Sólin Sólin Rís 08:54 • sest 18:29 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:18 • Sest 09:37 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:41 • Síðdegis: 19:01 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:33 • Síðdegis: 12:58 í Reykjavík

Hvaðan er lakkrís upprunninn?

Halldór Bjarki Brynjarsson og Ólafur Tómas Ólafsson

Hér er einnig að finna svör við spurningunum:

Mig hefur lengi langað til þess að vita hvernig lakkrís er framleiddur. Hvernig er lakkrís framleiddur og úr hvaða hráefnum? Hvernig og úr hverju er lakkrís unninn og getur hann verið hollur fyrir mann?

Ef hér er átt við sælgætið lakkrís þá dregur það nafn sitt af því að bragðefnið sem notað er í það kemur gjarnan úr lakkrísrót.

Lakkrísrótin er rót plöntunnar Glycyrrhiza glabra sem vex í Suður-Evrópu og Austurlöndum. Nafnið er dregið af gríska orðinu glykyrrhiza sem þýðir „sæt rót“ og á það mjög vel við því rótin er margfalt sætari en sykur. Heitið lakkrís er þekkt í íslensku frá 18. öld og er komið úr dönsku 'lakrids'.

Lakkrís er unnin úr rót plöntunnar Glycyrrhiza glabra.

Uppistaðan í sælgætinu sem kennt er við lakkrís og við þekkjum í dag er sykur, bindiefni og bragðefni. Bindiefnið getur til dæmis verið hveiti eða önnur sterkja, arabískt gúmmí, gelatín eða einhver blanda þessara efna. Bragðefnið er oft unnið úr lakkrísrótinni en það er líka vel þekkt að nota önnur bragðefni, til dæmis anísolíu. Í saltlakkrís er sett ammoníumklóríð til þess að gefa salta bragðið. Þá er lakkrís gjarnan húðaður með einhvers konar vaxi til þess að gefa rétta áferð. Ómögulegt er að segja til um að hvenær menn fóru fyrst að nota lakkrísrótina til að búa til sælgætið lakkrís.

Lakkrís nýtur mikilla vinsælda og er framleiddur í ýmsum formum; rör, rúllur, bitar, reimar, með súkkulaði, marsípan og svo mætti lengi telja.

Lakkrísrótin hefur ekki bara verið notuð í sælgæti heldur er hún notuð sem bragðefni til dæmis í tóbak og lyf. En lengsta sögu á lakkrísrótin sem náttúrulyf. Þannig hefur hún verið notuð í mörg þúsund ár, til dæmis við hálsbólgu, hósta, verkjum, svefnleysi og ýmsum fleiri kvillum.

Ekki er ráðlegt að borða of mikinn lakkrís. Lengi hefur verið vitað að lakkrís í miklu magni getur valdið hækkun á blóðþrýstingi, bjúg, höfuðverk og fleiri kvillum.

Heimildir:


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2014.

Höfundar

nemandi í Háskóla unga fólksins

nemandi í Háskóla unga fólksins

Útgáfudagur

16.6.2014

Spyrjandi

Katrín Alfa Snorradóttir, Árni Gíslason, Dísa Benediktsdóttir, Guðrún Drífa, Sara Karen

Tilvísun

Halldór Bjarki Brynjarsson og Ólafur Tómas Ólafsson. „Hvaðan er lakkrís upprunninn?“ Vísindavefurinn, 16. júní 2014. Sótt 24. febrúar 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=50966.

Halldór Bjarki Brynjarsson og Ólafur Tómas Ólafsson. (2014, 16. júní). Hvaðan er lakkrís upprunninn? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=50966

Halldór Bjarki Brynjarsson og Ólafur Tómas Ólafsson. „Hvaðan er lakkrís upprunninn?“ Vísindavefurinn. 16. jún. 2014. Vefsíða. 24. feb. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=50966>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaðan er lakkrís upprunninn?
Hér er einnig að finna svör við spurningunum:

Mig hefur lengi langað til þess að vita hvernig lakkrís er framleiddur. Hvernig er lakkrís framleiddur og úr hvaða hráefnum? Hvernig og úr hverju er lakkrís unninn og getur hann verið hollur fyrir mann?

Ef hér er átt við sælgætið lakkrís þá dregur það nafn sitt af því að bragðefnið sem notað er í það kemur gjarnan úr lakkrísrót.

Lakkrísrótin er rót plöntunnar Glycyrrhiza glabra sem vex í Suður-Evrópu og Austurlöndum. Nafnið er dregið af gríska orðinu glykyrrhiza sem þýðir „sæt rót“ og á það mjög vel við því rótin er margfalt sætari en sykur. Heitið lakkrís er þekkt í íslensku frá 18. öld og er komið úr dönsku 'lakrids'.

Lakkrís er unnin úr rót plöntunnar Glycyrrhiza glabra.

Uppistaðan í sælgætinu sem kennt er við lakkrís og við þekkjum í dag er sykur, bindiefni og bragðefni. Bindiefnið getur til dæmis verið hveiti eða önnur sterkja, arabískt gúmmí, gelatín eða einhver blanda þessara efna. Bragðefnið er oft unnið úr lakkrísrótinni en það er líka vel þekkt að nota önnur bragðefni, til dæmis anísolíu. Í saltlakkrís er sett ammoníumklóríð til þess að gefa salta bragðið. Þá er lakkrís gjarnan húðaður með einhvers konar vaxi til þess að gefa rétta áferð. Ómögulegt er að segja til um að hvenær menn fóru fyrst að nota lakkrísrótina til að búa til sælgætið lakkrís.

Lakkrís nýtur mikilla vinsælda og er framleiddur í ýmsum formum; rör, rúllur, bitar, reimar, með súkkulaði, marsípan og svo mætti lengi telja.

Lakkrísrótin hefur ekki bara verið notuð í sælgæti heldur er hún notuð sem bragðefni til dæmis í tóbak og lyf. En lengsta sögu á lakkrísrótin sem náttúrulyf. Þannig hefur hún verið notuð í mörg þúsund ár, til dæmis við hálsbólgu, hósta, verkjum, svefnleysi og ýmsum fleiri kvillum.

Ekki er ráðlegt að borða of mikinn lakkrís. Lengi hefur verið vitað að lakkrís í miklu magni getur valdið hækkun á blóðþrýstingi, bjúg, höfuðverk og fleiri kvillum.

Heimildir:


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2014.

...