Sólin Sólin Rís 09:35 • sest 16:47 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:54 • Sest 21:49 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:43 • Síðdegis: 23:23 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:07 • Síðdegis: 17:18 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:35 • sest 16:47 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:54 • Sest 21:49 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:43 • Síðdegis: 23:23 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:07 • Síðdegis: 17:18 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver er besta og hollasta leiðin til að þyngjast?

Björn Sigurður Gunnarsson

Þeir sem eru mjög léttir, til dæmis með líkamsþyngdarstuðul (BMI) undir 20 kg/m2, þurfa ekki endilega að þyngjast ef þeir eru að öðru leyti heilbrigðir. Hinsvegar er mögulegt að þyngdin eða undirþyngdin valdi hættu á sjúkdómum og í þeim tilfellum er æskilegt að viðkomandi reyni að þyngjast. Þeir sem vilja þyngjast vegna útlits eða vegna íþróttaiðkunar ættu að hafa í huga að áhrif geta orðið neikvæð á bæði heilsu og árangur. Það er mjög mikilvægt að samhliða þyngdaraukningu sé stunduð líkamsrækt, svo líkaminn styrkist og þyngdin sem við bætist verði ekki fyrst og fremst á formi fituvefjar.



Mjög mikilvægt er að stunda líkamsrækt samhliða þyngdaraukningu

Til þess að þyngjast er mikilvægt að velja orkuríkan mat, til að fá sem mesta orku úr því magni af mat og drykk sem gerlegt er að innbyrða. Hægt er að miða við að velja það orkuríkasta úr hverjum fæðuflokki fyrir sig. Þannig ætti að velja nýmjólk í stað undanrennu, lax í stað ýsu, feitar sósur frekar en magrar og lárperu (e. avocado) í stað gúrku, svo eitthvað sé nefnt. Eins er hægt að nota meira af feitmeti, til dæmis matarolíum, út í og með mat til að auka orkugildið. Þó skal gæta þess að borða ekki óhóflega af mettaðri fitu eða hertri jurtafitu.

Mikilvægt er að hafa reglu á máltíðum, passa að missa ekki úr máltíðir og gefa sér góðan tíma til að borða. Einnig er æskilegt að auka magn matar sem neytt er í hverri máltíð til að ná þyngdaraukningu, og þá má reikna með að viðkomandi verði vel saddur eftir hverja máltíð fyrst um sinn. Tilvalið er að neyta millibita milli máltíða til að hjálpa við að ná aukinni orkuinntöku yfir daginn. Drykkir geta veitt töluvert mikla orku sem auðvelt er að innbyrða. Til að auka orkugildi drykkja sem neytt er, til dæmis mjólkur eða vatns, eru til orkuríkar duftblöndur eins og Build up, sem hægt er að bæta í þá. Það skal þó ítrekað að mjög mikilvægt er að stunda líkamsrækt samhliða aukinni neyslu til að sem bestur árangur náist.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd: Wikimedia Commons

Höfundur

Björn Sigurður Gunnarsson

matvæla- og næringarfræðingur

Útgáfudagur

19.12.2006

Spyrjandi

Bergdís Bjarnadóttir
Eva Gunnlaugsdóttir
Haukur Guðmundsson

Tilvísun

Björn Sigurður Gunnarsson. „Hver er besta og hollasta leiðin til að þyngjast?“ Vísindavefurinn, 19. desember 2006, sótt 8. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6440.

Björn Sigurður Gunnarsson. (2006, 19. desember). Hver er besta og hollasta leiðin til að þyngjast? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6440

Björn Sigurður Gunnarsson. „Hver er besta og hollasta leiðin til að þyngjast?“ Vísindavefurinn. 19. des. 2006. Vefsíða. 8. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6440>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver er besta og hollasta leiðin til að þyngjast?
Þeir sem eru mjög léttir, til dæmis með líkamsþyngdarstuðul (BMI) undir 20 kg/m2, þurfa ekki endilega að þyngjast ef þeir eru að öðru leyti heilbrigðir. Hinsvegar er mögulegt að þyngdin eða undirþyngdin valdi hættu á sjúkdómum og í þeim tilfellum er æskilegt að viðkomandi reyni að þyngjast. Þeir sem vilja þyngjast vegna útlits eða vegna íþróttaiðkunar ættu að hafa í huga að áhrif geta orðið neikvæð á bæði heilsu og árangur. Það er mjög mikilvægt að samhliða þyngdaraukningu sé stunduð líkamsrækt, svo líkaminn styrkist og þyngdin sem við bætist verði ekki fyrst og fremst á formi fituvefjar.



Mjög mikilvægt er að stunda líkamsrækt samhliða þyngdaraukningu

Til þess að þyngjast er mikilvægt að velja orkuríkan mat, til að fá sem mesta orku úr því magni af mat og drykk sem gerlegt er að innbyrða. Hægt er að miða við að velja það orkuríkasta úr hverjum fæðuflokki fyrir sig. Þannig ætti að velja nýmjólk í stað undanrennu, lax í stað ýsu, feitar sósur frekar en magrar og lárperu (e. avocado) í stað gúrku, svo eitthvað sé nefnt. Eins er hægt að nota meira af feitmeti, til dæmis matarolíum, út í og með mat til að auka orkugildið. Þó skal gæta þess að borða ekki óhóflega af mettaðri fitu eða hertri jurtafitu.

Mikilvægt er að hafa reglu á máltíðum, passa að missa ekki úr máltíðir og gefa sér góðan tíma til að borða. Einnig er æskilegt að auka magn matar sem neytt er í hverri máltíð til að ná þyngdaraukningu, og þá má reikna með að viðkomandi verði vel saddur eftir hverja máltíð fyrst um sinn. Tilvalið er að neyta millibita milli máltíða til að hjálpa við að ná aukinni orkuinntöku yfir daginn. Drykkir geta veitt töluvert mikla orku sem auðvelt er að innbyrða. Til að auka orkugildi drykkja sem neytt er, til dæmis mjólkur eða vatns, eru til orkuríkar duftblöndur eins og Build up, sem hægt er að bæta í þá. Það skal þó ítrekað að mjög mikilvægt er að stunda líkamsrækt samhliða aukinni neyslu til að sem bestur árangur náist.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd: Wikimedia Commons...