Sólin Sólin Rís 09:54 • sest 16:29 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:39 • Sest 07:41 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:44 • Síðdegis: 17:03 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:01 • Síðdegis: 23:18 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:54 • sest 16:29 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:39 • Sest 07:41 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:44 • Síðdegis: 17:03 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:01 • Síðdegis: 23:18 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hversu mikið þvag kemst fyrir í þvagblöðru og er einhver hætta á því að hún springi?

Þuríður Þorbjarnardóttir

Þvagblaðran er vöðvarík, teygjanleg blaðra sem tekur við þvagi sem myndast í nýrunum. Þvagið berst í blöðruna eftir þvagpípum. og þar er það geymt þangað til að þvaglátum kemur. Þá berst það úr þvagblöðrunni í þvagrás sem liggur út úr líkamanum. Þvagrásin er staðsett á botni mjaðmagrindarinnar. Í körlum liggur hún á milli endaþarms og klyftasambryskju (lífbeins) og ofan við blöðruhálskirtil. Í konum er þvagblaðran fyrir framan leggöngin sem gerir það að verkum að þvagblaðra kvenna getur ekki geymt jafnmikið þvag og þvagblaðra karla.

Við pissum þegar sjálfvirk boð frá mænu slaka á innri lokuvöðva og viljastýrð boð frá heila slaka á ytri lokuvöðva. Ef þvagblaðran er orðin alveg full tekur ósjálfráða ferlið yfir það viljastýrða og við pissum, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Það er þess vegna engin hætta á því að blaðran í okkur springi.

Veggur þvagblöðru er vöðvaríkur og teygjanlegur. Þegar blaðran fyllist þenst hún út og vekur það seftaugaboð sem leiðir til þess að vöðvinn í veggnum dregst saman og þrýstir þvagi út úr blöðrunni í þvagrásina. Til þess að þvag geti borist úr blöðrunni þurfa bæði sjálfvirkur innri lokuvöðvi og viljastýrður ytri lokuvöðvi að slaka á (opnast). Ef þessir vöðvar bila getur það leitt til þvagleka.

Undir venjulegum kringumstæðum inniheldur þvagblaðra 300-350 ml af þvagi, en hámarksmagnið er 700-800 ml. Þörfin til að pissa kemur fram þegar komnir eru yfir 200-400 ml í blöðruna. Það er þó auðvelt að hunsa þörfina á þessu stigi. Eftir því sem blaðran fyllist eykst þörfin þangað til þannemar í blöðruveggnum senda boð til mænunnar sem berast áfram upp til heilabarkar. Sjálfvirk boð frá mænu berast til innri lokuvöðva sem slaknar og viljastýrð boð berast frá heilanum til ytri lokuvöðva sem slaknar líka. Þá pissum við.

Þótt ósjálfrátt viðbragð stjórni þvaglátum að mestu, getum við haft stjórn á þeim því viljastýrð boð stjórna ytri lokuvöðvanum. Börn undir tveggja ára aldri geta þó ekki stjórnað þvaglátum því að taugungar til ytri lokuvöðva blöðrunnar eru ekki fullþroskaðir. Engin hætta er á að blaðran springi því þegar hún er orðin alveg full tekur ósjálfráða ferlið yfir það viljastýrða og við pissum hvort sem okkur líkar betur eða verr.

Mynd:
  • EnCognitive.com. Íslenskur texti settur inn af ritstjórn Vísindavefsins. Sótt 2. 5. 2012.

Höfundur

Útgáfudagur

8.5.2012

Spyrjandi

Jóna Haraldsdóttir, N.N.

Tilvísun

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hversu mikið þvag kemst fyrir í þvagblöðru og er einhver hætta á því að hún springi?“ Vísindavefurinn, 8. maí 2012, sótt 14. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=19042.

Þuríður Þorbjarnardóttir. (2012, 8. maí). Hversu mikið þvag kemst fyrir í þvagblöðru og er einhver hætta á því að hún springi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=19042

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hversu mikið þvag kemst fyrir í þvagblöðru og er einhver hætta á því að hún springi?“ Vísindavefurinn. 8. maí. 2012. Vefsíða. 14. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=19042>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hversu mikið þvag kemst fyrir í þvagblöðru og er einhver hætta á því að hún springi?
Þvagblaðran er vöðvarík, teygjanleg blaðra sem tekur við þvagi sem myndast í nýrunum. Þvagið berst í blöðruna eftir þvagpípum. og þar er það geymt þangað til að þvaglátum kemur. Þá berst það úr þvagblöðrunni í þvagrás sem liggur út úr líkamanum. Þvagrásin er staðsett á botni mjaðmagrindarinnar. Í körlum liggur hún á milli endaþarms og klyftasambryskju (lífbeins) og ofan við blöðruhálskirtil. Í konum er þvagblaðran fyrir framan leggöngin sem gerir það að verkum að þvagblaðra kvenna getur ekki geymt jafnmikið þvag og þvagblaðra karla.

Við pissum þegar sjálfvirk boð frá mænu slaka á innri lokuvöðva og viljastýrð boð frá heila slaka á ytri lokuvöðva. Ef þvagblaðran er orðin alveg full tekur ósjálfráða ferlið yfir það viljastýrða og við pissum, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Það er þess vegna engin hætta á því að blaðran í okkur springi.

Veggur þvagblöðru er vöðvaríkur og teygjanlegur. Þegar blaðran fyllist þenst hún út og vekur það seftaugaboð sem leiðir til þess að vöðvinn í veggnum dregst saman og þrýstir þvagi út úr blöðrunni í þvagrásina. Til þess að þvag geti borist úr blöðrunni þurfa bæði sjálfvirkur innri lokuvöðvi og viljastýrður ytri lokuvöðvi að slaka á (opnast). Ef þessir vöðvar bila getur það leitt til þvagleka.

Undir venjulegum kringumstæðum inniheldur þvagblaðra 300-350 ml af þvagi, en hámarksmagnið er 700-800 ml. Þörfin til að pissa kemur fram þegar komnir eru yfir 200-400 ml í blöðruna. Það er þó auðvelt að hunsa þörfina á þessu stigi. Eftir því sem blaðran fyllist eykst þörfin þangað til þannemar í blöðruveggnum senda boð til mænunnar sem berast áfram upp til heilabarkar. Sjálfvirk boð frá mænu berast til innri lokuvöðva sem slaknar og viljastýrð boð berast frá heilanum til ytri lokuvöðva sem slaknar líka. Þá pissum við.

Þótt ósjálfrátt viðbragð stjórni þvaglátum að mestu, getum við haft stjórn á þeim því viljastýrð boð stjórna ytri lokuvöðvanum. Börn undir tveggja ára aldri geta þó ekki stjórnað þvaglátum því að taugungar til ytri lokuvöðva blöðrunnar eru ekki fullþroskaðir. Engin hætta er á að blaðran springi því þegar hún er orðin alveg full tekur ósjálfráða ferlið yfir það viljastýrða og við pissum hvort sem okkur líkar betur eða verr.

Mynd:
  • EnCognitive.com. Íslenskur texti settur inn af ritstjórn Vísindavefsins. Sótt 2. 5. 2012.

...