Sólin Sólin Rís 11:04 • sest 15:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:26 • Sest 25:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:34 • Síðdegis: 24:14 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:04 • sest 15:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:26 • Sest 25:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:34 • Síðdegis: 24:14 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvenær gaus Hofsjökull síðast?

Árni Hjartarson

Í stuttu máli sagt þá er ekki vitað hvenær Hofsjökull gaus síðast enda gossaga hans lítið þekkt.

Hofsjökull er meðal tilkomumestu megineldstöðva landsins þar sem hann rís um 1800 metra hár og bungubreiður upp af miðhálendinu. Hann er nálægt því að vera kringlóttur, 35-40 kílómetrar að þvermáli, eftir því hvar mælt er. Út frá hveljöklinum ganga svo rúmlega 20 skriðjöklar til allra átta. Nokkur stórfljót eiga efstu upptök sín í Hofsjökli, og má þar nefna Blöndu, Héraðsvötn, Þjórsá og Hvítá. Mönnum duldist lengi vel hvers eðlis Hofsjökull er, enda hefur eldvirkni ekki bært á sér í árþúsundir. Það var ekki fyrr en upp úr 1970 að vísindamenn áttuðu sig á því að undir ísnum á hájöklinum leynist gríðarmikil gosaskja. Mælingar jöklarannsóknarmanna á síðustu áratugum 20. aldar afhjúpuðu síðan það mikilfenglega landslag sem undir býr.[1] Grunnur fjallsins við 1000 metra hæðarlínu er um 200 ferkílómetrar, en askjan sjálf er 30-40 ferkílómetrar að flatarmáli og 600-700 metra djúp. Skarð er í hana að vestan, og um það hnígur Blöndujökull. Efstu upptök Blöndu eru því innan öskunnar. Þar er einnig mesta ísþykkt jökulsins, 750 metrar.

Hofsjökull, Múlajökull fremst, séð til norðurs. Þjórsárver.

Gossaga Hofsjökuls má heita óþekkt. Ekki er vitað um gos í öskjunni á nútíma, og engin gjóskulög verða rakin til eldstöðvarinnar. Jökulsker standa upp úr ísnum nálægt öskjubrúninni á stöku stað, svo sem í Hásteinum og við Tanna. Þau eru öll úr kísilríku bergi. Um aldur öskjunnar er ekki vitað, og ókunn með öllu ummerki þeirra umbrota er vafalaust hafa orðið samfara myndun hennar. Eldstöðin er þó virk. Það kemur bæði fram í smágosum við fjallsræturnar á nútíma og í skjálftavirkni innan öskjunnar með reglulegu millibili. Sprungusveimarnir sem ganga til norðurs og suðvesturs frá jöklinum sýna einnig viðvarandi hreyfingar á umliðnum árþúsundum. Ekki virðist vera mikill jarðhiti á svæðinu, þótt vitað sé um lítilsháttar ummerki. Engir sigkatlar eru í ísnum, en gufa hefur sést í jökulsprungunum austan til í hájöklinum, og einnig eru frásagnir um hveralykt af jökulkvíslum við norðurjaðar hans. Hlaup eru sjaldgæf í ám úr Hofsjökli. Öll helstu hlaup sem vitað er um stafa af tæmingu jaðarlóna við jökulinn, en hafa ekki tengst jarðhita eða eldvirkni. Þó er talið að smáhlaup í Skálakvísl við Ingólfsskála kunni að stafa af jarðhita.

Hofsjökull. Nútímahraun eru sýnd í fjólubláum lit, útlínur öskjunnar undir jöklinum eru dregnar með rauðri línu.

Smáhraun eru umhverfis jökulinn, nema að vestanverðu, til vitnis um að enn leynast glæður í honum. Eldstöðvarnar eru ýmist skammt frá jökuljaðri eða huldar jökli. Illahraun er stærst þessara hrauna, komið úr gígum milli Kerlingarfjalla og Hofsjökuls. Norðan jökuls eru Lambahraun eystra og vestra. Þau eru sennilega jafnaldrar og komin úr gígaröð sem nú er undir jökli. Nokkru austar eru Illviðrahraun sem einnig eru úr gígnum huldum ísi. Þessi hraun eru á vatnasviði Vestari- og Austari-Jökulsár í Skagafirði. Við austurjaðarinn kemur Háölduhraun undan jöklinum og hefur runnið niður með Háöldukvísl sem fellur til Þjórsár. Inn af Þjórsárverum eru síðan tvö hraun, í Jökulkróki og við Blautukvíslarjökul.

Tilvísun:
  1. ^ Helgi Björnsson, 1988. Hydrology of ice caps in volcanic regions. Vísindafélag Íslendinga, Reykjavík.

Myndir:
  • Ljósmynd: Mats: Íslandsmyndasafn © Mats Wibe Lund. (Sótt 7. 5. 2014).
  • Kort: Náttúruvá á Íslandi: Eldgos og jarðskjálftar, bls. 314.


Þetta svar er úr bókinni Náttúruvá á Íslandi: Eldgos og jarðskjálftar og birt með góðfúslegu leyfi.

Höfundur

Árni Hjartarson

jarðfræðingur

Útgáfudagur

27.5.2014

Spyrjandi

Jón Frímann Jónsson

Tilvísun

Árni Hjartarson. „Hvenær gaus Hofsjökull síðast?“ Vísindavefurinn, 27. maí 2014, sótt 8. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=18643.

Árni Hjartarson. (2014, 27. maí). Hvenær gaus Hofsjökull síðast? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=18643

Árni Hjartarson. „Hvenær gaus Hofsjökull síðast?“ Vísindavefurinn. 27. maí. 2014. Vefsíða. 8. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=18643>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvenær gaus Hofsjökull síðast?
Í stuttu máli sagt þá er ekki vitað hvenær Hofsjökull gaus síðast enda gossaga hans lítið þekkt.

Hofsjökull er meðal tilkomumestu megineldstöðva landsins þar sem hann rís um 1800 metra hár og bungubreiður upp af miðhálendinu. Hann er nálægt því að vera kringlóttur, 35-40 kílómetrar að þvermáli, eftir því hvar mælt er. Út frá hveljöklinum ganga svo rúmlega 20 skriðjöklar til allra átta. Nokkur stórfljót eiga efstu upptök sín í Hofsjökli, og má þar nefna Blöndu, Héraðsvötn, Þjórsá og Hvítá. Mönnum duldist lengi vel hvers eðlis Hofsjökull er, enda hefur eldvirkni ekki bært á sér í árþúsundir. Það var ekki fyrr en upp úr 1970 að vísindamenn áttuðu sig á því að undir ísnum á hájöklinum leynist gríðarmikil gosaskja. Mælingar jöklarannsóknarmanna á síðustu áratugum 20. aldar afhjúpuðu síðan það mikilfenglega landslag sem undir býr.[1] Grunnur fjallsins við 1000 metra hæðarlínu er um 200 ferkílómetrar, en askjan sjálf er 30-40 ferkílómetrar að flatarmáli og 600-700 metra djúp. Skarð er í hana að vestan, og um það hnígur Blöndujökull. Efstu upptök Blöndu eru því innan öskunnar. Þar er einnig mesta ísþykkt jökulsins, 750 metrar.

Hofsjökull, Múlajökull fremst, séð til norðurs. Þjórsárver.

Gossaga Hofsjökuls má heita óþekkt. Ekki er vitað um gos í öskjunni á nútíma, og engin gjóskulög verða rakin til eldstöðvarinnar. Jökulsker standa upp úr ísnum nálægt öskjubrúninni á stöku stað, svo sem í Hásteinum og við Tanna. Þau eru öll úr kísilríku bergi. Um aldur öskjunnar er ekki vitað, og ókunn með öllu ummerki þeirra umbrota er vafalaust hafa orðið samfara myndun hennar. Eldstöðin er þó virk. Það kemur bæði fram í smágosum við fjallsræturnar á nútíma og í skjálftavirkni innan öskjunnar með reglulegu millibili. Sprungusveimarnir sem ganga til norðurs og suðvesturs frá jöklinum sýna einnig viðvarandi hreyfingar á umliðnum árþúsundum. Ekki virðist vera mikill jarðhiti á svæðinu, þótt vitað sé um lítilsháttar ummerki. Engir sigkatlar eru í ísnum, en gufa hefur sést í jökulsprungunum austan til í hájöklinum, og einnig eru frásagnir um hveralykt af jökulkvíslum við norðurjaðar hans. Hlaup eru sjaldgæf í ám úr Hofsjökli. Öll helstu hlaup sem vitað er um stafa af tæmingu jaðarlóna við jökulinn, en hafa ekki tengst jarðhita eða eldvirkni. Þó er talið að smáhlaup í Skálakvísl við Ingólfsskála kunni að stafa af jarðhita.

Hofsjökull. Nútímahraun eru sýnd í fjólubláum lit, útlínur öskjunnar undir jöklinum eru dregnar með rauðri línu.

Smáhraun eru umhverfis jökulinn, nema að vestanverðu, til vitnis um að enn leynast glæður í honum. Eldstöðvarnar eru ýmist skammt frá jökuljaðri eða huldar jökli. Illahraun er stærst þessara hrauna, komið úr gígum milli Kerlingarfjalla og Hofsjökuls. Norðan jökuls eru Lambahraun eystra og vestra. Þau eru sennilega jafnaldrar og komin úr gígaröð sem nú er undir jökli. Nokkru austar eru Illviðrahraun sem einnig eru úr gígnum huldum ísi. Þessi hraun eru á vatnasviði Vestari- og Austari-Jökulsár í Skagafirði. Við austurjaðarinn kemur Háölduhraun undan jöklinum og hefur runnið niður með Háöldukvísl sem fellur til Þjórsár. Inn af Þjórsárverum eru síðan tvö hraun, í Jökulkróki og við Blautukvíslarjökul.

Tilvísun:
  1. ^ Helgi Björnsson, 1988. Hydrology of ice caps in volcanic regions. Vísindafélag Íslendinga, Reykjavík.

Myndir:
  • Ljósmynd: Mats: Íslandsmyndasafn © Mats Wibe Lund. (Sótt 7. 5. 2014).
  • Kort: Náttúruvá á Íslandi: Eldgos og jarðskjálftar, bls. 314.


Þetta svar er úr bókinni Náttúruvá á Íslandi: Eldgos og jarðskjálftar og birt með góðfúslegu leyfi.

...