Sólin Sólin Rís 06:40 • sest 20:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:22 • Síðdegis: 23:55 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:45 • Síðdegis: 17:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:40 • sest 20:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:22 • Síðdegis: 23:55 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:45 • Síðdegis: 17:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvar liggja mörkin á milli þess að vera of þungur og að þjást af offitu?

Persóna.is

Margir hafa miklar áhyggjur af líkamsþyngd sinni. Hjá þeim sem þjást af lystarstoli og lotugræðgi hafa þessar hugsanir farið út í öfgar og hreinlega orðið að sjúkdómi. Margir hafa þó fulla og réttmæta ástæðu til að huga að umframþyngd og öll höfum við gott af því að temja okkur heilbrigt mataræði og holla hreyfingu.

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (World Health Organization, WHO) skilgreinir offitu eftir svokölluðum líkamsþyngdarstuðli (BMI = Body Mass Index), en hann segir til um mögulega fylgikvilla eftir því hversu mikil umframþyngdin er. Miðað er við að sá sem hafi BMI=30 eða hærra sé haldinn offiut. Sá sem er með BMI á milli 25 og 30 er sagður í yfirþyngd, en sá sem er með BMI á milli 18.5 og 25 er í kjörþyngd.



Mittismál er algengur mælikvarði til að meta umframþyngd og áhættu á offitu og offitutengdum sjúkdómum.

Aðrar aðferðir hafa verið notaðar til að meta umframþyngd og áhættu eins og til dæmis mittismál og hlutfallið milli mittis- og mjaðmamáls.

Mittismál sem er minna en 94 cm hjá körlum og minna en 80 cm hjá konum er innan eðlilegra marka. Mittismál sem er meira en 102 cm hjá körlum og 88 cm hjá konum er vísbending um að bregðast verði við og jafnvel leita sér utanaðkomandi aðstoðar til að takast á við þyngdaraukningu. Fitan sem sest framan á kvið er talin hættulegri en önnur líkamsfita þar sem hún getur haft áhrif á líffæri kviðarholsins.

Þegar hlutfall mittis- og mjaðmamáls er skoðað er miðað við að hjá körlum sé hlutfallið 1 eða minna en hjá konum sé það 0.8 eða minna. Þetta hlutfall er hægt að finna út með því að deila í mittismál með mjaðmamáli.

Með vaxandi umframþyngd eykst dánartíðni og tíðni ákveðinna sjúkdóma. Tölur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar bentu til þess að árið 2005 hefðu 1,6 milljarður manna yfir 15 ára aldri verið of þungir og þar af væru að minnsta kosti 400 milljónir sem þjáðust af offitu. Árið 2005 var einnig metið að um það bil 20 milljón börn undir 5 ára aldri væru of þung. Stofnunin spáir því jafnframt að árið 2015 muni um það bil 2,3 milljarðar manna yfir 15 ára vera of þungir og meira en 700 milljónir muni þjást af offitu.

Það hefur þó verið sýnt fram á að með minniháttar þyngdartapi (um 5-10%) má bæta heilsuna verulega og ná betri tökum á þeim sjúkdómum sem kunna að hafa byrjað að myndast í líkamanum. Þannig er ekki alltaf nauðsynlegt að fara alla leið niður í kjörþyngd til að bæta heilsuna verulega. Breyttir og betri lífshættir geta einnig haft mikil áhrif.

Í töflunni hér að neðan eru upplýsingar frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) um þá áhættu sem fylgt getur aukakílóunum. Þessar upplýsingar miðast við að líkamsþyngdarstuðull (BMI) sé 30 eða hærri.

Lítillega aukin áhætta

(allt að tvöföld áhætta)
Töluvert aukin áhætta
(tvö- til þreföld áhætta)
Verulega aukin áhætta
(yfir þreföld áhætta)
Brjóstakrabbamein eftir tíðahvörfKransæðasjúkdómurSykursýki (gerð 2)
LegslímukrabbameinHáþrýstingurGallblöðrusjúkdómar
RistilkrabbameinSlitgigt í hnjámHækkaðar blóðfitur
Óeðlileg hormónaframleiðsla í æxlunarfærumÞvagsýrudreyri/-gigtInsúlínviðnám
Fjölblöðru-eggjastokksheilkenniMæði
Minnkuð frjósemiKæfisvefn
Mjóbaksverkir

Aukin áhætta við svæfingu
Fósturgallar sem tengjast offitu móður

Offita og sjúkdómar henni tengdir voru áður fyrr taldir einskorðast við velmegunarríki og hefur offita oft verið kölluð velmegunarsjúkdómur. Í dag er þetta hins vegar að breytast hratt og tíðni offitu í ríkjum með lága til miðlungs innkomu hefur stóraukist á undanförnum árum. Þetta á sér einkum stað í borgum og bæjum og er talið að auðvelt aðgengi að óhollu fæði sem og almennt hreyfingarleysi sé helsta orsökin.

Frekara lesefni á Vísindavefnum

Þetta svar er unnið upp úr efni af persona.is og birt hér með góðfúslegu leyfi.

Höfundur

Útgáfudagur

20.5.2009

Spyrjandi

Haraldur Hugosson

Tilvísun

Persóna.is. „Hvar liggja mörkin á milli þess að vera of þungur og að þjást af offitu?“ Vísindavefurinn, 20. maí 2009, sótt 11. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=13662.

Persóna.is. (2009, 20. maí). Hvar liggja mörkin á milli þess að vera of þungur og að þjást af offitu? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=13662

Persóna.is. „Hvar liggja mörkin á milli þess að vera of þungur og að þjást af offitu?“ Vísindavefurinn. 20. maí. 2009. Vefsíða. 11. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=13662>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvar liggja mörkin á milli þess að vera of þungur og að þjást af offitu?
Margir hafa miklar áhyggjur af líkamsþyngd sinni. Hjá þeim sem þjást af lystarstoli og lotugræðgi hafa þessar hugsanir farið út í öfgar og hreinlega orðið að sjúkdómi. Margir hafa þó fulla og réttmæta ástæðu til að huga að umframþyngd og öll höfum við gott af því að temja okkur heilbrigt mataræði og holla hreyfingu.

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (World Health Organization, WHO) skilgreinir offitu eftir svokölluðum líkamsþyngdarstuðli (BMI = Body Mass Index), en hann segir til um mögulega fylgikvilla eftir því hversu mikil umframþyngdin er. Miðað er við að sá sem hafi BMI=30 eða hærra sé haldinn offiut. Sá sem er með BMI á milli 25 og 30 er sagður í yfirþyngd, en sá sem er með BMI á milli 18.5 og 25 er í kjörþyngd.



Mittismál er algengur mælikvarði til að meta umframþyngd og áhættu á offitu og offitutengdum sjúkdómum.

Aðrar aðferðir hafa verið notaðar til að meta umframþyngd og áhættu eins og til dæmis mittismál og hlutfallið milli mittis- og mjaðmamáls.

Mittismál sem er minna en 94 cm hjá körlum og minna en 80 cm hjá konum er innan eðlilegra marka. Mittismál sem er meira en 102 cm hjá körlum og 88 cm hjá konum er vísbending um að bregðast verði við og jafnvel leita sér utanaðkomandi aðstoðar til að takast á við þyngdaraukningu. Fitan sem sest framan á kvið er talin hættulegri en önnur líkamsfita þar sem hún getur haft áhrif á líffæri kviðarholsins.

Þegar hlutfall mittis- og mjaðmamáls er skoðað er miðað við að hjá körlum sé hlutfallið 1 eða minna en hjá konum sé það 0.8 eða minna. Þetta hlutfall er hægt að finna út með því að deila í mittismál með mjaðmamáli.

Með vaxandi umframþyngd eykst dánartíðni og tíðni ákveðinna sjúkdóma. Tölur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar bentu til þess að árið 2005 hefðu 1,6 milljarður manna yfir 15 ára aldri verið of þungir og þar af væru að minnsta kosti 400 milljónir sem þjáðust af offitu. Árið 2005 var einnig metið að um það bil 20 milljón börn undir 5 ára aldri væru of þung. Stofnunin spáir því jafnframt að árið 2015 muni um það bil 2,3 milljarðar manna yfir 15 ára vera of þungir og meira en 700 milljónir muni þjást af offitu.

Það hefur þó verið sýnt fram á að með minniháttar þyngdartapi (um 5-10%) má bæta heilsuna verulega og ná betri tökum á þeim sjúkdómum sem kunna að hafa byrjað að myndast í líkamanum. Þannig er ekki alltaf nauðsynlegt að fara alla leið niður í kjörþyngd til að bæta heilsuna verulega. Breyttir og betri lífshættir geta einnig haft mikil áhrif.

Í töflunni hér að neðan eru upplýsingar frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) um þá áhættu sem fylgt getur aukakílóunum. Þessar upplýsingar miðast við að líkamsþyngdarstuðull (BMI) sé 30 eða hærri.

Lítillega aukin áhætta

(allt að tvöföld áhætta)
Töluvert aukin áhætta
(tvö- til þreföld áhætta)
Verulega aukin áhætta
(yfir þreföld áhætta)
Brjóstakrabbamein eftir tíðahvörfKransæðasjúkdómurSykursýki (gerð 2)
LegslímukrabbameinHáþrýstingurGallblöðrusjúkdómar
RistilkrabbameinSlitgigt í hnjámHækkaðar blóðfitur
Óeðlileg hormónaframleiðsla í æxlunarfærumÞvagsýrudreyri/-gigtInsúlínviðnám
Fjölblöðru-eggjastokksheilkenniMæði
Minnkuð frjósemiKæfisvefn
Mjóbaksverkir

Aukin áhætta við svæfingu
Fósturgallar sem tengjast offitu móður

Offita og sjúkdómar henni tengdir voru áður fyrr taldir einskorðast við velmegunarríki og hefur offita oft verið kölluð velmegunarsjúkdómur. Í dag er þetta hins vegar að breytast hratt og tíðni offitu í ríkjum með lága til miðlungs innkomu hefur stóraukist á undanförnum árum. Þetta á sér einkum stað í borgum og bæjum og er talið að auðvelt aðgengi að óhollu fæði sem og almennt hreyfingarleysi sé helsta orsökin.

Frekara lesefni á Vísindavefnum

Þetta svar er unnið upp úr efni af persona.is og birt hér með góðfúslegu leyfi....