-neftóbak bannað á Íslandi?
  • Hvort er skaðlegra að taka í vörina íslenskt neftóbak eða General?
  • Hvort er hættulegra að taka íslenskt neftóbak í vörina eða sænskt snus?

Myndir:

Höfundur

Emelía Eiríksdóttir

efnafræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

22.2.2012

Spyrjandi

Rögnvaldur Gunnarsson, Kristján Einarsson, Magnús Yngvi Einarsson, Haukur G, Axel Bogason, Friðrik Sigurbjörnsson

Tilvísun

Emelía Eiríksdóttir. „Er neftóbak annarra þjóða skaðlegra en hið íslenska? Hvers vegna má ekki selja neftóbak frá öðrum löndum hér?“ Vísindavefurinn, 22. febrúar 2012. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=28749.

Emelía Eiríksdóttir. (2012, 22. febrúar). Er neftóbak annarra þjóða skaðlegra en hið íslenska? Hvers vegna má ekki selja neftóbak frá öðrum löndum hér? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=28749

Emelía Eiríksdóttir. „Er neftóbak annarra þjóða skaðlegra en hið íslenska? Hvers vegna má ekki selja neftóbak frá öðrum löndum hér?“ Vísindavefurinn. 22. feb. 2012. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=28749>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er neftóbak annarra þjóða skaðlegra en hið íslenska? Hvers vegna má ekki selja neftóbak frá öðrum löndum hér?
Í íslenskum lögum nr. 6/2002 stendur: „Bannað er að flytja inn, framleiða og selja fínkornótt neftóbak og allt munntóbak, að undanskildu skrotóbaki.“

Íslenska neftóbakið svokallaða hefur verið framleitt á Íslandi af Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins (ÁTVR) síðan 1941. Lengi vel fékkst ekki annað neftóbak hér á landi en frá því í september 2011 hefur verið hægt að kaupa neftóbakið Lunda á Íslandi, en það er framleitt í Danmörku.

Ólíklegt þykir að annarra þjóða neftóbak sé skaðlegra en okkar. Rannsóknir á þessu sviði skortir þó svo hægt sé að skera úr um það með einhverri vissu.

Ástæðurnar fyrir því að annað neftóbak er ekki selt á Íslandi liggja meðal annars í smæð markaðarins og kornastærð neftóbaksins. Ísland er frekar lítill markaður og því ekki eins arðbært að markaðssetja nýja vöru hér eins og í mörgum öðrum löndum.

Kornastærðin er eina takmörkunin á þessari vöru samkvæmt lögunum frá 2002. Mörkin á milli fínkornótts og grófkornótts tóbaks liggja í kringum 0,5 mm. Til þess að tóbak geti flokkast sem grófkornótt þarf meira en helmingur þess að vera að minnsta kosti 0,5 mm í þvermál.

Leyfilegt er að selja neftóbakið Lunda og hið íslenska vegna þess að þau eru grófkornótt. Fleiri tegundir neftóbaks uppfylla þó kröfur laganna og koma því til greina á íslenskum markaði. Til að þessar tegundir verði settar í sölu hér þarf að sækja um leyfi fyrir innflutningi á þeim hjá ÁTVR. Jafnvel eru margar tegundir munntóbaks gjaldgengar með tilliti til kornastærðar; eini munurinn gagnvart lögum nr. 6/2002 er að munntóbak er markaðssett sem munntóbak. Ef grófkornótt munntóbak væri markaðssett sem neftóbak þá væri hugsanlega hægt að selja það á Íslandi.

Líklega er skaðsemi neftóbaks svipuð, óháð tegund, þó vissulega geti þær innihaldið mismikið magn af nikótíni og öðrum skaðlegum efnum. Upptaka efnanna er eitthvað mismunandi eftir neftóbakstegund en þar ráða sýrustig og kornastærð mestu um; nikótín losnar til dæmis hraðar úr basísku (pH>7) en hlutlausu (pH=7) tóbaki og fínkornótt neftóbak eykur útlosun á öllum efnum vegna þess að yfirborð tóbaksins er meiri. Ólíklegt þykir að annarra þjóða neftóbak sé skaðlegra en okkar; þó vantar lífeðlisfræðilegar rannsóknir til að geta skorið úr um það með vissu.

Einn spyrjandi vildi fá að vita af hverju tiltekin þýsk neftóbakstegund væri ekki leyfð hér á landi. Þýska neftóbakið Ozona President inniheldur hrátóbak, kalín karbónat (K2CO3), hýdroxíð (OH-) basa, salt, vatn, bragðefni og rakaefni (e. humectants). Rakastig þess er um 17% og sýrustig um 8,4. Ástæðan fyrir því að President-neftóbakið er ekki leyfilegt á Íslandi er kornastærð þess, President er nefnilega fínkornótt neftóbak.

Heimildir:

Eftirfarandi spurningum var einnig svarað:
  • Hvers vegna er President-neftóbak bannað á Íslandi?
  • Hvort er skaðlegra að taka í vörina íslenskt neftóbak eða General?
  • Hvort er hættulegra að taka íslenskt neftóbak í vörina eða sænskt snus?

Myndir:...