Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:49 • Sest 15:04 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:06 • Síðdegis: 23:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:41 • Síðdegis: 17:31 í Reykjavík

Er hrossaskítur í íslenska neftóbakinu?

Emelía Eiríksdóttir

Í stuttu máli er svarið við spurningunni nei. Íslenska neftóbakið inniheldur ekki hrossaskít og á ekki að komast í tæri við hann á einn eða annan hátt. Uppistaðan í íslensku neftóbaki er hrátóbak (e. grinded tobacco), það er að segja möluð tóbakslauf. Hrátóbakið kemur annars vegar frá Swedish Match í Svíþjóð (aðalframleiðanda sænska munntóbaksins, það er snus) og hins vegar frá Danmörku fyrir tilstuðlan Rolf Johansen & Company.

Íslenska neftóbakið er blandað eftir gamalli uppskrift og inniheldur hrátóbak, pottösku (kalín karbónat, K2CO3), ammoníak (NH3), salt og vatn. Þessu er blandað saman, sett á loftþéttar eikartunnur og látið lagerast í um það bil 6 mánuði. Eftir að tóbakið hefur verkast er það orðið að hörðum köggli og því sett á sigtivél fyrir pökkun til að losa um tóbakið. Fyllt er á neftóbaksdósirnar með höndunum en vél er notuð við áfyllingu á tóbakshornin.

Í íslensku neftóbaki er ekki hrossaskítur.

Íslenska neftóbakið inniheldur 0,33% ammóníak, þar af koma 0,25% úr hrátóbakinu sjálfu. Ammóníaki er bætt við tóbakið til að hækka sýrustig þess og auka þar með upptöku á nikótíninu en einnig til að verja það fyrir myglu. Ekki er alltaf bætt ammóníaki í erlent neftóbak en það er þá gerilsneytt í staðinn.

Einungis ein tóbaksverksmiðja er á Íslandi og er íslenska tóbakið framleitt hjá Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins (ÁTVR) á Stuðlahálsi 2. Fram til ársins 1940 var neftóbak flutt inn frá Danmörku en vegna seinni heimsstyrjaldarinnar lokaðist fyrir neftóbaksinnflutninginn. Strax sama ár hófst undirbúningur að tóbaksframleiðslu á Íslandi. Hrátóbak var flutt inn frá Bandaríkjunum og var Trausti Ólafsson, forstöðumaður Atvinnudeildar Háskóla Íslands, fenginn í lið til þess að búa til skorið neftóbak sem líktist rjól-tóbaki frá Brödrene Braun. Árið 1941 hófst svo tóbaksframleiðslan í samræmi við lög þess efnis frá árinu 1941 og náðist svo góður árangur að tóbaksmönnum fannst neftóbakið jafnast á við þá vöru sem þeir höfðu vanist.

Elstu tunnurnar hafa verið notaðar frá upphafi eða í 75 ár.

Einhverjir hafa velt því fyrir sér hvort hrátóbakið sé reykþurrkað, til dæmis með hrossaskít, en svo er ekki.

Heimildir:

Mynd:

Fleiri spyrjendur:
 • Freyr Karel Branolte
 • Unnar Már Pétursson
 • Símon Olafsson
 • Katla Gunnarsdóttir
 • Sigurbjörg Rún
 • Ásþór Sigurgeirsson
 • Arnór Ragnarsson
 • Oddur Þ.
 • Yngvi Þór Geisson
 • Ásgrímur Þórhallsson

Eftirfarandi spurningum var einnig svarað:
 • Hvar er íslenska neftóbakið framleitt?
 • Hvernig er íslenskt neftóbak framleitt?
 • Er hrátóbakið reykþurrkað?

Höfundur

Emelía Eiríksdóttir

efnafræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

29.11.2011

Spyrjandi

Kristofer Inuuteq Mustico, Rafn Jóhannesson, Elvar Örn Ingimundarson, Davíð H. Bárðarson og fleiri spyrjendur

Tilvísun

Emelía Eiríksdóttir. „Er hrossaskítur í íslenska neftóbakinu?“ Vísindavefurinn, 29. nóvember 2011. Sótt 4. desember 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=60538.

Emelía Eiríksdóttir. (2011, 29. nóvember). Er hrossaskítur í íslenska neftóbakinu? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=60538

Emelía Eiríksdóttir. „Er hrossaskítur í íslenska neftóbakinu?“ Vísindavefurinn. 29. nóv. 2011. Vefsíða. 4. des. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=60538>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er hrossaskítur í íslenska neftóbakinu?
Í stuttu máli er svarið við spurningunni nei. Íslenska neftóbakið inniheldur ekki hrossaskít og á ekki að komast í tæri við hann á einn eða annan hátt. Uppistaðan í íslensku neftóbaki er hrátóbak (e. grinded tobacco), það er að segja möluð tóbakslauf. Hrátóbakið kemur annars vegar frá Swedish Match í Svíþjóð (aðalframleiðanda sænska munntóbaksins, það er snus) og hins vegar frá Danmörku fyrir tilstuðlan Rolf Johansen & Company.

Íslenska neftóbakið er blandað eftir gamalli uppskrift og inniheldur hrátóbak, pottösku (kalín karbónat, K2CO3), ammoníak (NH3), salt og vatn. Þessu er blandað saman, sett á loftþéttar eikartunnur og látið lagerast í um það bil 6 mánuði. Eftir að tóbakið hefur verkast er það orðið að hörðum köggli og því sett á sigtivél fyrir pökkun til að losa um tóbakið. Fyllt er á neftóbaksdósirnar með höndunum en vél er notuð við áfyllingu á tóbakshornin.

Í íslensku neftóbaki er ekki hrossaskítur.

Íslenska neftóbakið inniheldur 0,33% ammóníak, þar af koma 0,25% úr hrátóbakinu sjálfu. Ammóníaki er bætt við tóbakið til að hækka sýrustig þess og auka þar með upptöku á nikótíninu en einnig til að verja það fyrir myglu. Ekki er alltaf bætt ammóníaki í erlent neftóbak en það er þá gerilsneytt í staðinn.

Einungis ein tóbaksverksmiðja er á Íslandi og er íslenska tóbakið framleitt hjá Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins (ÁTVR) á Stuðlahálsi 2. Fram til ársins 1940 var neftóbak flutt inn frá Danmörku en vegna seinni heimsstyrjaldarinnar lokaðist fyrir neftóbaksinnflutninginn. Strax sama ár hófst undirbúningur að tóbaksframleiðslu á Íslandi. Hrátóbak var flutt inn frá Bandaríkjunum og var Trausti Ólafsson, forstöðumaður Atvinnudeildar Háskóla Íslands, fenginn í lið til þess að búa til skorið neftóbak sem líktist rjól-tóbaki frá Brödrene Braun. Árið 1941 hófst svo tóbaksframleiðslan í samræmi við lög þess efnis frá árinu 1941 og náðist svo góður árangur að tóbaksmönnum fannst neftóbakið jafnast á við þá vöru sem þeir höfðu vanist.

Elstu tunnurnar hafa verið notaðar frá upphafi eða í 75 ár.

Einhverjir hafa velt því fyrir sér hvort hrátóbakið sé reykþurrkað, til dæmis með hrossaskít, en svo er ekki.

Heimildir:

Mynd:

Fleiri spyrjendur:
 • Freyr Karel Branolte
 • Unnar Már Pétursson
 • Símon Olafsson
 • Katla Gunnarsdóttir
 • Sigurbjörg Rún
 • Ásþór Sigurgeirsson
 • Arnór Ragnarsson
 • Oddur Þ.
 • Yngvi Þór Geisson
 • Ásgrímur Þórhallsson

Eftirfarandi spurningum var einnig svarað:
 • Hvar er íslenska neftóbakið framleitt?
 • Hvernig er íslenskt neftóbak framleitt?
 • Er hrátóbakið reykþurrkað?
...