
Við pissum þegar sjálfvirk boð frá mænu slaka á innri lokuvöðva og viljastýrð boð frá heila slaka á ytri lokuvöðva. Ef þvagblaðran er orðin alveg full tekur ósjálfráða ferlið yfir það viljastýrða og við pissum, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Það er þess vegna engin hætta á því að blaðran í okkur springi.
- EnCognitive.com. Íslenskur texti settur inn af ritstjórn Vísindavefsins. Sótt 2. 5. 2012.