Sólin Sólin Rís 09:28 • sest 16:53 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:46 • Síðdegis: 21:10 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:29 • Síðdegis: 15:13 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:28 • sest 16:53 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:46 • Síðdegis: 21:10 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:29 • Síðdegis: 15:13 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig er hægt að útskýra heimspeki Heideggers á mannamáli?

Björn Þorsteinsson

Þessari spurningu verður best svarað í verki, það er að segja með því að útskýra í stuttu máli nokkra helstu þættina í heimspeki þýska hugsuðarins Martins Heideggers (1889–1976), en í öðru svari er fjallað nánar um hvað felist í orðinu mannamál.

Í skrifum sínum og hugsun reyndi Heidegger einmitt að streitast gegn ómennsku máli af því tagi sem kemur fram í dæmum í svarinu sem nefnt var hér á undan. Rétt eins og lærifaðir hans, þýski fyrirbærafræðingurinn Edmund Husserl (1859–1938), taldi Heidegger að tæknin hefði í aldanna rás sett mark sitt á hversdagslegt tungumál Vesturlandabúa í æ ríkari mæli. Með öðrum orðum taldi hann að það sem við (íbúar í iðnvæddum nútímasamfélögum) köllum mannamál væri orðið gegnsýrt af tæknilegum hugtökum. Áherslan væri öll á áþreifanlega hluti, mælanlegar stærðir, peninga og alls kyns önnur tæki og tól sem ætluð eru til að ná tilteknum (tæknilegum) markmiðum.

Eða, með orðalagi Heideggers, við erum upptekin af því hvernig hlutirnir eru við höndina eða tiltækir – það er því hvernig við getum notað hlutina – og erum fyrir vikið að mestu hætt að velta því fyrir okkur hvernig hlutirnir eru einfaldlega fyrir hendi eða fyrirliggjandi, „í allri sinni nekt“ ef svo má segja. Í þessu sambandi tók Heidegger dæmi af Rínarfljóti: við erum hætt að sjá fljótið sjálft, eins og það er í sjálfu sér, óháð markmiðum okkar og hagsmunum, við sjáum það aðeins sem hindrun á leið okkar, eða sem siglingaleið fyrir flutningapramma, eða sem virkjunarkost sem fært geti okkur svo og svo mörg Megawött í rafafli.


Rínarfljót. "Við erum hætt að sjá fljótið sjálft, eins og það er í sjálfu sér, óháð markmiðum okkar og hagsmunum."

Með þessum hætti leit Heidegger svo á að nútímamaðurinn væri á tiltekinn hátt í útlegð frá veruleikanum – eða, nánar tiltekið, frá verunni sjálfri. En hvað er þessi vera? Einfaldasta svarið við þeirri spurningu er að veran er það sem allt það sem er í heiminum – fólk, hlutir, fjöll, vindar, hugmyndir, hugarástönd, eða bara (einmitt!) hvað sem er – á sameiginlegt. Þetta minnir á eftirfarandi umræðu feðginanna Uglu og Fals í Atómstöðinni eftir Halldór Laxness
Ég held þú vitir ekki á hvað þú trúir faðir minn, sagði ég. Ojú telpa mín, ég trúi á mitt guð, við trúum á okkar guð, svaraði þessi ofstækislausi trúmaður og brosti að saklausu hjali okkar. [...] Okkar guð er það sem eftir er þegar öll guð hafa verið talin og sagt nei, ekki hann, ekki hann. (Atómstöðin k. 19 s. 211).
Með þetta í huga má taka svo til orða að veran sé það sem verður eftir þegar við höfum bent á hvaðeina sem er í heiminum og sagt „nei, ekki þetta“.

Og eins og ráða má af framansögðu er eitt lykilatriðið í hugsun Heideggers fólgið í þeirri skoðun að í sögu Vesturlanda hafi veran sjálf fallið í gleymsku. Með öðrum orðum hafa Vesturlandabúar smám saman glatað hæfninni til að undrast um veruna og spyrja spurningarinnar „hvað er að vera?“, eða „af hverju er eitthvað en ekki bara ekki neitt?“. Heidegger taldi heimspekina eiga mikla sök á því að svona fór; og hann lítur raunar á gjörvalla sögu frumspekinnar, frá dögum Platons, sem samfellda sögu af verugleymsku þar sem því sem er er hampað á kostnað verunnar sjálfrar. En eðli mannsins sem vitundarveru er einmitt í því fólgið að spyrja spurningarinnar um veruna, og það getur líka átt við um aðrar vitundarverur ef þær eru til – en sú spurning er reyndar afar umdeild meðal fræðimanna um Heidegger.

Að mati Heideggers er allt samband mannsins við veruleikann í eðli sínu sprottið úr undruninni; hún er frumlæg og upprunaleg. En eftir því sem við fjarlægjumst veruna, eftir því sem gleymskan verður dýpri, fjarlægjumst við þennan uppruna með þeim afleiðingum að samfélag okkar verður tæknilegt og ómannlegt. Og þá hættum við líka að tala mannamál.

Frekara lesefni:

Mynd:

Höfundur

Björn Þorsteinsson

prófessor í heimspeki við HÍ

Útgáfudagur

27.1.2009

Spyrjandi

Þorgrímur Halldórsson

Tilvísun

Björn Þorsteinsson. „Hvernig er hægt að útskýra heimspeki Heideggers á mannamáli?“ Vísindavefurinn, 27. janúar 2009, sótt 6. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=18095.

Björn Þorsteinsson. (2009, 27. janúar). Hvernig er hægt að útskýra heimspeki Heideggers á mannamáli? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=18095

Björn Þorsteinsson. „Hvernig er hægt að útskýra heimspeki Heideggers á mannamáli?“ Vísindavefurinn. 27. jan. 2009. Vefsíða. 6. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=18095>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig er hægt að útskýra heimspeki Heideggers á mannamáli?
Þessari spurningu verður best svarað í verki, það er að segja með því að útskýra í stuttu máli nokkra helstu þættina í heimspeki þýska hugsuðarins Martins Heideggers (1889–1976), en í öðru svari er fjallað nánar um hvað felist í orðinu mannamál.

Í skrifum sínum og hugsun reyndi Heidegger einmitt að streitast gegn ómennsku máli af því tagi sem kemur fram í dæmum í svarinu sem nefnt var hér á undan. Rétt eins og lærifaðir hans, þýski fyrirbærafræðingurinn Edmund Husserl (1859–1938), taldi Heidegger að tæknin hefði í aldanna rás sett mark sitt á hversdagslegt tungumál Vesturlandabúa í æ ríkari mæli. Með öðrum orðum taldi hann að það sem við (íbúar í iðnvæddum nútímasamfélögum) köllum mannamál væri orðið gegnsýrt af tæknilegum hugtökum. Áherslan væri öll á áþreifanlega hluti, mælanlegar stærðir, peninga og alls kyns önnur tæki og tól sem ætluð eru til að ná tilteknum (tæknilegum) markmiðum.

Eða, með orðalagi Heideggers, við erum upptekin af því hvernig hlutirnir eru við höndina eða tiltækir – það er því hvernig við getum notað hlutina – og erum fyrir vikið að mestu hætt að velta því fyrir okkur hvernig hlutirnir eru einfaldlega fyrir hendi eða fyrirliggjandi, „í allri sinni nekt“ ef svo má segja. Í þessu sambandi tók Heidegger dæmi af Rínarfljóti: við erum hætt að sjá fljótið sjálft, eins og það er í sjálfu sér, óháð markmiðum okkar og hagsmunum, við sjáum það aðeins sem hindrun á leið okkar, eða sem siglingaleið fyrir flutningapramma, eða sem virkjunarkost sem fært geti okkur svo og svo mörg Megawött í rafafli.


Rínarfljót. "Við erum hætt að sjá fljótið sjálft, eins og það er í sjálfu sér, óháð markmiðum okkar og hagsmunum."

Með þessum hætti leit Heidegger svo á að nútímamaðurinn væri á tiltekinn hátt í útlegð frá veruleikanum – eða, nánar tiltekið, frá verunni sjálfri. En hvað er þessi vera? Einfaldasta svarið við þeirri spurningu er að veran er það sem allt það sem er í heiminum – fólk, hlutir, fjöll, vindar, hugmyndir, hugarástönd, eða bara (einmitt!) hvað sem er – á sameiginlegt. Þetta minnir á eftirfarandi umræðu feðginanna Uglu og Fals í Atómstöðinni eftir Halldór Laxness
Ég held þú vitir ekki á hvað þú trúir faðir minn, sagði ég. Ojú telpa mín, ég trúi á mitt guð, við trúum á okkar guð, svaraði þessi ofstækislausi trúmaður og brosti að saklausu hjali okkar. [...] Okkar guð er það sem eftir er þegar öll guð hafa verið talin og sagt nei, ekki hann, ekki hann. (Atómstöðin k. 19 s. 211).
Með þetta í huga má taka svo til orða að veran sé það sem verður eftir þegar við höfum bent á hvaðeina sem er í heiminum og sagt „nei, ekki þetta“.

Og eins og ráða má af framansögðu er eitt lykilatriðið í hugsun Heideggers fólgið í þeirri skoðun að í sögu Vesturlanda hafi veran sjálf fallið í gleymsku. Með öðrum orðum hafa Vesturlandabúar smám saman glatað hæfninni til að undrast um veruna og spyrja spurningarinnar „hvað er að vera?“, eða „af hverju er eitthvað en ekki bara ekki neitt?“. Heidegger taldi heimspekina eiga mikla sök á því að svona fór; og hann lítur raunar á gjörvalla sögu frumspekinnar, frá dögum Platons, sem samfellda sögu af verugleymsku þar sem því sem er er hampað á kostnað verunnar sjálfrar. En eðli mannsins sem vitundarveru er einmitt í því fólgið að spyrja spurningarinnar um veruna, og það getur líka átt við um aðrar vitundarverur ef þær eru til – en sú spurning er reyndar afar umdeild meðal fræðimanna um Heidegger.

Að mati Heideggers er allt samband mannsins við veruleikann í eðli sínu sprottið úr undruninni; hún er frumlæg og upprunaleg. En eftir því sem við fjarlægjumst veruna, eftir því sem gleymskan verður dýpri, fjarlægjumst við þennan uppruna með þeim afleiðingum að samfélag okkar verður tæknilegt og ómannlegt. Og þá hættum við líka að tala mannamál.

Frekara lesefni:

Mynd:...