Sólin Sólin Rís 08:13 • sest 18:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:20 • Sest 00:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:43 • Síðdegis: 15:15 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:57 • Síðdegis: 21:43 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:13 • sest 18:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:20 • Sest 00:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:43 • Síðdegis: 15:15 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:57 • Síðdegis: 21:43 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er hvít málning þyngri en svört?

Jón Bjarnason

Já, því hvít málning hefur mun hærri eðlismassa en svört málning af sömu gerð. Ástæðan er sú að hvíta litarefnið, sem er títantvíoxíð (TiO2), hefur eðlismassa um 4,0 g/ml en svartur sótlitur sem er mikið notaður í svarta málningu hefur eðlismassa um 1,0 g/ml. Auk þess þarf mun meira af hvíta litarefninu en því svarta til að fá fullnægjandi hulu.

Af ofangreindri ástæðu er hvít málning mun þyngri en svört. Munurinn getur verið um 20% á efnunum í fljótandi formi en eftir að efnin hafa þornað getur munurinn verið um 40%.

Hvít málning er þyngri en svört vegna þess að hvíta litarefnið í hvítri málningu er eðlisþyngra en svarta litarefnið í svartri málningu. Einnig er notað meira af hvíta litarefninu en því svarta. Það gerir hvítu málninguna enn þyngri en ella.

Mynd:

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:
Er málning eða lakk misþungt eftir lit. Ég las á síðu um flug að svört málning á flugvélum væri léttari en hvít. Getur þetta verið rétt?

Höfundur

efnaverkfræðingur

Útgáfudagur

4.10.2013

Spyrjandi

Ingvar Gíslason

Tilvísun

Jón Bjarnason. „Er hvít málning þyngri en svört?“ Vísindavefurinn, 4. október 2013, sótt 13. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=18513.

Jón Bjarnason. (2013, 4. október). Er hvít málning þyngri en svört? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=18513

Jón Bjarnason. „Er hvít málning þyngri en svört?“ Vísindavefurinn. 4. okt. 2013. Vefsíða. 13. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=18513>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er hvít málning þyngri en svört?
Já, því hvít málning hefur mun hærri eðlismassa en svört málning af sömu gerð. Ástæðan er sú að hvíta litarefnið, sem er títantvíoxíð (TiO2), hefur eðlismassa um 4,0 g/ml en svartur sótlitur sem er mikið notaður í svarta málningu hefur eðlismassa um 1,0 g/ml. Auk þess þarf mun meira af hvíta litarefninu en því svarta til að fá fullnægjandi hulu.

Af ofangreindri ástæðu er hvít málning mun þyngri en svört. Munurinn getur verið um 20% á efnunum í fljótandi formi en eftir að efnin hafa þornað getur munurinn verið um 40%.

Hvít málning er þyngri en svört vegna þess að hvíta litarefnið í hvítri málningu er eðlisþyngra en svarta litarefnið í svartri málningu. Einnig er notað meira af hvíta litarefninu en því svarta. Það gerir hvítu málninguna enn þyngri en ella.

Mynd:

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:
Er málning eða lakk misþungt eftir lit. Ég las á síðu um flug að svört málning á flugvélum væri léttari en hvít. Getur þetta verið rétt?

...