Á lista yfir elsta fólk veraldar er nær eingöngu að finna íbúa Vesturlanda og Japans. Þannig er erfitt að segja með fullri vissu að áðurnefndir aðilar séu eða hafi verið þeir elstu. Enn fremur eru fæðingarvottorð jafnmisjöfn og þau eru mörg og þannig vandkvæðum bundið að segja til um sannleiksgildi þeirra allra. Menn geta einmitt haft mikinn hag af því að vera elstir allra, bæði hvað varðar athygli umheimsins og mögulegan gróða. Ekki er heldur loku fyrir það skotið að fyrr á öldum hafi einhver náð hærri aldri. Meðalaldur manna hefur þó aukist mikið á síðustu öld.
Rétt er að árétta að svar þetta er fljótt að úreltast en finna má þann lista sem hafður var til hliðsjónar hér að neðan.
Frekara lesefni á Vísindavefnum:- Af hverju eldumst við? eftir Pálma V. Jónsson
- Er hugsanlegt að hægt verði að stöðva öldrun algjörlega eða er það óraunsætt? eftir Ólaf Pál Jónsson
- Hvað er telómerasi og hver eru áhrif hans á öldrun? eftir Magnús Jóhannsson
- Hvað er elsta tré í heimi og hvað er það gamalt? eftir JGÞ
- Hvaða spendýr lifir lengst? eftir JGÞ
- Af hverju lifa skjaldbökur lengur en menn? eftir JMH
- Wikipedia.com - List of the verified oldest people
- Wikipedia.com - Besse Cooper
- Wikipedia.com - Walter Breuning
- The Atlanta Journal-Constitution - Besse Cooper - mynd tekin af Curtis Compton hjá AJC. Sótt 17.2.2011.
- National Centenarian Awareness Project - Walter Breuning (110 ára á myndinni). Sótt 17.2.2011.
Við erum í bekk 52 í Hólabrekkuskóla að læra á vefinn. En okkur langar að vita hvað elsti maður í heimi sé gamall?