Sólin Sólin Rís 08:16 • sest 18:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:07 • Sest 02:31 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:58 • Síðdegis: 22:28 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:16 • sest 18:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:07 • Sest 02:31 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:58 • Síðdegis: 22:28 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Við erum í bekk 52 í Hólabrekkuskóla og langar til að vita hvað elsti maður í heimi sé gamall?

Ívar Daði Þorvaldsson

Sæl, nemendur í Hólabrekkuskóla.

Langlífi hefur löngum heillað mannfólkið og þá einkum ástæður þess. Hægt er að lesa meira um það í svarinu Hvers vegna geta sumir reykt tóbak í 70-80 ár án þess að það hafi sýnileg áhrif til heilsubrests á þá?

Þegar þetta er skrifað er bandaríska konan Besse Cooper elsta núlifandi manneskjan. Hún fæddist í Tennessee-fylki hinn 26. ágúst 1896. Besse Cooper hefur verið elst síðan 31. janúar árið 2011 en þá lést Eunice Sanborn, 114 ára og 195 daga gömul. En Besse Cooper er þó einungis 114 ára og 183 daga gömul.

Besse Cooper fagnar hér 113 ára afmæli sínu ásamt tengdadóttur sinni.

Elsti núlifandi maðurinn er Walter Breuning en hann fæddist 21. september árið 1896 í Minnesota-fylki í Bandaríkjunum. Hann er einnig næstelsti núlifandi einstaklingurinn á eftir áðurnefndri Besse Cooper.

Franska konan Jeanne Calment á heiðurinn af því að hafa lifað lengst allra en hún varð 122 ára og 164 daga er hún lést hinn 4. ágúst árið 1997.

Miklar deilur hafa þó komið upp í sambandi við langlífi manna. Til að mynda er nú efast um aldur Shigechiyo Izumi en hann hefur lengi verið talinn langlífasti maðurinn. Izumi lést 21. febrúar árið 1986 en sumir telja hann fæddan árið 1865.

Á lista yfir elsta fólk veraldar er nær eingöngu að finna íbúa Vesturlanda og Japans. Þannig er erfitt að segja með fullri vissu að áðurnefndir aðilar séu eða hafi verið þeir elstu. Enn fremur eru fæðingarvottorð jafnmisjöfn og þau eru mörg og þannig vandkvæðum bundið að segja til um sannleiksgildi þeirra allra. Menn geta einmitt haft mikinn hag af því að vera elstir allra, bæði hvað varðar athygli umheimsins og mögulegan gróða. Ekki er heldur loku fyrir það skotið að fyrr á öldum hafi einhver náð hærri aldri. Meðalaldur manna hefur þó aukist mikið á síðustu öld.

Rétt er að árétta að svar þetta er fljótt að úreltast en finna má þann lista sem hafður var til hliðsjónar hér að neðan.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir:

Mynd:

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:
Við erum í bekk 52 í Hólabrekkuskóla að læra á vefinn. En okkur langar að vita hvað elsti maður í heimi sé gamall?

Höfundur

Ívar Daði Þorvaldsson

M.Sc. í hugbúnaðarverkfræði og fyrrverandi starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

25.2.2011

Spyrjandi

Sunneva Jörundsdóttir

Tilvísun

Ívar Daði Þorvaldsson. „Við erum í bekk 52 í Hólabrekkuskóla og langar til að vita hvað elsti maður í heimi sé gamall?“ Vísindavefurinn, 25. febrúar 2011, sótt 14. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=57889.

Ívar Daði Þorvaldsson. (2011, 25. febrúar). Við erum í bekk 52 í Hólabrekkuskóla og langar til að vita hvað elsti maður í heimi sé gamall? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=57889

Ívar Daði Þorvaldsson. „Við erum í bekk 52 í Hólabrekkuskóla og langar til að vita hvað elsti maður í heimi sé gamall?“ Vísindavefurinn. 25. feb. 2011. Vefsíða. 14. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=57889>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Við erum í bekk 52 í Hólabrekkuskóla og langar til að vita hvað elsti maður í heimi sé gamall?
Sæl, nemendur í Hólabrekkuskóla.

Langlífi hefur löngum heillað mannfólkið og þá einkum ástæður þess. Hægt er að lesa meira um það í svarinu Hvers vegna geta sumir reykt tóbak í 70-80 ár án þess að það hafi sýnileg áhrif til heilsubrests á þá?

Þegar þetta er skrifað er bandaríska konan Besse Cooper elsta núlifandi manneskjan. Hún fæddist í Tennessee-fylki hinn 26. ágúst 1896. Besse Cooper hefur verið elst síðan 31. janúar árið 2011 en þá lést Eunice Sanborn, 114 ára og 195 daga gömul. En Besse Cooper er þó einungis 114 ára og 183 daga gömul.

Besse Cooper fagnar hér 113 ára afmæli sínu ásamt tengdadóttur sinni.

Elsti núlifandi maðurinn er Walter Breuning en hann fæddist 21. september árið 1896 í Minnesota-fylki í Bandaríkjunum. Hann er einnig næstelsti núlifandi einstaklingurinn á eftir áðurnefndri Besse Cooper.

Franska konan Jeanne Calment á heiðurinn af því að hafa lifað lengst allra en hún varð 122 ára og 164 daga er hún lést hinn 4. ágúst árið 1997.

Miklar deilur hafa þó komið upp í sambandi við langlífi manna. Til að mynda er nú efast um aldur Shigechiyo Izumi en hann hefur lengi verið talinn langlífasti maðurinn. Izumi lést 21. febrúar árið 1986 en sumir telja hann fæddan árið 1865.

Á lista yfir elsta fólk veraldar er nær eingöngu að finna íbúa Vesturlanda og Japans. Þannig er erfitt að segja með fullri vissu að áðurnefndir aðilar séu eða hafi verið þeir elstu. Enn fremur eru fæðingarvottorð jafnmisjöfn og þau eru mörg og þannig vandkvæðum bundið að segja til um sannleiksgildi þeirra allra. Menn geta einmitt haft mikinn hag af því að vera elstir allra, bæði hvað varðar athygli umheimsins og mögulegan gróða. Ekki er heldur loku fyrir það skotið að fyrr á öldum hafi einhver náð hærri aldri. Meðalaldur manna hefur þó aukist mikið á síðustu öld.

Rétt er að árétta að svar þetta er fljótt að úreltast en finna má þann lista sem hafður var til hliðsjónar hér að neðan.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir:

Mynd:

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:
Við erum í bekk 52 í Hólabrekkuskóla að læra á vefinn. En okkur langar að vita hvað elsti maður í heimi sé gamall?
...