Sólin Sólin Rís 11:02 • sest 15:37 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:37 • Sest 23:27 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:30 • Síðdegis: 23:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:04 • Síðdegis: 17:00 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:02 • sest 15:37 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:37 • Sest 23:27 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:30 • Síðdegis: 23:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:04 • Síðdegis: 17:00 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver er saga súkkulaðisins?

Ólafur Páll Jónsson

Árið 1519 kom spænski herforinginn Cortés til bæjarins Tenochtitlán, þar sem nú er Mexíkóborg. Höfðingi Asteka, Moctezuma að nafni, tók á móti honum og bauð honum upp á kakódrykk. Drykkurinn var úr möluðum kakóbaunum, ýmsu kryddi, meðal annars vanillu, hunangi og sjóðandi vatni. Þetta var líklega í fyrsta skipti sem maður frá Evrópu smakkaði kakódrykk. Drykkur af þessu tagi átti sér hins vegar langa sögu meðal Asteka. Hann var mikils metinn og einkum ætlaður fyrirmönnum, ferðalöngum og hermönnum.

Kakótré (Theobroma cacao) með aldinum. Inn í því eru kakóbaunirnar sem í raun eru fræ plöntunnar.

Astekar höfðu þekkt kakóbaunina um aldir áður en Spánverjar og aðrar Evrópuþjóðir komu fyrst til Ameríku. Þeir kölluðu hana cacao og við höfum tekið það heiti eftir þeim en á ensku heitir hún cocoa. Plantan sem kakóbaunin vex á heitir á fræðimáli Theobroma cacao sem þýðir „fæða fyrir guðina.“ Meðal Asteka var kakóbaunin hins vegar ekki bara drykkjarefni, hún var mikilvæg markaðsvara og þjónaði einnig sem gjaldmiðill.

Áður en Astekar komu til sögunnar höfðu aðrir ættflokkar uppgötvað kakóbaunina. Hún var ræktuð hjá Olmekum frá því um 1150 til 300 fyrir Krist og Majum frá því um 200 fyrir Krist og fram á miðja 16. öld. Baunin var ræktuð bæði í heimagörðum og á plantekrum víða um Mið-Ameríku, allt frá Kyrrahafsströndinni yfir að strönd Mexíkóflóa.

Teikning af súkkulaðihúsi í London árið 1807 - þar drakk yfirstéttin súkkulaði.

Kristófer Kólumbus kom með fyrstu kakóbaunirnar til Evrópu árið 1502, Cortés flutti líka með sér kakóbaunir þegar hann sigldi aftur til Spánar árið 1526 og tæpum fjörutíu árum síðar var fyrsti skipsfarmurinn af kakóbaunum fluttur austur um haf. En kakóið var reyndar spánskt leyndarmál í hartnær heila öld; það barst ekki til Ítalíu fyrr en árið 1606 og varð ekki vinsælt í Frakklandi fyrr en eftir að spænska prinsessan María Theresa giftist Loðvíki fjórtánda árið 1660. En þar með var skriðan líka komin af stað og nú spruttu upp kakóhús víða um Evrópu.

Komið var fram á 18. öld þegar mönnum hugkvæmdist að nota mjólk í stað vatns í kakó. Heiðurinn af þessari uppgötvun átti lávarðurinn Hans Sloane, sem var einkalæknir Önnu drottningar og stofnandi British Museum. Þessi nýja kakóuppskrift fór leynt í fyrstu en var svo seld apótekara í London og komst síðar í hendur Cadbury-bræðra.

Árið 1847 varð enska fyrirtækið Fry and Sons fyrst til að framleiða súkkulaði í líkri mynd og við þekkjum í dag og 1876 varð svissneskur sælgætisframleiðandi, Daniel Peter að nafni, fyrstur til að blanda mjólkurdufti í súkkulaðið og búa til mjólkursúkkulaði.

Heimildir:

Myndir:

Höfundur

Ólafur Páll Jónsson

prófessor í heimspeki við HÍ

Útgáfudagur

1.10.2001

Síðast uppfært

13.4.2021

Spyrjandi

Valgeir Halldórsson

Tilvísun

Ólafur Páll Jónsson. „Hver er saga súkkulaðisins?“ Vísindavefurinn, 1. október 2001, sótt 7. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1885.

Ólafur Páll Jónsson. (2001, 1. október). Hver er saga súkkulaðisins? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1885

Ólafur Páll Jónsson. „Hver er saga súkkulaðisins?“ Vísindavefurinn. 1. okt. 2001. Vefsíða. 7. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1885>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver er saga súkkulaðisins?
Árið 1519 kom spænski herforinginn Cortés til bæjarins Tenochtitlán, þar sem nú er Mexíkóborg. Höfðingi Asteka, Moctezuma að nafni, tók á móti honum og bauð honum upp á kakódrykk. Drykkurinn var úr möluðum kakóbaunum, ýmsu kryddi, meðal annars vanillu, hunangi og sjóðandi vatni. Þetta var líklega í fyrsta skipti sem maður frá Evrópu smakkaði kakódrykk. Drykkur af þessu tagi átti sér hins vegar langa sögu meðal Asteka. Hann var mikils metinn og einkum ætlaður fyrirmönnum, ferðalöngum og hermönnum.

Kakótré (Theobroma cacao) með aldinum. Inn í því eru kakóbaunirnar sem í raun eru fræ plöntunnar.

Astekar höfðu þekkt kakóbaunina um aldir áður en Spánverjar og aðrar Evrópuþjóðir komu fyrst til Ameríku. Þeir kölluðu hana cacao og við höfum tekið það heiti eftir þeim en á ensku heitir hún cocoa. Plantan sem kakóbaunin vex á heitir á fræðimáli Theobroma cacao sem þýðir „fæða fyrir guðina.“ Meðal Asteka var kakóbaunin hins vegar ekki bara drykkjarefni, hún var mikilvæg markaðsvara og þjónaði einnig sem gjaldmiðill.

Áður en Astekar komu til sögunnar höfðu aðrir ættflokkar uppgötvað kakóbaunina. Hún var ræktuð hjá Olmekum frá því um 1150 til 300 fyrir Krist og Majum frá því um 200 fyrir Krist og fram á miðja 16. öld. Baunin var ræktuð bæði í heimagörðum og á plantekrum víða um Mið-Ameríku, allt frá Kyrrahafsströndinni yfir að strönd Mexíkóflóa.

Teikning af súkkulaðihúsi í London árið 1807 - þar drakk yfirstéttin súkkulaði.

Kristófer Kólumbus kom með fyrstu kakóbaunirnar til Evrópu árið 1502, Cortés flutti líka með sér kakóbaunir þegar hann sigldi aftur til Spánar árið 1526 og tæpum fjörutíu árum síðar var fyrsti skipsfarmurinn af kakóbaunum fluttur austur um haf. En kakóið var reyndar spánskt leyndarmál í hartnær heila öld; það barst ekki til Ítalíu fyrr en árið 1606 og varð ekki vinsælt í Frakklandi fyrr en eftir að spænska prinsessan María Theresa giftist Loðvíki fjórtánda árið 1660. En þar með var skriðan líka komin af stað og nú spruttu upp kakóhús víða um Evrópu.

Komið var fram á 18. öld þegar mönnum hugkvæmdist að nota mjólk í stað vatns í kakó. Heiðurinn af þessari uppgötvun átti lávarðurinn Hans Sloane, sem var einkalæknir Önnu drottningar og stofnandi British Museum. Þessi nýja kakóuppskrift fór leynt í fyrstu en var svo seld apótekara í London og komst síðar í hendur Cadbury-bræðra.

Árið 1847 varð enska fyrirtækið Fry and Sons fyrst til að framleiða súkkulaði í líkri mynd og við þekkjum í dag og 1876 varð svissneskur sælgætisframleiðandi, Daniel Peter að nafni, fyrstur til að blanda mjólkurdufti í súkkulaðið og búa til mjólkursúkkulaði.

Heimildir:

Myndir:...