Sólin Sólin Rís 04:13 • sest 22:53 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:17 • Sest 10:49 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:10 • Síðdegis: 21:32 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:07 • Síðdegis: 15:15 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 04:13 • sest 22:53 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:17 • Sest 10:49 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:10 • Síðdegis: 21:32 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:07 • Síðdegis: 15:15 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Laðast naut virkilega að rauðu, eru þau ekki litblind?

GÞM

Jú, það er rétt að naut séu litblind. Þau sjá heiminn þó ekki bara í svart-hvítu, heldur geta þau greint á milli einhverra lita. Til dæmis sjá þau mun á gulum og bláum. Naut sjá hins vegar engan mun á rauðum og grænum lit, eins og menn sem þjást af vissri tegund litblindu.

Margir hafa heyrt að nautum sé illa við rauðan lit og ráðist á allt sem rautt sé. Þessi þjóðsaga er röng og er sennilega tilkomin vegna þess að spænskir nautabanar nota rauða dulu við vinnu sína. Í raun er dula spænskra nautabana rauð til þess að hylja blóðbletti sem makast á hana í miðju nautaati. Nautin laðast aðeins að hreyfingu dulunnar en ekki lit hennar.


Nautin laðast að hreyfingu dulunnar en ekki lit hennar. Rauði liturinn hentar vel til að hylja blóðbletti.

Á Vísindavefnum má lesa meira um naut og nautaat í svari Gunnars Þórs Magnússonar við spurningunni Hvernig fer nautaat fram? og í svarinu Hvað éta nautgripir mikið á dag? eftir Grétar Hrafn Harðarsson.

Mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

21.8.2009

Spyrjandi

Eysteinn Eiríksson, f. 1991, Helgi Sigurðsson, f. 1995

Tilvísun

GÞM. „Laðast naut virkilega að rauðu, eru þau ekki litblind?“ Vísindavefurinn, 21. ágúst 2009, sótt 25. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=18098.

GÞM. (2009, 21. ágúst). Laðast naut virkilega að rauðu, eru þau ekki litblind? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=18098

GÞM. „Laðast naut virkilega að rauðu, eru þau ekki litblind?“ Vísindavefurinn. 21. ágú. 2009. Vefsíða. 25. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=18098>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Laðast naut virkilega að rauðu, eru þau ekki litblind?
Jú, það er rétt að naut séu litblind. Þau sjá heiminn þó ekki bara í svart-hvítu, heldur geta þau greint á milli einhverra lita. Til dæmis sjá þau mun á gulum og bláum. Naut sjá hins vegar engan mun á rauðum og grænum lit, eins og menn sem þjást af vissri tegund litblindu.

Margir hafa heyrt að nautum sé illa við rauðan lit og ráðist á allt sem rautt sé. Þessi þjóðsaga er röng og er sennilega tilkomin vegna þess að spænskir nautabanar nota rauða dulu við vinnu sína. Í raun er dula spænskra nautabana rauð til þess að hylja blóðbletti sem makast á hana í miðju nautaati. Nautin laðast aðeins að hreyfingu dulunnar en ekki lit hennar.


Nautin laðast að hreyfingu dulunnar en ekki lit hennar. Rauði liturinn hentar vel til að hylja blóðbletti.

Á Vísindavefnum má lesa meira um naut og nautaat í svari Gunnars Þórs Magnússonar við spurningunni Hvernig fer nautaat fram? og í svarinu Hvað éta nautgripir mikið á dag? eftir Grétar Hrafn Harðarsson.

Mynd:...