Sólin Sólin Rís 08:54 • sest 18:29 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:18 • Sest 09:37 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:41 • Síðdegis: 19:01 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:33 • Síðdegis: 12:58 í Reykjavík

Er hugsanlegt að hægt verði að stöðva öldrun algjörlega eða er það óraunsætt?

Ólafur Páll Jónsson

Þessari spurningu hefur Pálmi V. Jónsson þegar svarað á nokkuð ítarlegan hátt í svörum sínum við spurningunum

Þegar menn velta því fyrir sér hvort hægt sé að stöðva öldrun þá er vitaskuld ekki átt við það hvort eitthvað megi gera svo að fólk verði ekki eldra. Það eldast jú allir um eitt ár á ári og eina leiðin til að stöðva öldrun í þessum skilningi væri að stöðva tímann. En þar með stæði líka allt í stað og enginn tæki eftir því að öldrun væri úr sögunni.

Það sem átt er við þegar spurt er hvort hægt sé að stöðva öldrun er því fremur hvort koma megi í veg fyrir hrörnun, hvort fólk geti verið síungt til líkama og sálar. Í þessum skilningi hefur hiklaust náðst nokkur árangur. Fólk lifir lengur og það er við góða heilsu, bæði líkamlega og andlega, lengur en áður gerðist. Fyrir öllu þessu hefur Pálmi gert góða grein í svörum sínum við ofangreindum spurningum.En hversu erfitt er eiginlega að stöðva öldrun algjörlega? Það er ekki úr vegi að byrja á einfaldari hlutum en lifandi verum. Væri til dæmis hægt að halda bíl „síungum“, ef svo má segja? Einfaldasta leiðin til að halda bíl í sínu upprunalega horfi um langan tíma er vitaskuld að nota hann ekkert. Láta hann bara standa á þurrum stað þar sem fuglar eða geitungar komast ekki að til að gera sér hreiður eða bú í vélinni eða á öðrum óheppilegum stöðum. En bíll, sem haldið er „síungum“ með þessu móti, er engum til gagns. Önnur leið og algengari er að skipta reglulega um þá hluta sem slitna. Á löngum tíma má jafnvel gera ráð fyrir að öllum upprunalegum hlutum bílsins hafi verið skipt út fyrir nýja.

Þegar við hugum að möguleikanum á að endurnýja alla hluta smíðisgripa verður á vegi okkar gömul gáta. Gáta þessi er kennd við skip Þeseusar sem var sæfari og alhliða hetja í fornöld Grikklands. Skipið var varðveitt um margar kynslóðir í höfninni í Aþenu og eftir því sem plankarnir fúnuðu var skipt um þá og nýir settir í þeirra stað. Þar kom svo að skipt hafði verið um alla upprunalegu plankana. En þá má líka hugsa sér að gömlu plönkunum hafi verið haldið til haga og þeim raðað saman í skip nákvæmlega eins og hið upprunalega skip Þeseusar. Spurningin er þá sú hvort skipið er í raun skip Þeseusar, það sem er úr nýju plönkunum eða hitt sem er úr þeim upprunalegu.

Maður skyldi því gá að sér þegar skipt er um slitna hluta smíðisgripa. Í staðinn fyrir að upprunalegi hluturinn haldist í góðu lagi gæti maður glatað upprunalega hlutnum og staðið uppi með nýjan hlut, að vísu mjög líkan þeim upprunalega, en engu að síður ekki sama hlutinn.

Þetta skiptir kannski ekki máli þegar um er að ræða bíla og skip. Þá skiptir ekki máli hvort maður hefur sama hlutinn, það er nóg að hafa sams konar hlut. En ef við snúum okkur nú aftur að mannfólkinu þá vandast málið. Hugsum okkur að við reynum að hafa sama hátt á með mannfólkið og við höfum með smíðisgripi. Þegar fólk slitnar, þá skiptum við um hluta. Fólk fær nýja mjöðm þegar sú gamla er orðin stirð, nýtt hjarta þegar gamla hjartað er orðið stíflað af fitu, ný lungu þegar þau gömlu er orðin full af sóti, og svo framvegis. Við getum hugsað okkur að enn meiri tækni geri læknum kleift að skipta um einstaka vöðvafrumur og jafnvel taugafrumur. Væri þá ekki hægt að halda öllum síungum.

Kannski svarið sé að með slíkri tækni mætti einmitt halda öllum síungum. En kannski væri ekki verið að halda sama fólkinu síungu heldur væri slitnu fólki skipt út fyrir nýtt og hraustara fólk. Að vísu væru nýju einstaklingarnir nokkuð svipaðir þeim gömlu, en þeir væru ekki sömu einstaklingarnir. Og það finnst okkur líklega ekki nógu gott.

Hugsum okkur að við eigum hund sem er okkur afskaplega kær. Einn góðan veðurdag er ekið yfir hundinn og hann deyr. Það er okkur lítil huggun harmi gegn að fá nýjan hund, jafnvel þótt sá nýi sé sams konar og sá gamli. Eða hugsum okkur 10 ára strák sem fer í sveit yfir sumar. Þegar hann kemur heim þá segja foreldrar hans að hann geti bara verið áfram í sveitinni því þau hafi fengið sams konar strák annarsstaðar. Þetta væri vissulega ótækt. Málið er að það er ekki alltaf nóg að hafa samskonar hluti, stundum dugir ekkert minna en sami hluturinn.

Niðurstaðan er því sú að jafnvel þótt læknavísindin tækju slíkum framförum að það mætti viðhalda fólki út í hið óendanlega, þá er ekki þar með ljóst að sömu einstaklingarnir lifðu um aldir og væru síungir.

Í svari Ólafs Páls Jónssonar við spurningunni Ef heili væri tekinn úr einni manneskju og settur í aðra, væri það þá eins og að færa harðan disk úr einni tölvu í aðra? er velt upp skyldum álitamálum.


Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:
  • HB.

Höfundur

Ólafur Páll Jónsson

prófessor í heimspeki við HÍ

Útgáfudagur

15.10.2001

Spyrjandi

Magnús Haraldsson

Tilvísun

Ólafur Páll Jónsson. „Er hugsanlegt að hægt verði að stöðva öldrun algjörlega eða er það óraunsætt?“ Vísindavefurinn, 15. október 2001. Sótt 24. febrúar 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=1906.

Ólafur Páll Jónsson. (2001, 15. október). Er hugsanlegt að hægt verði að stöðva öldrun algjörlega eða er það óraunsætt? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=1906

Ólafur Páll Jónsson. „Er hugsanlegt að hægt verði að stöðva öldrun algjörlega eða er það óraunsætt?“ Vísindavefurinn. 15. okt. 2001. Vefsíða. 24. feb. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=1906>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er hugsanlegt að hægt verði að stöðva öldrun algjörlega eða er það óraunsætt?
Þessari spurningu hefur Pálmi V. Jónsson þegar svarað á nokkuð ítarlegan hátt í svörum sínum við spurningunum

Þegar menn velta því fyrir sér hvort hægt sé að stöðva öldrun þá er vitaskuld ekki átt við það hvort eitthvað megi gera svo að fólk verði ekki eldra. Það eldast jú allir um eitt ár á ári og eina leiðin til að stöðva öldrun í þessum skilningi væri að stöðva tímann. En þar með stæði líka allt í stað og enginn tæki eftir því að öldrun væri úr sögunni.

Það sem átt er við þegar spurt er hvort hægt sé að stöðva öldrun er því fremur hvort koma megi í veg fyrir hrörnun, hvort fólk geti verið síungt til líkama og sálar. Í þessum skilningi hefur hiklaust náðst nokkur árangur. Fólk lifir lengur og það er við góða heilsu, bæði líkamlega og andlega, lengur en áður gerðist. Fyrir öllu þessu hefur Pálmi gert góða grein í svörum sínum við ofangreindum spurningum.En hversu erfitt er eiginlega að stöðva öldrun algjörlega? Það er ekki úr vegi að byrja á einfaldari hlutum en lifandi verum. Væri til dæmis hægt að halda bíl „síungum“, ef svo má segja? Einfaldasta leiðin til að halda bíl í sínu upprunalega horfi um langan tíma er vitaskuld að nota hann ekkert. Láta hann bara standa á þurrum stað þar sem fuglar eða geitungar komast ekki að til að gera sér hreiður eða bú í vélinni eða á öðrum óheppilegum stöðum. En bíll, sem haldið er „síungum“ með þessu móti, er engum til gagns. Önnur leið og algengari er að skipta reglulega um þá hluta sem slitna. Á löngum tíma má jafnvel gera ráð fyrir að öllum upprunalegum hlutum bílsins hafi verið skipt út fyrir nýja.

Þegar við hugum að möguleikanum á að endurnýja alla hluta smíðisgripa verður á vegi okkar gömul gáta. Gáta þessi er kennd við skip Þeseusar sem var sæfari og alhliða hetja í fornöld Grikklands. Skipið var varðveitt um margar kynslóðir í höfninni í Aþenu og eftir því sem plankarnir fúnuðu var skipt um þá og nýir settir í þeirra stað. Þar kom svo að skipt hafði verið um alla upprunalegu plankana. En þá má líka hugsa sér að gömlu plönkunum hafi verið haldið til haga og þeim raðað saman í skip nákvæmlega eins og hið upprunalega skip Þeseusar. Spurningin er þá sú hvort skipið er í raun skip Þeseusar, það sem er úr nýju plönkunum eða hitt sem er úr þeim upprunalegu.

Maður skyldi því gá að sér þegar skipt er um slitna hluta smíðisgripa. Í staðinn fyrir að upprunalegi hluturinn haldist í góðu lagi gæti maður glatað upprunalega hlutnum og staðið uppi með nýjan hlut, að vísu mjög líkan þeim upprunalega, en engu að síður ekki sama hlutinn.

Þetta skiptir kannski ekki máli þegar um er að ræða bíla og skip. Þá skiptir ekki máli hvort maður hefur sama hlutinn, það er nóg að hafa sams konar hlut. En ef við snúum okkur nú aftur að mannfólkinu þá vandast málið. Hugsum okkur að við reynum að hafa sama hátt á með mannfólkið og við höfum með smíðisgripi. Þegar fólk slitnar, þá skiptum við um hluta. Fólk fær nýja mjöðm þegar sú gamla er orðin stirð, nýtt hjarta þegar gamla hjartað er orðið stíflað af fitu, ný lungu þegar þau gömlu er orðin full af sóti, og svo framvegis. Við getum hugsað okkur að enn meiri tækni geri læknum kleift að skipta um einstaka vöðvafrumur og jafnvel taugafrumur. Væri þá ekki hægt að halda öllum síungum.

Kannski svarið sé að með slíkri tækni mætti einmitt halda öllum síungum. En kannski væri ekki verið að halda sama fólkinu síungu heldur væri slitnu fólki skipt út fyrir nýtt og hraustara fólk. Að vísu væru nýju einstaklingarnir nokkuð svipaðir þeim gömlu, en þeir væru ekki sömu einstaklingarnir. Og það finnst okkur líklega ekki nógu gott.

Hugsum okkur að við eigum hund sem er okkur afskaplega kær. Einn góðan veðurdag er ekið yfir hundinn og hann deyr. Það er okkur lítil huggun harmi gegn að fá nýjan hund, jafnvel þótt sá nýi sé sams konar og sá gamli. Eða hugsum okkur 10 ára strák sem fer í sveit yfir sumar. Þegar hann kemur heim þá segja foreldrar hans að hann geti bara verið áfram í sveitinni því þau hafi fengið sams konar strák annarsstaðar. Þetta væri vissulega ótækt. Málið er að það er ekki alltaf nóg að hafa samskonar hluti, stundum dugir ekkert minna en sami hluturinn.

Niðurstaðan er því sú að jafnvel þótt læknavísindin tækju slíkum framförum að það mætti viðhalda fólki út í hið óendanlega, þá er ekki þar með ljóst að sömu einstaklingarnir lifðu um aldir og væru síungir.

Í svari Ólafs Páls Jónssonar við spurningunni Ef heili væri tekinn úr einni manneskju og settur í aðra, væri það þá eins og að færa harðan disk úr einni tölvu í aðra? er velt upp skyldum álitamálum.


Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:
  • HB.
...