Sólin Sólin Rís 03:58 • sest 22:53 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:24 • Sest 03:47 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:47 • Síðdegis: 16:21 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:07 • Síðdegis: 22:30 í Reykjavík

Hvað er týrósín og hvaða áhrif hefur það á líkamann?

Dagur Snær Sævarsson

Týrósín er ein af þeim tuttugu amínósýrum sem líkami okkar þarfnast til að mynda prótín. Lifrin getur myndað týrósín úr amínósýrunni fenýlalanín og því er ekki nauðsynlegt að fá hana úr fæðunni. Týrósín er flokkuð undir arómata vegna benzenhringsins (hringur úr sex kolefnisatómum sem hvert um sig er tengt einu vetnisatómi þannig að einbindingar og tvíbindingar skiptast á milli kolefnisatóma) og er hún vatnsfælin. Þessi amínósýra var fyrst einangruð árið 1846 og var það úr kaseini úr osti.

Týrósín er undanfari ýmissa annarra efna svo sem boðefnanna dópamíns, nor-adrenalíns, adrenalíns og þýroxíns. Einnig myndast litarefnið melanín úr þessari amínósýru, en það efni litar hár okkar og húð.

Mörg fyrirtæki hafa nýtt sér umræðu um heilsueflingu almennings og sett á markað ýmis fæðubótarefni. Mörg þessara fæðubótarefna eru einstakar amínósýrur og er týrósín þeirra á meðal. Framleiðendur lofa oft minni matarlyst, örvun vaxtarhormóna og jafnvel betra skapi og kemur þar dópamín til sögunnar.

Alltaf skal hafa í huga við val á fæðubótarefnum að allt sem er notað í óhóflegu magni getur verið skaðlegt. Ef við borðum fjölbreytt fæði og samsetning fæðunnar er rétt fáum við öll þau næringarefni sem líkaminn þarfnast. Í einstökum tilfellum geta einstaklingar þurft á ákveðnum amínósýrum að halda, til dæmis þeir sem þjást af fenýlketonúríu. Fenýlketonúría er erfðasjúkdómur sem veldur því að ensímið fenýlalanín hydroxýlasa vantar, en það er nauðsynlegt til þess að fenýlalanín geti orðið að týrósíni.

Áhrif af langvarandi neyslu einstakra amínósýra hafa ekki verið rannsökuð til hlítar en benda má á að of mikil neysla prótíns getur valdið álagi á bæði lifur og nýru. Þeim sem hyggjast taka inn fæðubótarefni sem þeir þekkja ekki er bent á að tala við heimilislækni.

Heimildir og mynd:

Höfundur

nemi í lífefnafræði við Kaupmannahafnarháskóla

Útgáfudagur

30.10.2007

Spyrjandi

Sandra Ásgrímsdóttir

Tilvísun

Dagur Snær Sævarsson. „Hvað er týrósín og hvaða áhrif hefur það á líkamann?“ Vísindavefurinn, 30. október 2007. Sótt 19. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=6875.

Dagur Snær Sævarsson. (2007, 30. október). Hvað er týrósín og hvaða áhrif hefur það á líkamann? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6875

Dagur Snær Sævarsson. „Hvað er týrósín og hvaða áhrif hefur það á líkamann?“ Vísindavefurinn. 30. okt. 2007. Vefsíða. 19. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6875>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er týrósín og hvaða áhrif hefur það á líkamann?
Týrósín er ein af þeim tuttugu amínósýrum sem líkami okkar þarfnast til að mynda prótín. Lifrin getur myndað týrósín úr amínósýrunni fenýlalanín og því er ekki nauðsynlegt að fá hana úr fæðunni. Týrósín er flokkuð undir arómata vegna benzenhringsins (hringur úr sex kolefnisatómum sem hvert um sig er tengt einu vetnisatómi þannig að einbindingar og tvíbindingar skiptast á milli kolefnisatóma) og er hún vatnsfælin. Þessi amínósýra var fyrst einangruð árið 1846 og var það úr kaseini úr osti.

Týrósín er undanfari ýmissa annarra efna svo sem boðefnanna dópamíns, nor-adrenalíns, adrenalíns og þýroxíns. Einnig myndast litarefnið melanín úr þessari amínósýru, en það efni litar hár okkar og húð.

Mörg fyrirtæki hafa nýtt sér umræðu um heilsueflingu almennings og sett á markað ýmis fæðubótarefni. Mörg þessara fæðubótarefna eru einstakar amínósýrur og er týrósín þeirra á meðal. Framleiðendur lofa oft minni matarlyst, örvun vaxtarhormóna og jafnvel betra skapi og kemur þar dópamín til sögunnar.

Alltaf skal hafa í huga við val á fæðubótarefnum að allt sem er notað í óhóflegu magni getur verið skaðlegt. Ef við borðum fjölbreytt fæði og samsetning fæðunnar er rétt fáum við öll þau næringarefni sem líkaminn þarfnast. Í einstökum tilfellum geta einstaklingar þurft á ákveðnum amínósýrum að halda, til dæmis þeir sem þjást af fenýlketonúríu. Fenýlketonúría er erfðasjúkdómur sem veldur því að ensímið fenýlalanín hydroxýlasa vantar, en það er nauðsynlegt til þess að fenýlalanín geti orðið að týrósíni.

Áhrif af langvarandi neyslu einstakra amínósýra hafa ekki verið rannsökuð til hlítar en benda má á að of mikil neysla prótíns getur valdið álagi á bæði lifur og nýru. Þeim sem hyggjast taka inn fæðubótarefni sem þeir þekkja ekki er bent á að tala við heimilislækni.

Heimildir og mynd:...