Sólin Sólin Rís 09:53 • sest 17:32 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:01 • Sest 11:02 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:05 • Síðdegis: 19:23 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:55 • Síðdegis: 13:22 í Reykjavík

Hver er kjörþyngd meðalmanns?

Björn Sigurður Gunnarsson

Líkamsmassastuðull (e. body mass index, BMI) er algengasta tækið til að meta holdafar einstaklinga. Stuðullinn er reiknaður með því að deila í líkamsmassa ("þyngd") í kg með hæð í metrum í öðru veldi. Samkvæmt viðmiðunarmörkum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) teljast þeir vera í kjörþyngd sem hafa líkamsmassastuðul (BMI) á bilinu 18,5 til 24,9. Þeir sem hafa BMI undir 18,5 eru taldir vannærðir, en þeir sem hafa BMI á milli 25 og 29,9 er skilgreindir sem of þungir, og sé BMI 30 eða hærra er um offitu að ræða 1.


Kjörþyngd íslensks karlmanns af meðalhæð er á bilinu 60-81 kg og meðalkonunnar 54-72 kg.

Til að svara spurningunni um hver sé kjörþyngd meðalmanns, þá liggur beint við að gera það út frá meðalhæð og þeim viðmiðum sem að ofan greinir fyrir líkamsmassastuðul. Meðalhæð hefur aukist mikið hérlendis á síðustu öld og eru Íslendingar nú meðal hæstu þjóða. Meðalhæð íslenskra karlmanna er nú 180,6 cm og kvenna 167,24 cm 2.

Kjörþyngd meðalmannsins er því á bilinu 60-81 kg og meðalkonunnar 54-72 kg. Eins og sjá má er þetta nokkuð vítt bil, en bent hefur verið á að BMI í kringum miðbikið eða aðeins nær hærri mörkum, til dæmis í kringum 22-24, sé tengt hvað minnstri heilsufarslegri áhættu. Í hóprannsókn Hjartaverndar kom í ljós að lægsta heildardánartíðnin var hjá þeim sem höfðu BMI 23-24 3.

Að endingu er rétt að geta þess að líkamsmassastuðull tekur ekki tillit til mismunandi líkamsbyggingar fólks þótt hann sé ágætt tæki til að meta holdafar. Hann greinir til dæmis ekki á milli þyngdar vöðva og fitu og því getur mjög vöðvastæltur grannur einstaklingur haft jafnháan stuðul og annar sem hefur fitu í stað vöðva 1.

Hér er reiknivél til að finna út líkamsmassastuðul.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Tilvísanir:

1Ráðleggingar um mataræði og næringarefni fyrir fullorðna og börn frá tveggja ára aldri. Lýðheilsustöð, 2006.

2 Dagbjartsson A, Þórsson ÁV, Pálsson GI, Arnórsson VH. "Hæð og þyngd íslenskra barna og unglinga 6-20 ára." Læknablaðið, 2000; 86: 509-14.

3 Offita. Taktu hana alvarlega... Bæklingur Hjartaverndar, 2001.

Mynd:

Höfundur

Björn Sigurður Gunnarsson

matvæla- og næringarfræðingur

Útgáfudagur

13.2.2008

Spyrjandi

Eysteinn Guðni Guðnason

Tilvísun

Björn Sigurður Gunnarsson. „Hver er kjörþyngd meðalmanns?“ Vísindavefurinn, 13. febrúar 2008. Sótt 6. febrúar 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=7064.

Björn Sigurður Gunnarsson. (2008, 13. febrúar). Hver er kjörþyngd meðalmanns? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=7064

Björn Sigurður Gunnarsson. „Hver er kjörþyngd meðalmanns?“ Vísindavefurinn. 13. feb. 2008. Vefsíða. 6. feb. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=7064>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver er kjörþyngd meðalmanns?
Líkamsmassastuðull (e. body mass index, BMI) er algengasta tækið til að meta holdafar einstaklinga. Stuðullinn er reiknaður með því að deila í líkamsmassa ("þyngd") í kg með hæð í metrum í öðru veldi. Samkvæmt viðmiðunarmörkum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) teljast þeir vera í kjörþyngd sem hafa líkamsmassastuðul (BMI) á bilinu 18,5 til 24,9. Þeir sem hafa BMI undir 18,5 eru taldir vannærðir, en þeir sem hafa BMI á milli 25 og 29,9 er skilgreindir sem of þungir, og sé BMI 30 eða hærra er um offitu að ræða 1.


Kjörþyngd íslensks karlmanns af meðalhæð er á bilinu 60-81 kg og meðalkonunnar 54-72 kg.

Til að svara spurningunni um hver sé kjörþyngd meðalmanns, þá liggur beint við að gera það út frá meðalhæð og þeim viðmiðum sem að ofan greinir fyrir líkamsmassastuðul. Meðalhæð hefur aukist mikið hérlendis á síðustu öld og eru Íslendingar nú meðal hæstu þjóða. Meðalhæð íslenskra karlmanna er nú 180,6 cm og kvenna 167,24 cm 2.

Kjörþyngd meðalmannsins er því á bilinu 60-81 kg og meðalkonunnar 54-72 kg. Eins og sjá má er þetta nokkuð vítt bil, en bent hefur verið á að BMI í kringum miðbikið eða aðeins nær hærri mörkum, til dæmis í kringum 22-24, sé tengt hvað minnstri heilsufarslegri áhættu. Í hóprannsókn Hjartaverndar kom í ljós að lægsta heildardánartíðnin var hjá þeim sem höfðu BMI 23-24 3.

Að endingu er rétt að geta þess að líkamsmassastuðull tekur ekki tillit til mismunandi líkamsbyggingar fólks þótt hann sé ágætt tæki til að meta holdafar. Hann greinir til dæmis ekki á milli þyngdar vöðva og fitu og því getur mjög vöðvastæltur grannur einstaklingur haft jafnháan stuðul og annar sem hefur fitu í stað vöðva 1.

Hér er reiknivél til að finna út líkamsmassastuðul.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Tilvísanir:

1Ráðleggingar um mataræði og næringarefni fyrir fullorðna og börn frá tveggja ára aldri. Lýðheilsustöð, 2006.

2 Dagbjartsson A, Þórsson ÁV, Pálsson GI, Arnórsson VH. "Hæð og þyngd íslenskra barna og unglinga 6-20 ára." Læknablaðið, 2000; 86: 509-14.

3 Offita. Taktu hana alvarlega... Bæklingur Hjartaverndar, 2001.

Mynd:

...