Sólin Sólin Rís 03:48 • sest 23:17 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:45 • Síðdegis: 15:34 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:01 • Síðdegis: 21:55 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 03:48 • sest 23:17 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:45 • Síðdegis: 15:34 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:01 • Síðdegis: 21:55 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Nú hef ég bæði heyrt að salt hafi vatnslosandi áhrif á líkamann og að það bindi vatn, hvort er rétt?

Þuríður Þorbjarnardóttir

Salt, einkum natrínjónir þess, binda vatn í líkamann. Vatn „eltir“ þessar jónir, en þær eru algengustu jónirnar í öllum vökvum líkamans utan frumnanna. Ef styrkur natrínjóna hækkar, til dæmis eftir saltríka máltíð, binst meira vatn í líkamanum og sést það oft á því að viðkomandi fær bjúg. Vökvasöfnun í líkamanum getur leitt til hækkunar blóðþrýstings sem getur verið hættulegt.

Það er mjög mikilvægt fyrir líkamann að viðhalda vatns- og saltjafnvægi. Afturhluti heiladinguls myndar þvagtemprandi hormón (ÞTH, e. antidiuretic hormone eða vasopressin, skammstafað ADH) sem ræður hversu mikið þvag er myndað í nýrunum. ÞTH binst viðtökum í safnrásum nýrapíplna í nýrunum og stuðlar að endursogi vatns í blóðið. Ef ekkert ÞTH er til staðar er himna safnrásanna ógegndræp á vatn og það berst allt út úr nýrunum sem þvag.Salt bindur vatnið í líkamanum.

Sá þáttur sem hefur mest áhrif á seyti ÞTH er osmósuþéttni (e. osmolarity) blóðvökvans sem er í raun saltstyrkur hans. Sérstakir osmónemar í undirstúku heilans fylgjast með osmósuþéttni blóðs og örva seyti ÞTH-myndandi taugunganna. Þegar osmósuþéttni blóðs er undir tilteknum þröskuldi eru nemarnir ekki áreittir og seyti ÞTH er hindrað. Þegar osmósuþéttni hækkar upp fyrir þröskuldinn áreitast osmónemarnir og örva seyti ÞTH og í kjölfarið heldur líkaminn í vatnið og dregur úr þvagmyndun. Þorsti helst í hendur við seyti ÞTH. Svo virðist sem hann sé einnig örvaður af osmónemum í undirstúku en þröskuldurinn fyrir hann er hærri en fyrir seyti ÞTH og kemur ekki til sögunnar nema að seyti ÞTH dugi ekki til við að halda osmósuþéttni í skefjum.

Aðrir þættir sem hafa áhrif a osmósuþéttni eru blóðþrýstingur en ef hann eða rúmmál blóðs lækkar áreitast þannemar í hjartanu og stóru slagæðunum og örva seyti ÞTH. Enn fremur örva uppköst og niðurgangur seyti ÞTH, en stöðvar sem stjórna þeim eru nátengdar undirstúku.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Heimildir og myndir:

Höfundur

Útgáfudagur

25.2.2011

Spyrjandi

Guðmundur Halldórsson

Tilvísun

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Nú hef ég bæði heyrt að salt hafi vatnslosandi áhrif á líkamann og að það bindi vatn, hvort er rétt?“ Vísindavefurinn, 25. febrúar 2011, sótt 17. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=57401.

Þuríður Þorbjarnardóttir. (2011, 25. febrúar). Nú hef ég bæði heyrt að salt hafi vatnslosandi áhrif á líkamann og að það bindi vatn, hvort er rétt? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=57401

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Nú hef ég bæði heyrt að salt hafi vatnslosandi áhrif á líkamann og að það bindi vatn, hvort er rétt?“ Vísindavefurinn. 25. feb. 2011. Vefsíða. 17. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=57401>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Nú hef ég bæði heyrt að salt hafi vatnslosandi áhrif á líkamann og að það bindi vatn, hvort er rétt?
Salt, einkum natrínjónir þess, binda vatn í líkamann. Vatn „eltir“ þessar jónir, en þær eru algengustu jónirnar í öllum vökvum líkamans utan frumnanna. Ef styrkur natrínjóna hækkar, til dæmis eftir saltríka máltíð, binst meira vatn í líkamanum og sést það oft á því að viðkomandi fær bjúg. Vökvasöfnun í líkamanum getur leitt til hækkunar blóðþrýstings sem getur verið hættulegt.

Það er mjög mikilvægt fyrir líkamann að viðhalda vatns- og saltjafnvægi. Afturhluti heiladinguls myndar þvagtemprandi hormón (ÞTH, e. antidiuretic hormone eða vasopressin, skammstafað ADH) sem ræður hversu mikið þvag er myndað í nýrunum. ÞTH binst viðtökum í safnrásum nýrapíplna í nýrunum og stuðlar að endursogi vatns í blóðið. Ef ekkert ÞTH er til staðar er himna safnrásanna ógegndræp á vatn og það berst allt út úr nýrunum sem þvag.Salt bindur vatnið í líkamanum.

Sá þáttur sem hefur mest áhrif á seyti ÞTH er osmósuþéttni (e. osmolarity) blóðvökvans sem er í raun saltstyrkur hans. Sérstakir osmónemar í undirstúku heilans fylgjast með osmósuþéttni blóðs og örva seyti ÞTH-myndandi taugunganna. Þegar osmósuþéttni blóðs er undir tilteknum þröskuldi eru nemarnir ekki áreittir og seyti ÞTH er hindrað. Þegar osmósuþéttni hækkar upp fyrir þröskuldinn áreitast osmónemarnir og örva seyti ÞTH og í kjölfarið heldur líkaminn í vatnið og dregur úr þvagmyndun. Þorsti helst í hendur við seyti ÞTH. Svo virðist sem hann sé einnig örvaður af osmónemum í undirstúku en þröskuldurinn fyrir hann er hærri en fyrir seyti ÞTH og kemur ekki til sögunnar nema að seyti ÞTH dugi ekki til við að halda osmósuþéttni í skefjum.

Aðrir þættir sem hafa áhrif a osmósuþéttni eru blóðþrýstingur en ef hann eða rúmmál blóðs lækkar áreitast þannemar í hjartanu og stóru slagæðunum og örva seyti ÞTH. Enn fremur örva uppköst og niðurgangur seyti ÞTH, en stöðvar sem stjórna þeim eru nátengdar undirstúku.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Heimildir og myndir:...