Sólin Sólin Rís 11:15 • sest 15:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:11 • Síðdegis: 17:36 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:33 • Síðdegis: 23:44 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:15 • sest 15:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:11 • Síðdegis: 17:36 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:33 • Síðdegis: 23:44 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er hægt að troða sér um tær?

Ritstjórn Vísindavefsins

Já, það er hægt, en til þess þarf bæði þjálfun og viljastyrk, fimi og útsjónarsemi.

Augljóst er hvað það merkir að troða öðrum um tær. Best er þá að fórnarlambið teygi fótinn dálítið fram en láti hann þó liggja flatan á gólfi eða öðru undirlagi. Sömuleiðis er gott að lambið sé berfætt til þess að árangur verði sem mestur. Troðarinn er af sömu ástæðu í hörðum skóm og stígur ofan á tærnar á þeim fæti lambsins sem framar er. Ef troðarinn er fimur og þjálfaður getur hann jafnvel staðið á öðrum fæti ofan á tánum.

Árangur troðarans er mældur í svokölluðum desíbelum sem er eining um hljóðstyrk og á hér við um hljóðin sem myndast við þetta og koma einkum úr barka fórnarlambsins.

Sá sem ætlar að troða (sjálfum) sér um tær með sem mestum árangri byrjar á því að fara úr skó og sokk(um) á öðrum fæti. Best er fyrir vinstri menn að velja hægri fótinn og öfugt fyrir hægri menn. Síðan er rétt að vera í góðum og hörðum skó á hinum fætinum, til dæmis öryggisskó með stálstyrkingu í sólanum og grófu neðra borði. Sá fótur er að lokum settur ofan á berar tærnar á hinum fætinum og þrýst á eins og styrkur lærvöðvanna leyfir.

Ef gerandinn, sem jafnframt er þolandi, vandar sig við þetta getur hann náð jafnvel meiri áhrifum á tærnar en ef annar maður jafnþungur stæði á öðrum fæti sínum ofan á þeim. Hér kemur nefnilega til sögunnar þriðja lögmál Newtons um átak og gagntak, en um það geta lesendur fræðst í svari við spurningunni: Hvernig á að útskýra þriðja lögmál Newtons?

Erfiðara er að mæla árangurinn í þessu tilviki en hinu fyrra, einkum vegna þess að hann er háður sálarlífi troðarans sem er hér í tvöföldu hlutverki eins og áður er sagt; taugaboðin frá tánum sem troðið er á og fætinum sem treður koma saman í einum og sama heilanum. Greining á verknaðinum er því svokallað fjölgreinaverkefni eða þverfaglegt verk; fleiri en eina fræðigrein þarf til að öllu sé til skila haldið.

Það hefur reynst þungur róður að sækja um styrki úr vísindasjóðum til rannsókna á þessu því að stjórnir sjóðanna hafa snúið upp á sig og ekki viljað láta troða sér um tær. Vonir standa þó til að tilraunir verði gerðar engu að síður. Vísindavefurinn hefur þá í hyggju að gefa lesendum sínum og hlustendum færi á að heyra upptökur með hljóðunum sem myndast. Þannig yrði svarið vonandi endanlega staðfest svo að ekki verður um villst.

[Þetta er föstudagssvar og ber því ekki að taka hátíðlega eitt einasta orð af því].

Útgáfudagur

30.11.2001

Spyrjandi

Sævar Þór Halldórsson, f. 1985

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins. „Er hægt að troða sér um tær?“ Vísindavefurinn, 30. nóvember 2001, sótt 14. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1983.

Ritstjórn Vísindavefsins. (2001, 30. nóvember). Er hægt að troða sér um tær? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1983

Ritstjórn Vísindavefsins. „Er hægt að troða sér um tær?“ Vísindavefurinn. 30. nóv. 2001. Vefsíða. 14. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1983>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er hægt að troða sér um tær?
Já, það er hægt, en til þess þarf bæði þjálfun og viljastyrk, fimi og útsjónarsemi.

Augljóst er hvað það merkir að troða öðrum um tær. Best er þá að fórnarlambið teygi fótinn dálítið fram en láti hann þó liggja flatan á gólfi eða öðru undirlagi. Sömuleiðis er gott að lambið sé berfætt til þess að árangur verði sem mestur. Troðarinn er af sömu ástæðu í hörðum skóm og stígur ofan á tærnar á þeim fæti lambsins sem framar er. Ef troðarinn er fimur og þjálfaður getur hann jafnvel staðið á öðrum fæti ofan á tánum.

Árangur troðarans er mældur í svokölluðum desíbelum sem er eining um hljóðstyrk og á hér við um hljóðin sem myndast við þetta og koma einkum úr barka fórnarlambsins.

Sá sem ætlar að troða (sjálfum) sér um tær með sem mestum árangri byrjar á því að fara úr skó og sokk(um) á öðrum fæti. Best er fyrir vinstri menn að velja hægri fótinn og öfugt fyrir hægri menn. Síðan er rétt að vera í góðum og hörðum skó á hinum fætinum, til dæmis öryggisskó með stálstyrkingu í sólanum og grófu neðra borði. Sá fótur er að lokum settur ofan á berar tærnar á hinum fætinum og þrýst á eins og styrkur lærvöðvanna leyfir.

Ef gerandinn, sem jafnframt er þolandi, vandar sig við þetta getur hann náð jafnvel meiri áhrifum á tærnar en ef annar maður jafnþungur stæði á öðrum fæti sínum ofan á þeim. Hér kemur nefnilega til sögunnar þriðja lögmál Newtons um átak og gagntak, en um það geta lesendur fræðst í svari við spurningunni: Hvernig á að útskýra þriðja lögmál Newtons?

Erfiðara er að mæla árangurinn í þessu tilviki en hinu fyrra, einkum vegna þess að hann er háður sálarlífi troðarans sem er hér í tvöföldu hlutverki eins og áður er sagt; taugaboðin frá tánum sem troðið er á og fætinum sem treður koma saman í einum og sama heilanum. Greining á verknaðinum er því svokallað fjölgreinaverkefni eða þverfaglegt verk; fleiri en eina fræðigrein þarf til að öllu sé til skila haldið.

Það hefur reynst þungur róður að sækja um styrki úr vísindasjóðum til rannsókna á þessu því að stjórnir sjóðanna hafa snúið upp á sig og ekki viljað láta troða sér um tær. Vonir standa þó til að tilraunir verði gerðar engu að síður. Vísindavefurinn hefur þá í hyggju að gefa lesendum sínum og hlustendum færi á að heyra upptökur með hljóðunum sem myndast. Þannig yrði svarið vonandi endanlega staðfest svo að ekki verður um villst.

[Þetta er föstudagssvar og ber því ekki að taka hátíðlega eitt einasta orð af því]....